Bæjarstjórn Ísafjarðar krefst þess að stjórnvöld

haldi áfram að brjóta mannréttindi og mismuna þegnunum gróflega. Með áskorun Bæjarstjórnar Ísafjarðar stíga þeir fram og opinbera afstöðu sína svo ekki verður um villst hvað afstöðu þeir hafa til álits mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið.

Bæjarstjórnin krefst þess að úthlutað verði meiri þorskkvóta í núverandi kerfi, kerfi sem brýtur mannréttindi og mismunar þegnunum. Nú er ég alveg samfærður um að Ísafjörður er ekki svo alvarlega einangraður þótt einangraður sé í vissu samhengi frá þjóðfélaginu að þessi úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna hafi ekki borist þeim til eyrna. 

28.03.2007. sendi ég frá mér áskorun (sjá hér) á bæjar og sveitastjórnir þessa lands og óskaði eftir því að þær krefðu stjórnvöld um að mannréttindi þegnanna yrðu virt og mannréttindabrotum hætt sem klárlega eru stunduð með kvótakerfinu og útfærslu þess.

Nú réttu ári seinna sprettur bæjarstjórn Ísafjarðar fram á völlinn og krefst þess að stjórnvöld haldi þessu leik áfram. Ekki veit ég alveg hvað ég á að kalla þetta, en mér er farið að detta það eitt til hugar að þeir eiga þetta sennilega bara skilið. Já þeir sem synda steinsofandi að feigðarósi eiga sennilega það skilið sem þeim er skammtað og það sem af þeim er stolið.

Hvernig má það eiga sér stað að kjörnir fulltrúar fólksins í bæjarfélögunum leyfi sér þann munað að allt sé drepið niður og lífsbjörginni rænt skipulega af þeim, án þess að svo sem rétta upp einn putta og mótmæla óréttlætinu sem þeir og þegnarnir eru beittir?

Við hvað eru þessir kjörnu fulltrúar svona uppteknir? Fulltrúar fólksins sem fólkið kaus og treysti til að standa vörð um velferð og trygga atvinnu bæjarfélagsins hafa að mínu mati brugðist fólkinu algerlega. Hvernig þessir fulltrúar geta horft brosandi framan í samborgara sín sem þeir brugðust algerlega er mér hulin ráðgáta?

Ekki nóg með að þeir brugðust þá eru þeir ofan á skömmina á fullum launum hjá þeim sem þeir brugðust. Skömmin er mikil, enn verra og alvarlega er að siðferðisleg og beinlínis skylda þeirra til að stand vörð um lífvænlegt samfélag er eitthvað sem þessir fulltrúar hafa greinilega ekki heyrt af.

Góðar stundir.


mbl.is Vilja auka þorskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Guðbjörgin verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði" Sumir láta kjaftshögg sér að kenningu verða, aðrir ekki. Spuning um greind.

Víðir Benediktsson, 12.1.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Erum við ekki að tala um gervi greind Víðir? Ekki veit ég hvað þarf til svo menn vakni upp af Þyrnirósar svefninum og geri sér grein fyrir því hver og hvar rótin að vandræðaganginum liggur.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband