Það borgar sig að halda kjafti

og ætti maður að biðja alla auðmjúklega afsökunar ef svo óheppilega vildi til að mér hafi orðið það á að segja eitthvað óviðeigandi um einhvern á þessari síðu?

Hvað veit maður hvernig hlutirnir virka? Þessi hér og margir fleiri eru grillaði á sér Íslenskan hátt og eins og venja er fást engi svör hvað þá heldur skýringar.

Ég hef hugsað um það í smástund hvort ég ætti ekki að koma með viðbjóðslega smeðjulega og allt að því hommalega afsökunarbeiðni til, ég veit ekki hverra og loka svo síðunni tveimur dögum seinna.

Það mætti byrja upp á nýtt með nýju nafni og kennitölu. Alveg er ég viss um að sú síða myndi flokkast undir kristileg skrif og góðmennskan ein höfð að leiðarljósi þegar talað yrði um Hafró, Líú, stjórnvöld og fjárglæframenn sem skuldsettu okkur fyrir örfáar evrur.

Já hvítþvotturinn er einfaldari en ég hélt í upphafi og ekki nokkur vandi að skapa sér flott orð og velvild allra enda nýr og betri ritstjóri með sama andlitið á síðunni, sama lyklaborðið og sömu hugmyndirnar.

Á meðan þessar vangaveltur veltast um í kollinum verður haldið sama dampi og áfram reynt gleðja lýðinn með nærgætnum athugasemdum mínum og allt að því kvenlega settlegu orðavali um daginn og veginn. Sem sagt engar breytingar að sinni enda engin kreppa í kolli síðuritara og ef eitthvað er þá spretta hugmyndirnar upp sem aldrei fyrr og orðaforðanum vex ásmegin.

Góðar stundir.


mbl.is Mótmælin breiðast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband