fim. 29.1.2009
Var einhver að tala um sjálfstæði Íslands
og sjálfræði yfir ákvörðunum sem taka þarf? Menn geta gleymt öllu svoleiðis hjali og viðurkennt það á skiljanlegu tungumáli að Ísland þarf að sæta ógnarstjórn IMF og kúgunnar ESB.
Stjórnarmyndunarviðræður og ríkisstjórnarmyndun er bara upp á punt sem við höfum ekkert efni á. Skipa á sí svona snell örfáa hæfa einstaklinga til að reka þetta smáfyrirtæki sem Ísland er á mælikvarða alþjóðasamfélagsins til að koma okkur á réttan kjöl.
Þetta verður að gerast strax áður en handónýtir pólitíkusar klára að setja stimpilinn, skítakompaní og óreiðuhyski með kennitöluflakkara stimpil báðumegin á afturendanum á þessu miðlungs fyrirtæki sem Ísland í rauninni er.
Svo er aftur spurning, gerist eitthvað sí svona snell hjá þessu opinbera haugryðgaða og gjörspillta apparati? Ég geta svarað þessu á einn veg, þegar kemur að því að hygla einhverjum vildarvini eða greiða götu einhvers sem er rétt feðraður eða á réttum stað í gjörspilltri pólitík, þá snúast hjólin á ógnarhraða allt annað má sæta haugryðguðum og löturhægum vinnubrögðum.
Góðar stundir.
Vildu lækka vexti en ekki IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Athugasemdir
Eru mættur Jón, það er eitt svipað með þig og Fannar frá Rifi, ef einhversstaðar sést ESB þá mætir þú eins og sérstakur og sjálfskipaður varðhundur ESB, ef talað er um manréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna, kvóta og mannréttindabrot þá mætir Fannar...
Hugsaðu málið og komdu svo aftur með skýringu á því hvernig stóð á því að aðstoð frá IMF fékk ekki brautargengi fyrr en stór aðildarríki innan ESB voru búin að þvinga fram vilja sinn gagnvart eyþjóð lengst norður í höfum. Auðvitað kom yfirstjórn ESB ekkert nálægt þessu, áttu annan? Setjum svo punktinn þegar það á við, þú verður að standa þig betur en þetta Jón fjögur orð er ekki nóg fyrir mig sem rökstuðningur sorrý.
Ógnarstjórn IMF er svo annar kapítuli.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 16:25
Halló ESB, EES, BBC, IMF, AGF komið með þessar skammstafanir og ég mæti, Ekkert helv. fokking ESB, EKKERT EES. Engan IMF stuðning, það er mitt mottó en hvað veit ég svosem heimskur fasteignasali maður spyr sig.
Þórarinn M Friðgeirsson, 29.1.2009 kl. 18:21
Hallgrímur hví ertu þú að skafa utan af hlutunum og reyna að mýkja þá?
Auðvitað var það ekkert yfirstjórn ESB sem neitaði að samþykkja AGS lánið, það var fokking 29 ESB ríkja samþykki fyrir því, það er auðvitað allt annað en yfirstjórnin.
ESB kúgar þá sem það vill kúga, bæði innan og utan ESB, hvaða ESB ríkja dallar eru að ryksuga upp við strendur Afríku, það er auðvitað ekki rányrkja? það sama verður upp á teningnum hér, en þeir gera þetta ekki hér vegna þess að við myndum senda þessi skip lóðbeint á botninn, en Afríku ríkin hafa bara ekki búnað til þess og þess vegna gera þau ekkert við ESB aðildarríkjaskipin.
Í hvaða heimi Jón Frímann lifir veit ég ekki en í þann "óraunveruleika heim" langar mig ekki par.
Sverrir Einarsson, 29.1.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.