mán. 26.1.2009
Fimleikafræði viðskiptanna eru fá
takmörk sett. Það er hreint með ólíkindum hvernig menn geta framkvæmt nánast hvað sem er með nákvæmlega ekkert annað en kafloðin loforð upp á vasann, bara ef þeir eru í réttum flokki og eiga rétta vini.
Gísli Freyr getur væntanlega útskýrt þetta fyrir okkur, ég veit að hann eða í það minnsta nokkrir af félögum hans hanga eins og varðhunda um bloggið og kommenta á allt sem þeim er ekki að skapi eða fellur inn í hugarheim frjálshyggjunnar.
En auðvitað leyfir Gísli Freyr ekki athugasemdir hjá sér sjálfum, það er ekki í anda frjálshyggjunnar að taka við skoðunum annarra hvað þá heldur gagnrýni.
Þar sem Gísli hefur lokað fyrir athugasemdir hjá sér sjálfum er heppilegast fyrir hann að skrifa um þetta mál á sinni eigin síðu, maður sem ekki hefur opið fyrir umæðu hjá sér hefur ekkert að gera inn á þessa síðu.
Ég býð spenntur.
Góðar stundir.
Útgefandi Viðskiptablaðsins gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Það er óþolandi hvað sumir eru miklir aular að ekki þora að leyfa komment hjá sér. Oft fer þetta saman með einstrengislegum skoðunum og hræðslu við nafnleysingjagrýlur.
En sálfræðilega séð er hræðslan mest við sjálfa sig og segir það allt sem þarf.
Segi það bara.
Ólafur Þórðarson, 26.1.2009 kl. 13:56
Sammála, nú ef maður fer yfir strikið þá er einfaldast að biðjast velvirðingar á hlutunum eins og ég gerði til dæmis fyrir nokkrum dögum. Maður situr ekki eins og kóngur á bak við tölvu og hendir fram hlutum sem má síðan ekkert ræða frekar um, við hvað eru menn hræddir?
Þetta er eins og ég sagði ekki í anda frjálshyggjunnar að aðrir hafi skoðanir hvað þá heldur að þurfa að standa fyrir því sem sett er fram. Frjálshyggjan sem hefur reyndar beðið algjört skipsbrot með ófyrirséðum afleiðingum er eitt eitraðasta fyrirbrygði sem nokkrum hefur dottið til hugar að framfylgja og svo merkilegt sem það má vera þá er henni fylgt blint alveg fram í gjaldþrot, sama hvað það er stórt og hverja hugsanlegar afleiðingarnar verða.
Hallgrímur Guðmundsson, 26.1.2009 kl. 16:31
Rétt er það að frjálshyggjan er eitrað fyrirbrigði. Frjálshyggjan sem slík hefur skaðað ísland mun meira en nokkurn tímann kommúnisminn. Því held ég fram og það er eitthvað til að velta vöngum yfir.
Þeir sem tala hvað hæst um ágæti frjálshyggju eru loddarar. Og hafa alltaf verið. Þannig er nú það.
Ég hef aldrei verið frjálshyggjumaður. Hef alla tíð talað á móti þessari öfgamennsku, en er afar ánægður þegar ég sé fyrirtæki vel rekið og af alúð og umhyggju. Tek fram að ég er ekki heldur kommúnisti ;-)
Ólafur Þórðarson, 26.1.2009 kl. 16:49
Alveg furðulegt hvað þessir kallar telji sig geta fengið niðurfelldar skuldir!!!???
Þeir virðast ekki hafa snefil af business viti og ætti hreinlega að banna þessum
drengjum að koma nálægt fyrirtækjum og eða peningum.
Svona kappar fá hvergi vinnu hjá öðrum enda algerlega duglausir.
Sennilega þess vegna sem þeir eru alltaf að reyna að kaupa og selja eigin fyrirtæki.
ÞA (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.