Það gengur bara svona helvíti vel

Rifjum upp síðustu fréttir af Icelandair Group.

Svona hljómaði frétt á mbl.is á síðasta ári.  Viðskipti | mbl.is | 12.10.2008 | 19:27

Tekjur Icelandair Group 72 milljarðar króna

Tekjur Icelandair Group námu 72 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins sem er aukning um 68% frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en félagið ákvað að senda frá sér tilkynningu um stöðu félagsins í ljósi óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Um óendurskoðað uppgjör er að ræða. Rekstrarhagnaður (EBITDA) Icelandair Group nam 6,3 milljörðum króna sem er 43% aukning frá sama tímabili í fyrra.

 EBIT hagnaður er 3,9 milljarðar króna, sem er 58% aukning frá sama tíma í fyrra. EBT er 2,6 milljarðar króna, sem er 169% aukning frá sama tíma í fyrra. Handbært fé í lok ágúst er 6,7 milljarðar króna, að því er segir í  tilkynningu frá Icelandair Group. Ekki kemur fram í tilkynningunni hver afkoma félagsins er eftir skatta og fjármagnsgjöld, það er endanlegur hagnaður eftir fyrstu átta mánuði ársins.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu:
„Rekstur félaga innan Icelandair Group hefur gengið vel á þessu ári. Tekjur hafa aukist verulega og afkoma batnað þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður, sem sýnir styrk og sveigjanleika félagsins. Sjóðstaða félagsins er góð og næsti stóri gjalddagi lána er í lok janúar 2009 vegna 2,5 milljarða króna skuldabréfs í eigu íslenskra aðila. Unnið er að fjármögnun vegna þess. Athygli er vakin á því að kaup félagsins á erlendum fyrirtækjum hafa ekki verið fjármögnuð með erlendum lántökum.

Við þær aðstæður sem nú hafa skapast á íslenskum hlutabréfamarkaði er rétt að leggja áherslu á fjölþættingu félagsins. Icelandair Group er alþjóðleg samstæða 12 dótturfélaga með rekstur um allan heim. Tekjur koma frá mörgum landsvæðum og frá ólíkum þjónustuþáttum og einungis um 25% af tekjum samstæðunnar eru í íslenskum krónum. Félagið á viðskipti í mörgum gjaldmiðlum en stærstur hluti veltunnar er í erlendri mynt; evrum, dollurum og tékkneskum krónum. Veikt gengi íslensku krónunnar hefur í heild jákvæð áhrif á gengismun félagsins. Þá hefur eldsneytisverð á heimsmarkaði farið lækkandi á síðustu vikum sem kemur vel við rekstur fyrirtækja félagsins.

Icelandair, stærsta fyrirtækið innan Icelandair Group,  nýtur þess nú að fyrr á árinu var gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í áætlunarfluginu í ljósi minnkandi eftirspurnar og hækkandi eldsneytisverðs. Dregið var úr framboði um 15% og kostnaður í rekstri lækkaður. Á haustmánuðum hefur verið unnið að markaðssókn fyrir Ísland erlendis í ljósi gengislækkunar og enn frekar dregið úr framboði á heimamarkaði.

Rekstur Travel Service í Tékklandi, næst stærsta fyrirtækisins í samstæðunni, hefur gengið vonum framar á árinu. Travel Service hefur tekist að nýta sér sóknarfæri sem skapast hafa í kjölfar gjaldþrota félaga á leiguflugsmarkaði, og mun þannig fjölga um tvær flugvélar í flota sínum fyrir áramót. Sterk staða tékknesku krónunnar hefur einnig haft jákvæð áhrif á reksturinn.”

Er einhver að skilja þetta?

Góðar stundir.


mbl.is 7,5 milljarða tap á Icelandair Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

"Virðisrýrnun óefnislegra eigna, svo sem viðskiptavild, nam 6,4 milljörðum króna."

Leikur að tölum, viðskiptavildin var skrúfuð upp í góðærinu.  EBITAR er hagstæð um 17, 2 milljarða. Það skiptir meira máli en þessi tala.

Hvumpinn, 21.2.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband