lau. 3.1.2009
Gerrard er frábær leiðtogi í frábæru liði
Þessi mikli snillingur sýndi okkur í dag úr hverju hann er gerður. Í lok leiksins fengum við að sjá hvers vegna þessi snillingur er frábær fyrirmynd annarra í boltanum. Að gefa boltann á Torres sem gat að vísu ekkert annað en skorað er eitthvað sem flestir gera ekki og sérstaklega ekki þegar þeir sjálfir eru í dauðafæri.
Annars var Peston að spila nokkuð vel á köflum og ég var eiginlega handviss um það á tímabili í seinnihálfleik að þeir myndu jafna. Finnska varnartröllið Hyypia og ljúflingurinn Carragher sáu um þann hluta og hleyptu engu í gegn að venju.
Góðar stundir.
Riera og Torres tryggðu Liverpool sigur á Preston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Erum og verðum bestir - engin spurning.
Sigurður Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 21:06
Til hamingju með ykkar menn púllarar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.1.2009 kl. 22:00
Gerrardinn á allt hrós skilið og hann verður örugglega ekki settur í neinn röndóttann búning þetta árið. Liverpool eru í flottum gír og ég er farinn að trúa á titla þetta árið en maður spyr sig. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 3.1.2009 kl. 22:43
Dóra okkar menn eru flottir...
Akkúrat SISI
..... Takk Högni.
Tóti Það verður enginn settur í röndóttan búning þetta árið hjá Liverpool.
Hallgrímur Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 22:58
Ditto! Og svo elskar hann: http://www.youtube.com/watch?v=sjt0av-GWak eins og ég.
Áfram Ísland og Áfram Liverpool!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.1.2009 kl. 23:22
Menn mega nú ekki alveg pissa í buxurnar líka þó þeir hafi verið búnir kúka í sig eftir að drykkjusvolinn gekk berserksgang í byrjun vikunnar.
#1 enginn heilvita maður heldur í alvöru að Geirharður fari í fangelsi fyrir eina tönn í MAN UTD manni. Það er skiljanlegt að vinir hans missi þvag þegar hann lendir í útistöðum við MAN UTD mann og þeir ráðist á viðkomandi í smærri og stærri hópum eftir að þeir urðu vitni af því þegar Anderson pakkaði honum saman hér um áríð í sínum fyrsta leik gegn lúserpúl svo eftir var tekið.
#2 Geirharður er góður fótboltamaður þó hann sé hræsnari hinn mesti, hann er reyndar enginn fyrirliði og hef ég rakið þau rök margoft. Hann lætur ekki smá barklúður dreifa fókusnum þannig að hann geti ekki spilað sinn leik, skárra væri það nú, Halló hann kom til greina sem fyrirliði landsliðsins en varð að sjálfsögðu að láta í lægra haldi fyrir Rio og Terry sem báðir eru um margt merkilegri en geirharður greyið.
#3 Það er spurning hvort að Rooney eigi ekki að taka Geirharð að sér í reiðistjórnun en ekki öfugt.
Annars var gaman að sjá til Preston manna í gær, þeir voru síst verri aðilinn í þessum leik og ótrúlegt að sjá neðrideildarlið halda uppi jafn mikilli spilamennsku og raunin var. Púllarar heppnir að fá ekki mark Preston manna dæmt got og gyllt og greinilegt að þetta Preston lið er á liðinu upp um deild í vor ef þeir halda áfram svona.
Púllarar áttu sín móment í þessum leik, en það voru mest neglur utan af velli sem ávalt er gaman að sjá en eru oftar en ekki árangurslitlar.
Ólafur Tryggvason, 4.1.2009 kl. 15:09
Ég er nú ekki vön að eltast við tittlingaskít, en Ólafur er ekki rétt að segja að maður kúki á sig, en skíti í brækurnar.
Ef ég les rétt í commentið hjá þér, sem ég tillæt mér að svara, þá ertu Chelsea maður og það er nú gott.
Geirharður er flottur fyrirliði og sínir það best með því að halda upp á Phil Collins. Maður lætur ekki einhverja MU hálvita ráða hvað sett er á fóninn, þrátt fyrir að þeir séu plötusnúðar.
Legg til að þú skoðir myndbandið sem ég setti linkinn á hér að framan.
Vonandi er meltingin góð hjá þér eftir þessa áthátíð sem nú er að líða frá.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.1.2009 kl. 17:25
það er nú bara þannig að það er enginn munur á kúk og skít þegar lúserpúl á í hlut.
Ýmislegt hef ég nú verið kallaður í gegnum árin en Chel$ký maður hef ég aldrei áður verið kallaður og er það nýtt og vona ég að ég verði ekki kallaður það aftur.
Hvað tónlistarmannin varða þá snýst þetta ekki um gæði hans heldur yfirgang fótboltamannsins ofmetna. Eins og ég segi enn og aftur þá er þessi fyrrum Everton maður góður knattspyrnumaður en enginn fyrirliði, það eru aðrir Everton menn í Liverpool liðinu sem væru að mínu mati margfallt betri fyrirliðar sbr Carra.
Myndbandið sem þú vísar í er ekkert sérstaklega gott enda barn síns tíma en lagið er fínt. :o)
Ólafur Tryggvason, 4.1.2009 kl. 20:29
Vaaaaaaaaaaáá! Gaman hjá mér. Ég náði þér Ólafur Tryggvason
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.1.2009 kl. 21:00
UUUUUUUU, leyf mér að hugsa - nei - HAHAHAHA, en ef þér líður betur þá máttu halda það :oþ
Ólafur Tryggvason, 4.1.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.