sun. 25.1.2009
Hefjum hvalveiðar ekki seinna en á þessu ári
Mikið er rætt um hvalveiðar og afleiðingar þeirra, ég sé fátt annað en gott við það að hefja hvalveiðar og það má hugsa þetta út frá mörgum kostum.
Við hvern skotinn hval má til dæmis gefa út auknar aflaheimildir. Gaman væri að sjá útreikning á því hvað einn hvalur étur mikið af fiski, síðan mætti setja þetta dæmi upp og skoða hvað margir smábátar gætu fengið að veiða mikið við hvern skotinn hval.
Það mætti einnig hugsa þetta þannig að aflaheimildunum væri ráðstafað á hvert byggðarlag sem einum potti og bæjaryfirvöld úthlutuðu síðan á jafnt á alla báta innan sveitarfélagsins.
Ég held að einhverjum myndi bregða töluvert ef tölurnar yfir fiskát hvala yrðu birtar og þær síðan reiknað út í verðmætaaukningu fyrir samfélagið.
Er ekki betra að við veiðum þennan fisk okkur til framdráttar frekan en láta hvalina gera úr honum saurúrgang engum til gagns?
Góðar stundir.
Samkomulag um hvalveiðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
100% sammála
Einar Vignir Einarsson, 25.1.2009 kl. 11:30
115.218 hafa skrifað undir um að heimsækja Ísland ef að Íslendingarhætta hvalveiðum alfarið.
Undirskriftalistinn:
http://activism.greenpeace.org/iceland/
Það borgar sig alls ekki að byrja að drepa hvalina á ný, ef eitthvað er að marka undirskriftalistann.
MRS (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:42
Góður pistill. Ef það eru ca. 100 þús hvalir af öllum stærðum og gerðum í landgrunninu. Þessir hvalair éta 20 sinnum meiri fisk, en öllum fiski sem flotanum er leyfilegt að veiða.
Þá er selurinn ekki reiknaður. Hann er eins og minkur í hænsnabúi. Þar sem við erum með svo smá hvalveiðibáta mætti selja hvala hvóta til Rússa eða Japana.
Einhliða ákvörðun Íslendinga og ekki bakka tommu.
Óskar Arnórsson, 25.1.2009 kl. 12:56
MRS, heilt þjóðfélag er á hausnum og í þessu þjóðfélagi búa rúmlega 300.000 manns það vegur talsvert þyngra en þessar tölur þínar, hitt er svo annað mál að svona hræðsluáróður á í besta falli heima í sandkassaleik á leikskóla. Tölur frá Noregi segja til dæmis allt annað, þar jókst áhugi á hvalaskoðun samfara meiri veiði á Hrefnu.
Hvalaskoðurum er boðið upp á ljúffengt hvalkjöt að loknum skoðunarferðum bæði hér fyrir Norðan og einnig í Reykjavík, þetta nýtur gríðarlegra vinsælda ert þú ekki að einangrast svolítið í ruglinu minn kæri/kæra?
Óskar ef við getum ekki veitt þetta sjálfir má eins og þú bendir á þá má selja aðgang að veiðunum, ég er handviss um að það verður slegist um þær veiðar.
Hefjum veiðar strax á þessu ári og ekkert helvítis röfl.
Hallgrímur Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 13:17
Jú, satt að segja er ég að einangrast. Hagnaður væri töluvert meiri af ferðamannaiðnaðinum heldur en hvalveiðaiðnaðinum ef að allir þessir 115 þúsund ferðamenn kæmu hingað til lands. Við myndum græða meira á því heldur en við höfum nokkurntíma grætt á hvalveiðum.
Ég leyfi mér að efast um það að hvalveiðar og hvalaskoðun fari saman. Er þetta kanski leiðin sem notuð er til þess að losna við þetta eitraða hvalkjöt, plata það ofan í ferðamenn?
MRS (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:42
MRS ertu að segja að það sé verið að bjóða upp á eitrað kjöt? Þetta verður þú að sanna með óyggjandi hætti, ég hef ekki frétt af neinum sem hefur steindrepist hvað þá heldur fengið í magann og rennandi drullu eftir að hafa borðað þessar dýrindis steikur.
Í færslunni segir meðal annar "Við hvern skotinn hval má til dæmis gefa út auknar aflaheimildir" Einnig kemur fram í færslunni þetta dæmi "Ég held að einhverjum myndi bregða töluvert ef tölurnar yfir fiskát hvala yrðu birtar og þær síðan reiknað út í verðmætaaukningu fyrir samfélagið"
Nú máttu taka þig til og reikna þetta út, einnig máttu koma með útreikning á ferðamannaukningu en þær tölur eru til frá Noregi og má nota svona til hliðsjónar. Þetta ætti varla að flækjast mikið fyrir þér sem aukaverkefni á meðan þú tekur til sannanir um baneitraða kjötið. Þú hlýtur að hafa þær sannanir á borðinu hjá þér annars hefðir þú tæplega staðhæft þetta, eða hvað?
Það er vægast sagt hæpið að koma með svona málflutning og bera á borð fyrir fólk án þess að koma með skotheldar sannanir og útreikninga á því sem þú heldur fram hér. Allt annað en skotheld gögn um þetta er ómarktækt og óábyrg, við erum að tala um það mikið hagsmuna mál. Eða eru Greenpeace ómarktæk og óábyrg samtök sem blaðra einhverja hentivitleysu eftir því í hvaða átt vindurinn blæs?
Hallgrímur Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 15:20
http://www.newscientist.com/article/dn2362-extreme-mercury-levels-revealed-in-whalemeat.html
Hérna er grein sem fjallar um kvikasilfur í hvalkjöti. Hvalkjöt inniheldur mikið magn af þungmálmum sem fara aldrei úr líkamanum, því eldri sem hvalirnir eru þeim mun meira magn af þungmálmum finnst í líkamanum á þeim. Hvalir umhverfis Ísland eru margir hverjir hundgamlir og því innihalda þeir einstaklega mikið af krabbameinsvaldandi þungmálmum.
Þú getur spurst fyrir um þungmálma í hvalkjöti til dæmis hjá Hafró. Ég mun allavega ekki bragða á þessu kjöti framar.
MRS (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:27
Hallgrímur! 2 - 15 milljónir tonna er pottþétt hægt að selja strax til prufuveiða. Ef maður reiknar lágt, 10 milljónir tonna seldur á 5000 ISK tonnið í kvótaleigu, gera 50 milljaða í gjaldeyri. Og með fyrirframgerðum samningum, það sem greiðslur fara fyrirfgram, þarf ekki Ísland að skulda eina krónu, eiga nóg gjaldeyrir, í hvelli!
Óhætt er að veiða 70 milljon tonn af hval og ódýrasti kosturinn er að selja veiðileyfi.
Óskar Arnórsson, 25.1.2009 kl. 18:09
Ef hvalkjötið er eitrað, þarf að eyða þeim. Skjóta þá bara og sökvaþeim. Græðum á því mjög fljótt.
Hvaðan fá hvalir þungmálma í sig enn ekki annar fiskur? Ég held að þetta sé bara kjaftæði í HAFRO eins og svo margt annað sem kemur frá þeirri óþarfa stofnunn.
Ég nenni nú ekki að kommentera það að ferðamannaiðnaðurinn gefi meira af sér enn hvalveiðar í stórum stíl. Það er bara skakkur útreikningur.
Óskar Arnórsson, 25.1.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.