Hvað var sagt og hverjir sögðu það?

Rifjum upp hluta af boðskapnum.

Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Icebank og ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, segir að öfgakennd og móðursýkisleg umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum sé á undanhaldi. Þar hafi samstillt átak skipt máli. Ágætlega hafi tekist að fræða og upplýsa áhrifaríka viðskiptafjölmiðla um íslenskan fjármálamarkað og efnahagslíf.

„Bankarnir sjálfir, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð hafa lagt mikið á sig,” segir Finnur, „að ógleymdum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem hafa talað á ráðstefnum og við fjöldann allan af viðskiptafjölmiðlum. Þá hefur Richard Portes, prófessor við London Business School reynst betri en enginn. Einnig tel ég að Kaupþing hafi gert rétt þegar bankinn hóf að siga lögfræðingum á fjölmiðla sem fóru með fleipur um bankann.”

Svo spyr maður sig í framhaldinu, er sjávarútvegurinn sárasaklaus píslavottur sem lenti bara óvart í þessu, eða á bólakafi og meðvirkur í öllu saman?

Góðar stundir.


mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta heitir spákaupmennska. Þessir menn voru ekki þvingaðir til neins en þeir ætluðu sér að græða á gengishækkun sem gekk ekki eftir og þess vegna töpuðu þeir. Þeir héldu að þetta væri eins og kvótaverðið. Gæti ekki lækkað. Máli er bara að þeir réðu sjálfir framboði á veiðiheimildum og gátu þess vegna haldið uppi verðinu. Davíð hefur eflaust lofað þeim að passa krónurnar þeirra og þeir gerðu þau mistök að treysta honum. Meira að segja menn innan LÍÚ geta tapað í gambli. Nema stjórnvöld ákveði að gera upp við þá á ímynduðu gengi. Annað eins hefur þeim verið fært upp í hendurnar.

Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nákvæmlega, spákaupmennska er rétta nafnið á þessu. Það væri fróðlegt að sjá úttekt á því hvað þeir sem þessa samninga gerðu voru búnir að hagnast áður en þeir voru teknir í rassgatið.

Fyrst maður er byrjaður þá verður ekki stoppað, á næstunni mun birtast með reglulegu millibili á þessari síðu smá fróðleiksmolar um það hver sagði hvað og hvernig draslið var logið áfram og fólk blekkt alveg fram í þrotið.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.1.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Bankarnir teiknuðu upp fyrir sægreifana hvernig þeir gætu hagnast (lesist grætt) á því að krónan héldi áfram að styrkjast. Ok þeir gengu í gildruna, því bankarnir voru með plan (sem sægreifarnir fengu EKKI að vita af) um að spila með krónuna (taka skortsöðu gegn krónunni) með margföldu peningamagni á við sægreifana þannig að sægreifarnir gátu aldrei hagnast á plottinu sem bankarnir teiknuðu upp handa þeim..........þetta er það sem ég les út úr umfjölluninni

Löglegt (kanski) en siðlaust....alveg örugglega, því eins og allir vita í dag er þetta gegn þjóðarhag að gera þetta....hvar eru stóru orð Davíðs Oddsonar núna sem hann lét út úr sér, um að hann ættlaði að láta kanna hvort einhver hefði veikt krónuna viljandi og með handafli? Hafði Davíð Oddson kanski rétt fyrir sér í þeim efnum....og það vill Geir H. alls ekki að komist í hámæli.

Að svo stöddu er ég farinn að glápa á Enska en held með hvorugu liðinu.....þannig að mér er næstum sama hvernig leikurinn fer.

Sverrir Einarsson, 11.1.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband