Sparnaðarráðstafanir heilbrigðisráðherra

hefur komið öllu á annan endann og sitt sýnist hverjum eins og alltaf þegar skorið er niður. En hvernig er forgangsröðin ákveðin og hvaða speki liggur að baki ákvarðanatöku um þessi mál?

Það er margt sem flýgur um kollinn þegar maður hugsar um þessi mál og sumt er óskiljanlegt eins og gengur og sumt liggur einfaldlega ljóst fyrir og ekkert um það að segja.

Spurningar vakna og nauðsynlegt er að þeim sé svarað. Er búið að leggja niður bygginganefnd og alla náhjörðina sem hangir á spenanum í kringum það sem ég vil kalla gæluverkefni stjórnvalda, HÁTÆKNISJÚKRAHÚSIÐ?

Ef svo er ekki þá krefst ég skýringa á því, það ætti öllum að vera ljóst að það verður ekki byggt á næstu árum ef ekki áratugum.

Er verið að færa alla starfsemi St. Jósefsspítala til Suðurnesja svo færa megi  Róbert Wessman (sjá hér) og náhjörð hans stærri og veglegri pakka þegar heilbrigðisgeirinn verður einkavæddur?

Hafi einhver efast um það að skrefið verði stigið til fulls og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar verði að veruleika er ég ansi hræddur um að sá efir sé byggður á kviksyndi, ég nánast handviss um að það verður gert hvað sem það kostar og við borgum meira, hvað annað?

Góðar stundir.


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við verðum að spara - sennilega hvergi til sá staður sem má akkúrat spara á núna - ég vona að heilbrigðiskerfið verði aldrey einkavætt en eins og þú svo réttilega segir þá er eins og vilja fárra sé í þá áttina, því miður

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.
Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.
Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst. Það skal tekið fram að þessar breytingar tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. Nú er þessi stofnun sérlega notaleg og þægileg í alla staði, aðstaða vistmanna fyrir og eftir breytingar er eins og svart og hvítt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Jón, reynslan hefur kennt mér það að ef íhaldið kemur með einhverjar hugmyndir og ég tala nú ekki um að ef þær hljóða upp á að þeir geti fært vildarvinum eitthvað þá gera þeir það sama hvað hver segir og hvað það mun kosta almenning.

Ógleymanlegt er til dæmis þegar SR (Síldarverksmiðjur Ríkisins) var gefið að mig minnir á tólf hundruð milljónir. Þá var til dæmis nýbúið að henda litlum fimmtán hundruð milljónum í verksmiðjuna á Siglufirði, svo ekki sé talað um allt mjölið sem til var í geymslum verksmiðjanna.

Um þetta hefur aldrei mátt tala, hvað þá heldur að það megi nefna það að hæsta tilboði var alls ekki tekið enda var sá sem það átti ekki í hópi vildarvinanna.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæl Hólmfríður, auðvitað heppnast sumir hlutir vel sem betur fer, skárra væri það nú ef menn ramba ekki annað slagið á góða hluti sem ganga vel upp. En á þessu máli hef ég einkennilega tilfinningu fyrir, af hverju það mun koma í ljós sannaðu til.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sá sem bauð hæst í SR vildi borga á borðið en fékk ekki. Tillögurnar já. Best að tjá sig sem minnst um þær en gamlingjarnir hér norðan heiða eru á hrakhólum undan skepnuskap ríkisstjórnarinnar. Það má svo sem vera að einhverjum finnist það bæði praktískt og skynsamlegt en hvorki ég né gamla fólkið er í þeim hópi.

Víðir Benediktsson, 8.1.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það var til skammar hvernig staðið var að sölu SR. Ég er heldur ekki í þeim hópi sem finnst þetta praktískt og skynsamlegt, hvernig skildi þessum gaurum líða þegar þeir horfa í spegil?

Hallgrímur Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband