þri. 9.12.2008
Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu?
Spyr sá sem ekki veit. Mitt hlutverk hefur snúist um að finna þessi kvikindi og drepa með nokkuð góðum árangri. Nú mega menntaspenarnir greina þetta með allri sinni visku og ef niðurstaðan reynist vera yfirvofandi hætta þá kemur til kasta þekking og viska sjómannsins við veiðar áður en allt hrynur engum til gagns.
Góðar stundir.
Ýsa greindist með sömu sýki og síld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 3484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Veður og sjólag
- Belgingur
- Bracknell veðurkort
- Sjávarföllin á Íslandi
- Fiskmarkaðir
- Rafröst Akureyri
- Blogg gáttin
Áhugaverðar síður
Bloggvinir
- Huld S. Ringsted
- Arna Rut Sveinsdóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Víðir Benediktsson
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Ásta Hafberg S.
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eiríkur Guðmundsson
- Grétar Rögnvarsson
- Götusmiðjan
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gísli Guðjón Ólafsson
- Jón Kjartansson SU-111
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þorleifur Ágústsson
- Mummi Guð
- Reynir Elís Þorvaldsson
- Sverrir Einarsson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ólafur Tryggvason
- Jón Kristjánsson
- Rannveig H
- Davíð Þorvaldur Magnússon
- Þórbergur Torfason
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Grétar Mar Jónsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Hólmdís Hjartardóttir
- gudni.is
- Jón Snæbjörnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Öll lífsins gæði?
- Albert Þór Jónsson
- Guðbjörn Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Brattur
- Jónas Jónasson
- Ársæll Níelsson
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Birgir Örn Hauksson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Einar Vignir Einarsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- mannréttindabrot
- Vefritid
- Púkinn
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ólafur Þórðarson
- Guðjón Ingólfsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Himmalingur
- Tryggvi Helgason
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Byggir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- viddi
- Óskar Helgi Helgason
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Steingrímur Helgason
- S. Lúther Gestsson
- Samtök Fullveldissinna
- S. Einar Sigurðsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Sæll Halli, alveg rétt, það ÞARF að veiða eins og Starri í Garði sagði við mig einu sinni.
Það eru allir fiskar með sníkjudýr bakteríur eða sjúkdóm, alls staðar, alltaf. Spurningin er hvort hann brýst út. Það gerist oft við aukið álag, stress, eins og t.d. hungur og vanlíðan. Þetta mátti oft sjá í fiskeldisstöðvunum meðan þær voru og hétu. Þegar fiskurinn fór að drepast, var það fræðilegt spursmál hvort hann dó úr sjúkdómi eða illri meðferð og vanþrifum.
Hér um árið þegar 83- og 84- árgangar þorsks vesluðust upp úr hungri og ég kenndi um vanveiði, sagði Jakob að ekki hefði orðið vart við dauðan fisk á miðunum! - Eru menn annars að finna dauða síld eða ýsu? Eða rjúpu eða lax? - Nei, það er allt étið sem fellur til í náttúrunni.
Jón Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 10:31
Ég veit það ekki en þessi sníkjudýr þurfa víst að lifa líka eins og önnur sníkjudýr (hverju nafni sem þau nú nefnast)?? Ég segi nú bara það væri eftir ástandinu að fiskurinn okkar yrði ónýtur til manneldis og þá er nú líklega fokið í flest skjól.......
kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 9.12.2008 kl. 10:40
Ég vil láta veiða meira, þá verða færri fiskar um meira æti og ná betur að dafna. Meira fyrir færri fiska og við fáum á endanum yngri fiskinn stærri. Þetta er mín bjargfasta trú.
Og ef þessi snýkjudýr dafna við stress á fiskinum þá ættu þau að hverfa þegar fiskurinn hefur nægjanlegt æti fyrirhafnarlaust og óstressaður af hungri.
Sverrir Einarsson, 9.12.2008 kl. 10:47
Þá höfum við fleri báta um færri fiska... þú mátt ekkert gleyma því að við erum líka rándýr í þessari keðju... Ef þú veiðir meira af fisknum, þá leiðir það ekki til þess að við fáum allt í einu geðveikt stóra fiska. heldur bara aukningu í fæðunni hjá fisknum...
En reyndar æti það kannski að hafa slæm áhrif á sníkudýrin þar sem að sníkjudýr berast betur milli dýra í meiri þéttleika.... en það skiptir engu.
Þetta er samt léleg hugmynd. Þar sem að þú ert væntanlega að tala um að stór auka veiðarnar til þess að framboð fæðu fari eitthvað að breytast vegna þess að fiskistofnarnir eru orðnir svo fáir... Það er mjög heimskulegt, Maður veit líka aldrei hvaða gerist ef maður ætlar að hafa einhver áhrif á keðjuna. T.d. er fólk að tala um að fækkun á þorski hafi orsakað aukningu ífjölda ígulkerja, þar sem að þorskurinn borði þau þegar þau eru enn mjög lítill. þetta varð til þess að þau átu þaraskóga upp að miklu leiti. sem veldur því að þorsk seiði og önnur dýr misstu skjól fyrir rándýrum...
Þetta er ekkert svona einfalt... þetta myndi kannski virka eins og þú segir í fiskabúri, en ekki í hafinu. maður veit aldrei hvað gerist ef maður fer að fikta eitthvað.
hmms (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:48
Það er nú bara þannig Halli að við þurfum að hafa áhyggjur og vinna í okkar málum, sjórinn er hlýnandi með þeim afleiðingum sem það hefur með sér og við eigum að finna út hvort ekki séu aðrir stofnar á leið að sunnan hingað uppeftir og gleyma þorskinum.
Og setja meira púður í eldið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2008 kl. 15:52
Samt ekki þorskeldið,, sorry var of fljótur á mér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2008 kl. 15:53
Ég er ekki að leggja neitt til hmms (einkennileg nafnagift) ég er einungis að velta upp þeirri spurningu hvort við þurfum að óttast þetta í til dæmis ýsu og þorskstofnunum.
Ég þakka Jóni fyrir gott innlegg og það er alveg rétt sem hann segir við erum ekki að finna þá fiska eða fugla í massavís sem falla úr hor eða einhverri sýkingu nema með þeirri undantekningu sem er sjófuglinn og töku hvalir sem rekið hafa dauðir á land.
Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni sem vert er að skoða nánar, að mínu viti væri það algjörlega ábyrgðarlaust að gera ekki neitt og setja leppi fyrir bæði augun. Það sem sló mig svolítið í fréttinni er nákvæmlega þetta "Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, staðfesti þessar niðurstöður í gær. Hann segir að komið hafi verið með sjö eða átta ýsur og þær hafi verið sýktar. Þessir fiskar hafi fengist innarlega í Flóanum, utan hefðbundinnar veiðislóðar, og ekki sé ólíklegt að sýkti fiskurinn hafi leitað á grynnra vatn til að ná jafnvægi í seltubúskap nær ferskvatni"
Utan hefðbundinnar veiðislóðar, jæja ég segi nú ekki margt en segi þó þetta. Hvað er hefðbundið? það eru stöðugar breytinga þarna niðri og ef allir væru hefðbundnir í kollinum þá væri árangur við veiðar langt frá því að vera hefðbundinn.
Ég er alveg sammála þér Högni við eigum að hugsa meira um eldi hverskonar, er það ekki gamaldags að hugsa bara um eina tegund það má ala allan fjandann upp með árangri ef rétt er að hlutunum staðið? Það sem hefur vantað oft á tíðum eru nægilega vönduð vinnubrögð vegna tímaskorts og stafar það fyrst og fremst af því að skortur er á þolinmóðu fjármagni til verksins ekki satt?
Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 17:10
Það er rétt við eigum að skoða fleiri tegundir en þorskinn að mínu mati er þorskurinn ekki ELDISFISKURINN og að mínu mati eigum við alls ekki að stunda fiskeldi í sjó þ.e. í kvíum í sjónum.
Þær fiskeldisstöðvar sem við eigum hér á landi eru góðar og tilbúnar í að framleiða laxaseiði fyrir norðmenn og aðra kaupendur, þú vilt ekki heyra af þeim tilraunum sem hafa verið gerðar en Samherji stendur að þeim og hefur eitt töluverðum peningum í þær til að geta vonandi selt norðmönnum mörg seiði í framtíðinni og skaffað einhverjum vinnu.
Það er rétt að því miður þá var til nóg af peningum til að sukka með enn ekki til að setja í atvinnulífið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2008 kl. 19:18
Högni þótt ég hafi sterkar skoðanir á einhverju eða einhverjum þá er hausinn á mér galopinn fyrir mörgu og fiskeldi er eitt af því. Hvort Samherji er í þessu eða einhver annar er mér nokk sama um, eldið á ekki að líða fyrir það. Ég er alltaf tilbúinn í að heyra frá því sem vel er gert Högni, meira að segja þótt Samherja frændur eigi hlut að máli...
Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 21:36
Ég var nú bara að gantast, en Íslandslax er búinn að senda tvær ferðir af laxaseiðum til Noregs og allt sem bendir til að það verði framhald og aukning á því.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.