Rekstrarfé deCode uppurið?

Á textavarpinu er þessi frétt og það er eins og þetta sé smáfrétt sem skiptir 
ekki nokkru máli. Hver skyldi ástæðan vera fyrir því? Er það ekki í tísku að 
tala um fyrirtæki þar sem eigendurnir eru stórvinir höfðingjans í Svörtuloftum
og fleiri stórlaxa í pólitíkinni. Svo virðist sem enn eitt gæluverkefni 
íhaldsins sé að líða undir lok og ef einhver man svo langt aftur þá hefur stór
hópur fólks tapað aleigunni á drulluplottinu sem var í kringum markaðssetningu
á þessu gæluverkefni. Það meira að segja stóð til að gefa deCode 20 milljarða
ríkisábyrgð sem að sjálfsögðu hefði lent á okkur að borga, hvað annað?
Hér fyrir neðan er svo fréttin eins og hún var birt á textavarpinu. 
_slensk_erf_agreining_763604.jpg 
 Rekstrarfé deCode var uppurið nú um    
áramótin samkvæmt því sem Kári
Stefánsson, forstjóri, fyrirtækisins
sagði á hluthafafundi 7. nóvember. Kári
sagðist þá vera að vinna að lausn og
ætlaði að kynna um hana tveimur vikum
síðar.

Gísli Árnason, upplýsingafulltrúi
fyrirtækisins, sagði að
samningaviðræður stæðu enn yfir og ekki
stæði til að loka fyrirtækinu. Þá þætti
honum ólíklegt að fyrirtækið flytti úr
landi. Kári Stefánsson gaf ekki kost á
viðtali. Frétt lýkur.
Góðar stundir. 

mbl.is Dow Jones yfir 9 þúsund stig á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nú ekkert vandamál ef skilanefnd bankaranna er jákvæð.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hva? Ertu með gamla Brother ritvél og tippex? deCode var einhver mesta svikamylla Íslandssögunnar. Menn lugu því í fólk að þeir væru með mesta tækifæri sögunnar í höndunum, seldu grimmt og stungu aurunum í vasann. Ef minnsti sannleikur hefði verið í því sem þeir sögðu hefðu þeir ekki tímt að selja. Það var algengt á þessum árum að ljúga upp verðmæti á fyirtækjum þó ekkert væri eins stórtækt og deCode.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góður Siggi.

Ég hef ekki glæru um af hverju þetta kom svona Víðir, Það var og er enn algengt að fegra verðmæti fyrirtækja en þetta er með því grófara sem gert hefur verið.

Einhvers staðar hefðu menn verið settir í steininn fyrir svik en hér, nei hér eru menn verðlaunaðir fyrir verkin og því stærri sem svikin eru því meir er mönnum hyglað.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband