Rotta í skjóli stjórnvalda og DV

Hvernig má það vera að DV tekur þátt í því að hylma yfir með þessum rottum sem gerðu þjóðina nánast gjaldþrota?

Reynir Trausta hvítþvær sig náttúrulega af þessu en hér fyrir neðan er fréttin sem mátti ekki koma fyrir sjónir almennings.

Greinin sem var stöðvuð

Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kom sér fyrir á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði Landsbankans á Pósthússtræti fyrir nokkrum dögum. Þetta staðfestir hann við DV. Hann segist ekki vera að vinna fyrir bankann, heldur sjálfan sig. 
Aðspurður um það hvaða starfsemi fari fram á skrifstofunni segist hann vera að koma á fót litlu ráðgjafafyrirtæki. „Sko. Það sem ég er að reyna að sjá er hvort maður eigi möguleika á því að vinna ráðgjöf fyrir hina og þessa. Maður er að reyna að búa sér til vinnu,“ segir Sigurjón og bætir því við að hann vilji helst halda því fyrir sjálfan sig hvað hann ætli sér að gera með fyrirtækið.

Leigir af Landsbanka

Sigurjón leigir skrifstofuna af Landsbankanum. Hann segir þó að Landsbankinn hafi leigt húsnæðið af fyrirtæki sem eigi fasteignir út um alla borg. Hann segir skrifstofuhúsnæðið vera tómt og að verið sé að yfirgefa skrifstofur Landsbankans í húsnæðinu. „Þetta er allt meira og minna tómt núna,“ segir hann.
Blaðamaður DV heimsótti húsnæðið í gær. Á fjórðu hæðinni, fyrir ofan nýja skrifstofu fyrrverandi bankastjórans, voru skrifstofur Landsbankans en þar var ennþá starfsemi í gangi. Þegar Sigurjón var spurður út í þetta sagði hann; „þá er bara ekki búið að færa það. Annars veit ég það ekki nákvæmlega. Ég held að það eigi að leigja þetta út fyrir einhverja nýsköpunarstarfsemi,“ segir hann.

Vonast eftir verkefnum

Sigurjón segir að hinar og þessar deildir Landsbankans hafi verið í húsinu. Hann vill þó ekki fara nánar út í það. Á skilti sem er á veggnum fyrir utan dyr húsnæðisins kemur fram að á þriðju hæðinni, þar sem skrifstofa Sigurjóns er, sé lögfræðisvið bankans staðsett. Þegar hann er spurður hvort að hann sé byrjaður að gefa Landsbankanum ráðgjöf svarar hann; „já ég ætla að vona að ég geti fengið einhver verkefni þar eins og annars staðar. Að sjálfsögðu.“
Hann tekur fram að það geti vel farið svo að að hann komi að einhverjum verkefnum til aðstoðar bankanum. Aðspurður um það hvort að hann hafi átt bréf í bankanum segir hann svo ekki hafa verið. Sigurjón segist undanfarið hafa skráð niður það sem gerðist í aðdraganda hrunsins til þess að það lægi fyrir og til að tryggja að menn hafi réttar upplýsingar. „Ég er auðvitað alltaf boðinn og búinn til að hjálpa Landsbankanum. Ég er alltaf tilbúinn til þess að gera það,“ segir hann að lokum.
Jón Bjarki Magnússon,
fyrrverandi blaðamaður á DV"
 

 Góðar stundir.


mbl.is Frétt DV stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þeir sjá um sína eins og venjulega. Sárgrætilegt er það nú samt að þjóðin þurfti nánast að verða gjaldþrota svo augu almenning opnuðust fyrir þessu andskotans drullumalli sem svo undantekningarlaust lendir á almenningi að borga.

Það eru því miður enn til einhverjir sem trúa bara því besta og íhaldið sé í rauninni flokkur alþýðunnar, mikil verður brotlendingin sár þegar þessi 15 til 20% sem enn styðja þessa spillingu sjá hverslags bandalag þetta er og fyrir hverja.

Það sem þú telur upp þarna Tryggvi kemur ekkert á óvart, eina sem kæmi á óvart hjá þessu liði er að ef svo ólíklega vildi til að einhverjum dytti til hugar að axla ábyrgð og hypja sig frá kötlunum.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.12.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það verður einhver minnimáttar látinn gossa svo réttlætinu verði fullnægt. Andskoti fór drengurinn illa með Reyni, tók upp samtalið og Reynir nýbúinn að senda frá sér yfirlýsingu sem var haugalygi frá upphafi til enda.

Víðir Benediktsson, 15.12.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já traust tekur tíma að vinna, en örskot að tap......endanlega í þessu tilfelli.

Sverrir Einarsson, 16.12.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband