Ég skora á íslensk stjórnvöld

að bregðast hið fyrsta við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og geri íslensku þjóðinni ekki þá skömm að vera vísvitandi i andstöðu við alþjóðalög. Til að fullnægja megi þeim kröfum sem Mannréttindanefndin hefur sett, þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann hátt að mannréttinda og jafnræðis sé gætt í hvívetna.

Ég skora einnig á bæjarstjórnir, sveitarstjórnir sem og alla verkalýðsforkólfa þessa lands að rísa upp og krefjast þess að stjórnvöld virði úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið. Hafi einhvern tímann verið nauðsyn þá er hún núna, virkjum landsbyggðina til gjaldeyrisöflunar fyrir samfélagið í heild sinni.

Á árum áður var landsbyggðin virkur aðili í þessu lykilhlutverki samfélagsins en með tilkomu kvótakerfisins var þessum þætti skipulega útrýmt í stórum stíl og uppi sitjum við í dag með samfélag í molum og vandséð hvernig við komumst á rétta braut með áframhaldandi stjórnunarhættir óbreytta.

Góðar stundir.


mbl.is Skora á stjórnvöld að ljúka við Dettifossveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Að sjálfsögðu er þetta eðlileg krafa, það má svo sem spyrja sig hvernig best er að stýra fiskveiðum í framtíðinni en þetta kerfi sem nú er í gangi er hreint arfavitlaust og það eru mjög margir sem vilja til dæmis halda því fram að græðgisvæðingin hófst þegar framsal á kvótanum var gefið frjálst og allt í einu gátu menn sem höfðu nánast lapið dauðann úr skel í útgerðinni losað sig við dallana sína á FJÁRHÆÐUM sem ekki höfðu sést og hvert fór þetta svo jú menn keyptu upp fyrirtæki í Reykjavíkinni, húsnæði og allan pakkann. Þarna hófst þetta allt saman og voru ekki bankarnir keyptir að stórum hluta með kvótagróða ???? Við þurfum að finna sanngjarna lausn á þessu og VIÐ ÞURFUM AÐ FARA EFTIR ÁLITI MANNRÉTTINDANEFNDARINNAR STRAX en þá kemur Friðrik J. hágrátandi í fjölmiðla og allir eiga að vorkenna þessum greyjum og jafnvel fella niður skuldir þeirra. Nú er ég að verða reiður andsk. .................. best að hætta. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.1.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Tóti ég held að það mætti nota nánast hvað sem er í staðinn fyrir kvótakerfið svo meingallað er það fyrirbrigði. Hvað skildi Friðrik J. nota mörg baðhandklæði á dag til að þurrka tárin?

Hallgrímur Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband