fim. 5.3.2009
Eru menn loksins að vakna?
Eða verður þetta nákvæmlega eins og áður? Sem sagt hausnum stungið í sandinn og svo á bara að sjá til og vona það besta.
Því miður þá er það ekki í boði lengur, eða eigum við að segja sem betur fer þá er það ekki lengur í boði? Stjórnvöld ættu að hafa vit á því að innkalla allar úthlutaðar aflaheimildir áður en það verður of seint og þær teknar upp í skuldir, við vitum hver á stærstu kröfurnar er það ekki?
Ansi er ég hræddur um að einhverjir verði dregnir fyrir rétt að endingu og ákærðir fyrir veðsvik þegar dæmið verður gert upp. Sjáum til hvernig þessi ósköp fara, það væri að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig frekar um hvernig sjávarútvegurinn kom sér í þessa stöðu og hvað framundan er.
Á þessari síðu hefur margoft verið farið í gegnum þessi mál og hvað menn eru búnir að framkvæma og hvernig endirinn gæti líklegast orðið, ég held því miður að flest af því sem sagt hefur verið rætist með tilheyrandi hvelli.
Góðar stundir.
Alvarleg staða sjávarútvegs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
,,Ansi er ég hræddur um að einhverjir verði dregnir fyrir rétt að endingu" Fékkstu þér malt Halli?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2009 kl. 12:31
Já tvo pela...
Hallgrímur Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 22:25
Þú verður að gæta þín Halli á að blogga ekki eftir að hafa fengið þér malt og hvað þá tvo pela.
Ég á mér draum um að koma norður og horfa á leikinn með ykkur Víði eftir rúma viku.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2009 kl. 22:32
Satt segir þú félagi ég verð heldur betur að taka mig á.
Vertu velkominn félagi við tökum vel á móti þér það er ekki nokkur hætta á öðru.
Hallgrímur Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 22:37
Ég tek ákvörðun um miðja næstu viku, er reyndar að taka nýklakin seiði fram og kenna þeim að éta, þá er mikil yfirlega, enn ég hef stefnt á þetta um tíma, við sjáum hvað setur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.