Nýárs kveðjunum byrjað að rigna inn

Það er frekar kaldhæðnislegt að nýja árið byrji með svona kveðju frá apparati í eigu ríkisins, eða réttara sagt (allra landsmanna)

Á meðan veruleikafyrt ríkisstjórn situr sem fastast og skilur ekki þegna sína byrjar árið með boðskap um auknar álögur til handa heimilunum í landinu. Já góðir Íslendingar í gær máttum við horfa upp á í beinni útsendingu á Stöð 2 þá ólguna sem er undirliggjandi í þjóðfélaginu.

Í dag fáum við síðan skilaboð um að við skulum borga meira eftir stjórnlaust sukk ríkisins með almannafé. Eftir þetta svo kallaða góðæri og uppgangstíma sem messaðir hafa verið ofan í lýðinn á tyllidögum kemur í ljós að öll stjórn ríkisins í fjármálum er undir sama hattinum, hatti óstjórnar með framtíðarsýn upp á heilan hálftíma.

Við megum borga og borga endalaust fyrir gæluverkefni og hálfvitagang ráðamanna sem sjá ekkert annað en ál sem framtíðarsýn samfélagsins. Mín krafa er einfaldlega sú að þessi orkufreki iðnaður sem öllu á að redda í landinu borgi það orkuverð sem dugar til að borga niður fjárfestingabrjálæðið sem fór í gang til að skaffa þeim orku til framleiðslunnar.

Getum við almenningur í landinu gert samninga við RARIK að orkuverð til heimilanna tengist afkomutölum heimilanna svona almennt og horft sé til kaupmátt hvers og eins sem orkuna kaupa? Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að Páfinn afneiti trúnni og það frjósi í helvíti áður en svoleiðis lúxus verði í boði fyrir þegna þessa lands.

Ef hlutirnir eiga eitthvað að breytast í þessu landi þá þarf að bera stjórnvöld með valdi frá stólunum og taka til á víðum grundvelli eftir spillingarstefnu undangenginna ára.

Við eigum ekki að láta örfá gjörspillta og veruleikafyrta pólitíkusa hrekja okkur á vergang og í versta falli úr landinu okkar, við kusum þá ekki til þeirra verka. Ef okkur þessum venjulegu þegnum mistekst í okkar vinnu þá þurfum við að axla ábyrgð á því, pólitíkusar eru ekkert öðruvísi og ber skilyrðislaust að axla ábyrgð á sínum axarsköftum. Það er hin eðlilega krafa í virku lýðræði, eða höfum við það ekki?

Góðar stundir.


mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband