fös. 26.12.2008
Ég er sennilega stoltari en
gamli baráttujaxlinn Sammy Lee sem á sínum tíma sló rækilega í gegn með þessu frábæra liði. Við erum á toppnum og verðum það einnig í lok tímabilsins, um það eru engar deilur á þessu heimili enda hefur konan ekki hundsvit á fótbolta og báðar stelpurnar halda að sjálfsögðu með Liverpool....
Hvað gerir maður ekki fyrir konuna? Klukkan fimm mínútur í leik kemur þessi dúlla og bað mig um að skreppa með sér í Zik Zak og verðmerkja allt heila helvítis draslið sem er í boði í sjoppunni, það á jú að byrja útsala á leppunum á morgun....
Segir maður nei við konuna þegar hún biður svona ljúflega um smá aðstoð? Nei ekki ég, en ég hefði samt frekar kosið að henni hefði dottið í hug að ryksuga eða biðja um aðstoð viða að brjóta saman þvott, skúra eða eitthvað annað viðvik á heimilinu.
Nei mín veit hvernig hún nær mér frá helgistundum sem þessum þegar frábærasta lið allra tíma sínir sínu bestu hliðar og beinlínis sendir þau skilaboð til andstæðings síns að best sé að hafa sig hægan annars fer enn verr en komið er...
Að sjálfsögðu sett ég myndlykilinn á upptöku og dýrðarinnar skildi notið í botn þegar ég kæmi svo heim aftur. Með nýlagað kaffi og slatta af súkkulaði hallaði ég mér aftur í sófann með kvenlegri mýkt og nú skyldi helgistundarinnar notið í botn....
Þetta byrjað vel og strákurinn sveif um í algleymi enda staðan orðin 1 - 0 eftir tuttugu og eitthvað margar mínútur og yfirburðirnir algjörir. Skyndilega varð skjárinn svartur, ég brotlenti í sófanum og vaknaðu upp við vondan draum, það var ekki meira pláss á harða diskinum.... hann var fullur af einhverju jóla jóla jarmi sem verður örugglega endursýnt á næstu jólum...
Ég hef sagt það einhvern tímann áður að ég er húsbóndinn á heimilinu og tek upp á því annað slagið að taka sjálfstæðar ákvarðanir, fellihýsið er klárt fyrir utan og það gistir einhver þar...
Góðar stundir.
Sammy Lee: Stoltur af liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Jæja. Til hamingju samt. Ein spurning. Var það konan sem sagði þér að halda með Liverpool? Þú virðist ekki fullkomlega ánægur í þessu umhverfi.
Víðir Benediktsson, 26.12.2008 kl. 20:48
Takk félagi, nei ég tók þá ákvörðun sjálfur þegar ég var 10 ára, ég er alveg himinlifandi glaður í þessu umhverfi enda staddur þar að fúsum og frjálsum vilja, er eitthvað hægt að misskilja þetta? Þetta var nett ábending um að svona móment eru heilög.... en auðvitað gerir maður nánast allt fyrir þessa elsku....
Hallgrímur Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 21:25
Til hamingju með þína menn Halli og njóttu, er á meðan er.
Fer maltið svona í þig?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.12.2008 kl. 21:48
Takk Högni ég nýt mín í botn þessa dagana.... Ég held að þetta fjandans malt sé þræl áfengur mjöður og ég sem er hættur að njóta svoleiðis veiga.... Laglegur andskoti, maður situr hér og bloggar blindfullur eins og einn ónefndur kjaftaskur er sagður gera í tíma og ótíma á fullum launum....
Til lukku með þína félagi.
Hallgrímur Guðmundsson, 26.12.2008 kl. 22:08
Það er vandlifað í henni veröld.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.12.2008 kl. 23:20
Liðið spilar glimrandi bolta, vinnur sannfærandi sigur með fullt af mörkum og þið Benides báðir fjarverandi?? Hvernig er það hægt?
S. Lúther Gestsson, 27.12.2008 kl. 04:31
Þetta var góður dagur með mappelsín á sófaborðinu og skjáinn við endann á sófanum, það var helst að mér gengi illa að hitta í öskubakkann en ég sullaði samt engu niður af mappelsíninu þó það hafi munað littlu á stundum en allt slapp þetta þó til í þetta skiftið.
Nú er leikur aftur á morgun er það ekki, má varla vera að því að horfa því ég er að fá dóttluna suður úr þessu spillingarbæli þarna á Agureyris, skil ekkert í því að hún vilji ekki vera í almennilegum skóla, nei frekar vill hún vera í þessum vaffemma, en hún um það ég ættla að njóta þess að fá hana í heimsókn (helst plata hana til að horfa á leikinn með mér).
Sverrir Einarsson, 27.12.2008 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.