Síhaldsfylkingarflokkurinn ber enga ábyrgð á neinu.

Maður getur ekki annað en dáðst að aumlegum aðferðum Slæðudrottningarinnar í hvítþvotti á sjálfum sér og sinni hjörð.

Þið bara fyrirgefið, Síhaldsfylkingarflokkurinn var með Viðskiptaráðaneytið á sínum snærum og það er bara heimska að láta það út úr sér þeir hafi ekki vitað neitt um það sem var í gangi, eða eigum við að segja það sem ekki var í gangi en átti að vera það? 

Slæðudrottningin er búin að átta sig á því að hún og Össur hafa hagað sér eins og þessi flokkur sé þeirra einkaeign og bera alla ábyrgð á því hvernig þau brugðust hlutverki sínu algjörlega.

Ekki ber varaformaðurinn ábyrgð, honum var og er haldið á ruslahaugunum enda Össur svo svakalega klár og duglegur að honum einum er treystandi fyrir veigamestu verkefnum flokksins.

Ekki ber fyrrverandi Viðskiptaráðherra ábyrgð, hann fékk ekki einu sinni að sitja þá fundi sem honum bar sem ráðherra viðskiptamála, það voru að sjálfsögðu slæðudrottningin og skjóðuraki næturbloggarinn sem voru hvað hæfust í það, að vísu að þeirra eigin mati.

Restin af flokknum var sem sagt handónýtt og vanhæft rusl að þeirra eigin mati og þau ein sem eitthvað vitrænt höfðu til málanna að leggja.

Nú er bara eitt hálmstrá eftir sem Slæðudrottningin hangi á, það er að flýja í var á bak við Jóhönnu Járnkerlu og vona það besta, eitthvað segir mér nú samt að brimskaflinn hellist yfir Jóhönnu þó traust sé og brotsjórinn skelli óbrotinn á Slæðudrottninguna.

Hvernig í helvítinu eigum við að geta gleymt því að á meðan Ísland brann til grunna þá var helsta áhugamál og aðaldjobb Slæðudrottningarinnar að sólunda almannafé fyrir þægilegt sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

Nær hefði verið fyrir þetta stjörnuljós að standa sína vakt á landinu bláa og berjast meðal annars fyrir því að mannréttindi væru virt og stöðva þau mannréttindabrot sem í gangi eru á sjómönnum eins og mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna úrskurðaði um fyrir rúmu ári síðan.

Það heyrist eitthvað lítið um það mál frá þessari ríkisstjórn, hvað veldur eftir hverju er verið að bíða?

Góðar stundir.


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hárrétt !

Af hverju erum við þá ekki að mótmæla lengur ? Ahh... Vantar VG ungliða til að safna og send a mass SMS....

og líka að baugs-peningarnir sem borguðu mótmælin eru búnir !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta var frekar sorglegt viðtal. Konan skilur ekki að fólkið vill hana burt.

Víðir Benediktsson, 2.3.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband