Hvað er forustan að gera og hverjir eru

í flokknum? Þegar stórt er spurt verður oftar en ekki frekar fátt um svör. Skoðanakönnun Frjálslynda flokksins um aðildarviðræður að ESB sjá hér, er um margt merkileg og spurning um trúverðugleika hennar og hvort þetta sé raunverulegur vilji flokksmanna.

Ef þessi könnun á að hafa farið fram á meðal flokksmanna Frjálslynda flokksins verð ég að spyrja hverjir eru í flokknum og hvernig stóð á því að margir flokksmenn sem ég þekki fengu akkúrat engan póst sendan um þessa könnun hvað þá heldur tækifæri til að taka þátt í könnunni.

Ég er einn af þeim sem hef ekki séð blaðsnifsi um þessa könnun og alls enga tilkynningu fengið frá flokknum um þetta mál. Ég sem hélt að skráning mín hefði tekist eftir í það minnsta fjórar tilraunir í gegnum heimasíðu flokksins.

Fyrir rétt að verða ári síðan var svo stofnað félag Frjálslyndra í Eyjafirði og þar var ég kosinn í stjórn, við það tækifæri kom ég því á framfæri við formann og varaformann flokksins sem voru á stofnfundinum að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að skrá mig í flokkinn hefði engin staðfesting borist og mig var hvergi að finna í félagaskrá flokksins.

Nú spyr ég, er stjórn eða hluti stjórnar Frjálslyndra í Eyjafirði utanflokkastjórn?

Telst ég í alvöru svo lélegur pappír að Frjálslyndi flokkurinn hafni inngöngu minni í flokkinn?

Ef það er ekki ástæðan þá veltir maður því fyrir sér við hvað launaðir starfsmenn flokksins eru svona uppteknir að félagaskrá og skráningar í flokkinn ganga fyrir sig með þessum hætti?

Góðar stundir.

 


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Halli þú hlítur að hafa flykkt þér á bak við alla pistla, blaðamannafundi, og aðrar uppákomur Frjálslynda sl. mánuði.

Það hefur ekki verið þverfótað fyrir yfirlýsingum frá þeim, sérstaklega eftir að mótmælin hófust á Austurvelli og alheim (allavega Íslendingum) kunn viðhorf þeirra til upptöku nýs gjaldmiðils, inngöngu í Hörmungarbandalag Evrópu, ásamt fleirri mikilvægum  málum, upprisu landsins eftir hrun o.s.frv.

En eins og staðan er í dag er ég ekki viss hvort ég kjósi þá aftur hreint ekki viss.

En ég hef áður ekki vitað hvað ég geri og komist upp með það.

Með það er ég farinn í helgistund (morgunkaffi og smók).

Sverrir Einarsson, 24.1.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ertu að upplifa hópskróp?

Víðir Benediktsson, 24.1.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband