Þvílíkt rugl, hverju er verið að mótmæla?

Hvað er að fólki þarna fyrir sunnan? Hverju eru þið að mótmæla? Fer það eitthvað illa í ykkur að á daginn kom að við framleiðum ekki raunverulegt fjármagn með því að keyra nógu andskoti oft niður Laugarveginn eða sýna sig nógu fáránlega oft með Vísakortið í Kringlunni eða Smáralind með lokað fyrir skilningarvitin?

Hélduð þið í alvörunni að þjóðfélagið gæti rekið sig áfram með því að steindrepa landsbyggðina og byggja nógu helvíti mikið í borg óttans þar sem við á landsbyggðinni viljum alls ekki vera? Hélduð þið að handstýrðir hreppaflutningar á landsbyggðarfólki sem sá um að skaffa þessari þjóð það sem hún þurfti (gjaldeyri) til að lifa eins og siðmenntuð þjóð gengi upp?

Mikið djöfull getur máttur afneitunarinnar verði öflugur ef þið í alvöru trúðuð því að stærsta rán Íslandssögunnar færði þessari þjóð velsæld, ríkidæmi og virðingu á meðal alþjóðasamfélagsins.

Upphafið á hnignun samfélagsins hófst með kvótakerfinu sem svo seinna meir varð og er enn að einni stærstu svikamillu sem um getur í Íslandssögunni. Kvótakerfið, frjálst framsal og veðsetning aflaheimilda hefur leitt þetta þjóðfélag inn í eina þá dekkstu ógöngur sem þjóðin hefur nokkru sinni séð. Veðsetning á sameign þjóðarinnar (kvótanum) sem verið hefur í höndunum á því miður aðeins og mörgum mis vel þenkjandi mönnum er hvort sem einhverjum líkar eða ekki upphafið af þessum ósköpum.

Já gott fólk landsbyggðin var þessar þjóð í alvörunni nauðsynleg, þið hjálpuðu til við að drepa niður samfélagið með ótrúlegri meðvirkni auðvaldsins í útrýmingarherferð sinni um sjávarbyggðir landsins.

Öll varnarorð sem ég og margir fleiri sögðu voru túlkuð sem hvert annað röfl og öfundsýki út í kerfi (kvótakerfið) sem við höfðum ekki efni á að kaupa okkur inn í. Það var aldrei spurning um hvort við hefðum efni á því eða ekki, þetta var og er spurning um heilbrigt þjóðfélag sem lifir af því sem í boði er. Sjávarauðlindin er það sem við höfum lifað af og munum koma til með að gera um ókomna framtíð.

Eins og staðan er í dag þá er það nánast vonlaust að svo verði vegna þess sem ég vil kalla brjálæðið gegn landsbyggðinni í krafti gróðafíknar auðvaldsins og meðvirkni fólks sem stundum er kallað lopapeysu kaffihúsa spjátrungar. Á þessu bera stjórnvöld að sjálfsögðu stóra ábyrgð það gerið þið líka, þið kusuð þessa ónytjunga yfir okkur gjörsneydd allri heilbrigðri hugsun í kjörklefanum. Það vil svo einkennilega til að við berum ábyrgð á því sem við gerum í kjörklefanum.

Ég vil svo benda lesendum góðfúslega á að sýna háttsemi hér, öllu skítkasti í athugasemdum frá óskráðum verður umsvifalaust eytt og lokað á þá.

Góðar stundir.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við mótmælum aðför Íslenskra stjórnvalda að íslenskri þjóð. Við krefjumst afsagnar stjórnvalda.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:54

2 identicon

Sæll Halli

Ég lít reglulega á bloggið þitt, þú kemst yfirleitt svo vel að orði

Alveg er ég sammála þessari færslu þinni. Hélt reyndar að það kæmi ein setning í viðbót, allavega finnst mér hana vanta; "gott á ykkur" en svona segir maður ekki(hugsar það kannski bara).

Nökkvi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Ingibjörg SoS

Skrif þín hreyfa mjög svo við mér. Vildi að þú værir kominn hingað suður með dúndur ræðu á Austurvelli um þennan sannleik. Því það, hvernig landsbyggðin hefur verið svelt, kemur nefnilega all hrikalega niður á okkur hér fyrir "sunnan" líka. Kvótakerfið í dag, - á landi og sjó, lúmsk útrýming alls smáiðnaðar, .....og m. fl. - Dapurlegar staðreyndir.

Ingibjörg SoS, 29.11.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Haraldur Hansson

"Kvótakerfið varðaði veginn", var sagt á borgarafundinum um daginn og eflaust mjög mikið til í því. En ég get ekki séð að mótamælastöðurnar á Austurvelli séu eitthvað tengdar togstreitu milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Ef eitthvað er þá hafa þær raddir heyrst betur sem vilja nota þá uppstokkun sem framundan er til að færa "kvótann heim" þangað sem hann á að vera.

Fundirnir snúast um að virkja mátt fjöldans, svo you'll never walk alone. Sjálfur kem ég frá útgerðarbæ sem fór illa út úr kvótanum. Mótmælin á Austurvelli snúast um ósætti fólks við stöðuna í dag og vilja til að hafa áhrif á framvinduna. Ég mæti á mínum forsendum þó ekki sé ég alltaf sammála öllum ræðumönnunum.

Haraldur Hansson, 29.11.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála þér með kvótakerfið, en er ekki hæpið að stimpla alla reykvíkinga sem eitthvað borgarpakk sem var á fyllríi á kostnað harðduglegs sveitafólks? Allt sem gat klikkað klikkaði. Þar á meðal fjölmiðlar. Fólk var matað á bulli og það gleypti við því. Alveg eins og sumir gleyptu við stóriðjunni sem hinni einu sönnu töfralausn.

Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 13:28

6 identicon

Úff ... maður verður hálf hvumsa að lesa þvílíkan reginmisskilning.

Heldur þú virkilega að fólk sem mótmælir á Austurvelli sé að mótmæla því að geta ekki verslað óheft á lánakjörum í einhverri sýndarmennsku. Heldur þú að allir þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu séu einhvers konar hirð auðmanna? Heldur þú að fólk sem hefur tekið þátt í þessari vitleysu undangenginna ára sé það fólk sem fer niður á Austurvöll til að mótmæla?

Ónei! Þeir sem eru að mótmæla niðri á Austurvelli er fólk eins og þú, nákvæmlega eins og þú, sem hefur ekki verið mulið neitt undir en vill svo til að býr á suð-vesturhorni landsins. Fólk sem, þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í þeirri sýndarmennsku sem hefur sum staðar viðgengist, þarf nú að greiða fyrir syndir annarra.

Og hverju er þá verið að mótmæla? Er það ástandið? Er það auðmennirnir? Er það landsbyggðin?

Nei, það er verið að mótmæla viðbragðsleysinu og ríkjandi gildum. Það hafa afar fáir verið látnir taka pokann sinn til að skapa traust á þeim embættum sem þeir gegna, hvorki í stjórnkerfinu né í bönkunum. ÞAÐ er ástæðan.

Ef þú ert trúr þeim skoðunum sem þú viðhefur hér að ofan, þá fer þú á Austurvöll þegar þú átt næst leið í bæinn og tekur virkan þátt í mótmælunum. Þau eru ekki sérhagmunamál höfuðborgarbúa, heldur landsmanna allra. Reyndar hafa Akureyringar líka verið að láta til sín taka. 

Hvað varðar kvótakerfið ... þá er ég alveg sammála þér. Ég er svosem ekkert viss um að kvótakerfið sem slíkt sé endilega slæmt en frjálst framsal aflaheimilda var skelfilegt. Eðlilegra hefði verið að binda kvótann við byggðir svo fiskvinnslan og afleidd þjónusta hefði fengið hlutdeild í kvótanum en jafnframt að leyfa nýliðum að komast inn í greinina án þess að þurfa að kaupa kvóta. Ekki halda að þettakerfi hafi verið aðför höfuðborgarinnar að landsbyggðinni. Það var aðför Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að þjóðinni allri.

Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu höfum það ekkert betra en þeir sem búa á landsbyggðinni. Við höfum bara aðgang að meira vöruúrvali vegna stærðarhagkvæmni.

Með virðingu og vinsemd til allra landsmanna, hvar sem þeir búa,

Jóhann

Jóhann (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:31

7 identicon

Þeir sem mæta á útifund á Austurvelli eru þeir sem fussað hafa í tíu ár en ekki hefur verið hlustað á þá. Fólkið sem hefur verið á móti einsog þú. Ég er á leiðinni á útifund því ég ætla ekki að sitja fyrir framan tölvuna og kenna hinum og þessum um (hvað þá almenningi). Ég bý á Laugarvegi, geng hér niður daglega, ég elska borgina mína. Ég er frá Borgarfirði Eystri, ég elska sveitina mína. Mér þykir miður hnignun Borgarfjarðar sem útgerðar-sveitafélag og hef alltaf litið döprum augum á draugabæinn minn fyrir austan. Nú geng ég niðrá Austurvöll því nú er tíminn fyrir breytingar, fyrir að segja nóg komið, eitthvað sem við áttum að segja fyrir löngu. Það er ennþá verið að reyna að blinda okkur með því að segja t.d. að við getum sjálfum okkur um kennt. Ég er ung kona sem mótmælir fyrir betri framtíð, góðum gildum, mér er sama þótt hinir kusu græðgi og eyðingu yfir sig og létu dópa sig upp og deyfa sig með tíu árum af kóngalífi. Þú ert bróðir minn í hneykslun okkar á kubbasamfélagi. Ég geng nú á Austurvöll og mótmæli, fyrir betri framtíð, gakk þú líka og mótmæl framferði almennings ef þú vilt, láttu íslenska þjóð muna að aldrei aftur......

en ekki gera ekki neitt....

kv. Ásta Kristín nemi og listakona

Ásta Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Halli minn, er það ekki nákvæmlega þetta sem bæði ég og þú og fleiri höfum verið að benda á í mörg ár af veikum mætti?  Meira að segja fyrir kreppu. Umræða um kvótamál hefur þótt hallærisleg undanfarið og liðið misst bæði sjón og heyrn og lofsungið kauphallarviðskipti. Vaðið inn í bílaumboð, labbað út með nýjan Range eða Land Cruiser á myntkörfulánum og allir sáttir. Þeir sem hafa bent á glapræði veðsetninga aflaheimilda hafa hingað til verið sveitó bjálfar sem aka um á skuldlausum Skoda eins og ég. En þar sem ég er ekkert sérstakur tungumálamaður skil ég ekki þessa setningu "you'll never walk alone" En mig grunar að þetta sé eitthvað mjög ljótt. Vertu ekkert að þýða þetta fyrir mig. Ég er viðkvæm sál.

Víðir Benediktsson, 29.11.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Ingibjörg SoS

Má til að bæta við, Hallgrímur, að ég er þessum skrifum hér að ofan sammála. Skynjaði þetta, en ákvað að sleppa að tjá mig. Aðrir hafa nú séð um það. Ég skora á þig að kasta reiði og beiskju aftur fyrir þig og átta þig á að þín er þörf einmitt nú. Stundum þurfum við að sætta okkur við orðinn hlut. Hugsa; "við gerðum okkar besta en fór sem fór, - hvað getum við gert í stöðunni nú"! Það er hér og nú sem skiptir máli.

Ingibjörg SoS, 29.11.2008 kl. 14:01

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er heilmikið til í þessu hjá þér, Hallgrímur. Enda ýtir pistillinn þinn greinilega við fólki. Það er margt í fortíðinni sem þjóðin má skammast sín fyrir, ekki síst kvótakerfið og andvaraleysið gagnvart því.

Kveðja.

Jóhannes Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 14:04

11 identicon

Eitthvað hefur skolasti í höfðinu á þér félagi.  Þegar kvótinn var settur á var töluverð útgerð frá Reykjavík og Hafnarfirði.  Svo er ekki lengur, kvótin fór út á land.  Sala útgerðarhluta Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar til Akureyrar var upphaf Samherja.  Kvótinn var ekki afhentur kaffihúsa-lopapeysu-visakortavitleysingum á höfuðborgarsvæðinu, hann var afhentur landsbyggðarmönnum, sem síðan seldu hann öðrum landsbyggðarmönnum. Svo fluttu þeir suður og lifa á fjármagnstekjunum og borga ekki útsvar en njóta þjónustu bæjarfélaganna fyrir sunnan.  Ykkur er velkomið að fá þá aftur ef þið viljið.

Svo voru það ekki "við" sem kusum framsókn, sem kom kvótanum á og gaf banka og tryggingafélög til útvaldra, það gerðuð "þið". 

bjarni (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:10

12 Smámynd: corvus corax

Kvótakerfið er sköpunarverk þeirra stjórnvalda sem nú ríkja og forvera þeirra og skoðanabræðra. Hverju er verið að mótmæla??? Það er verið að mótmæla því að þeir sem þjóðin kaus til að fara með stjórn ríkisins reynast ekki færir um að stjórna þannig að hag allra sé gætt. Stjórnvöld gáfu vinum sínum og flokksbræðrum ríkiseignir eins og bankana, SR mjöl, Landsímann og mörg fleiri arðbær ríkisfyrirtæki sem lögðu fé ásamt skattgreiðendum í sameiginlegan sjóð allra landsmanna. Þessir vinir og flokksbræður trylltust af græðgi og spiluðu þannig rassgatið úr buxunum að almenningur sem átti ríkisfyrirtækin sem gefin voru, situr núna uppi með tjónið og engar arðbærar sameiginlegar eignir til að leggja til skattfé almenningi til heilla. Bankahrunið og þjófnaðurinn þar eru hreinir smámunir hjá gjafakvótanum sem safnast hefur á hendur örfárra manna og þar með lagt heilu byggðarlögin í rúst. Þessu öllu er verið að mótmæla. Við viljum að glæpalýður einkavæðingarinnar verði látinn sæta ábyrgð, bæði þjófarnir og stjórnvöld sem leyfðu þessu að gerast og jafnvel létu þetta gerast. Þar trónir hæst mesti glæpamaðurinn, einræðis-valdasjúklingurinn geðveiki í Seðlabankanum og félagar hans í sjálfstæðisflokknu, framsóknarflokknum og samfylkingunni. Við krefjumst þess að allar auðlindir þjóðarinnar verði í ævarandi þjóðareign, staðfest í stjórnarskrá með ákvæði sem aldrei má breyta og arður af þessum auðlindum verði nýttur í þágu þjóðarinnar allrar en ekki örfárra manna sem braska með þjóðareignir eins og sínar einkaeignir. Ný stjórn skal hafa það sem fyrsta verk að þjóðnýta fiskikvótann án bóta til glæpahyskisins sem búinn er að braska með aflaheimildir undanfarna áratugi. Þessir glæpamenn borguðu ekkert fyrir kvótann og eiga engar bætur að fá! Mótmælin felast fyrst og fremst í því að þjóðin getur ekki sætt sig við að örfáir græðgissjúklingar njóti einir góðs af sameiginlegum auði þjóðarinnar og láti svo almenning borga brúsann þegar þeir klúðra málunum og skíta í brækurnar. Til þess að svo megi verði þarf nýja ríkisstjórn, nýja stjóra í allt bankakerfið og úthreinsun á skítnum sem gróið hefur veggfastur í embættismannakerfinu og þar trónir rotþróin hæstiréttur yfir öllu saman. Þetta skal takast ...með góðu eða illu!

corvus corax, 29.11.2008 kl. 14:16

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er verið að mótmæla að glæpahyski það sem stýrir landinu sitji enn að völdum. já, Víðir viðkvæm sál? :) 'eg held að hann sé hörkutól eins og flestir skipstjóra sem ég hef hitt. Það væri ekki svo vitlaus hugmynd að fá eintóma gamla skipstjóra sem tækju við allri stjórn landssins. Þeir eru skynsamir og ekkert viðkvæmir eins og Víðir segir. Ég var vélstjóri mestan hluta þeirra 10 ára sem ég var á sjó. Búin að rífast við marga fiskiskipstjóra, enn það var nú oftast út af einhverju sem vantaði í vélarrúmið og þeir fóru samt í róður og svo varð maður að lappa upp á lélegar dælur og hvaðeina. Kallinum í brúnni bera allir sjómenn virðingu fyrir. Þeir voru "einræðisherrar" og ég man aldrei eftir neinum sem ekki var með góðu viti. Svo hætti ég á sjó og fór á fragtara hjá Eimskip. Ameríkusiglingar. Það kallast víst ekki að vera á sjó, eða gerði ekki þá. Skipstjórinn á Tungufossi setti ballestinna upp í mastur svo það fór sem fór. Hann hefði aldrei fengið vinni sem fiskiskipstjóri sem ættu að stofna samtök og láta til sín heyra í íslenskri pólitík. Það vantar skynsamt fólk í að stýra þjóðarskútunni. Að ekki sé búið að taka þetta kvótakerfi úr sambandi og henda verðtryggingunni er besta sönnun þess að valdhafar þessa lands ætla að hlda áfram að vera glæpamenn.

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 14:28

14 identicon

Hallgrímur Guðmundsson,
Nú ríður á því að Íslendingar standi saman alir sem einn í því verki sem framundan er
sem er ekkert minna en það að bjarga landi og þjóð. Varðandi útifundi í Reykjavík þá
verður þú að átta þig á því að fólk er örvinglað, óttaslegið og getur ekki séð núna
nákvæmlega orsakir ástandsins né rétta sökudólga. Fólk er fyrst og fremst að mótmæla
ástandinu.
Það er ljóst að upphaf þess ásatands sem við súpum nú seiðið af má rekja til kvóakerfisins,
þarsem auðlind Íslands var afhent fáum mönnum. bankakerfið og allt atvinnulíf landsmanna
var næst, og er því Ísland í heild nú í eigu örfárra manna, og það sem á að koma næst er það
að við skattgreiðendur borgum risavaxnar skuldir þessarra manna vegna fjármálaævintýris
þeirra í útlöndum. Og núverandi stjórnvöld og stjórnmálamenn hafa verið upp til hópa strengjabrúður
þessara sömu örfárra manna.
Nú ríður á því að stoppa með öllum mögulegum ráðum þessa svokölluðu auðmenn Íslands sem eru ábyrgir
fyrir þeirri stöðu sem Ísland er nú í. Frysta og þjóðnýta eignir þeirra og nota til þess að greiða þær skuldir í
útlöndum sem ekki verður komist hjá því að greiða. (Sparfjáreigendur í Hollandi og Bretlandi).
Næst er nauðsynlegt að hreinsa borðið gersamlega á stjórnmálasviðinu og ráða til starfa aðlila sem hafa
hreint borð og hafa ekki tekið þátt í spillingarsamfélagi síðustu ára.
Í því ferli sem framundan er munu hinar vinnandi stéttir Íslands sem hafa skapað raunveruleg verðmæti og
tekjur fá uppreisn æru. Ekki hvað síst mun landsbyggðin fá uppreisn æru.
Ég held að í framtíðinni muni markaðsdrifið hagkerfi áfram vera best til farsældar, þarsem frumkvæði og
möguleikar einstaklingsins séu í hávegum hafðir. Slíkt kerfi er hvetjandi og nýtir krafta einstaklinganna til
fulls. Hinsvegar er geginum ljósara að hinir siðlausu gerningar sem vaðið hafa hér uppi stjórlaust og eftirlitslaust
síðustu ár verða ekki liðnir. Stjórnlaus vald og auðsöfnun á fárra manna hendur verður ekki liðin.
Með þetta að leiðarljósi er hægt að byggja upp nýtt Ísland.
Baráttukveðjur,
Bjarni Hafsteinsson

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:38

15 Smámynd: Ingibjörg SoS

Asskolli margt hér hressilegt að lesa.  Takk! Og, Þetta VERÐUR einfaldlega að takast!

Ingibjörg SoS, 29.11.2008 kl. 14:50

16 identicon

Hæ hæ.

 Mig langaði aðeins að bæta hérna inn í þessa umræðu. Held kanski að ég hafi verið of seinn, þar sem svona margir voru búnir að kommenta, þá held ég að ekki allir nenni að lesa svona langt niður.

Mig langaði að gera smá athugasemd á gagnrýni ykkar á kvótakerfið. Mér finnst allt of margir vera reiðir út í þetta kvótakerfi okkar, og frjálst framsal sé að drepa allt. Kvóta kóngar sitji á þessum auðlindum eins og gull, og þetta sé þjófnaður frá þjóðinni og allt það.

Það sem mig langar að bæta hér inní að frjálst framsal er einn grundvöllur á því að þetta kvótakerfi okkar virki. Og auðvitað verðum við að vera með kvótakerfi, því einhvernveginn verðum við að takmarka aflaheimildir á auðlindum okkar svo við myndum ekki bara steindrepa allt það líf sem hér er í kringum okkur. Má ég líka benda á að þetta er enginn gjafakvóti sem menn eru með, að menn hafi fengið þetta gefins frá stjórnvöldum. 90% af kvótanum okkar hefur skipt um eignaraðild. Það sem kanski mér finndist mega setja lög um er eins og mér finnst mætti og ætti að hafa verið sett á fjölmiðla, um takmarkaða eignaaðild. Svo allur kvótinn/fjölmiðlar gætu verið á fárra manna höndum. Og þessi lög er ennþá hægt að setja á. Og talandi um frjálst framsal þá vita allir að fiskurinn í sjónum er alltaf á ferð, og ef fiskurinn er ekki lengur á stöðunum þar sem er verið að veiða hann, þá er fyrirstaðan fyrir því að gera út útgerð frá þeim stað brostin. Þess vegna verðum við að leyfa að selja kvótan. 

Ég vil líka bæta við þar sem kvótinn er eign þjóðarinnar, þá borga öll fyrirtæki sem veiða fiskinn í sjónum svokallað auðlindagjald sem rennur beint í ríkiskassan okkar, fyrir utan allan þann skatt sem þessi sjávarútvegsfyrirtæki greiða. Þessir peningar sem sjávarútvegsfyrirtækin okkar greiða hefur haldið uppi þjóðfélaginu okkar í áratugi.

Vildi bara bæta þessu við hérna, þar sem ég var orðinn leiður á þessu tali um að kvótakerfið væri svo slæmt. Ef einhver gæti komið með betra kerfi, sanngjarnt kerfi væru allir tilbúnir að taka það upp.

Bara þetta sóknardagakerfi sem menn vilja taka upp myndi drepa niður allt líf í sjónum við kringum okkur. Bátarnir myndu fara út og drepa allt sem þeir kæmust nálagt þessa daga sem þeir myndu fá að fara út, með risa troll og risa báta.

staðreindin er bara sú að betra kerfi er vandfundið. En ef einhver kæmi með lausn væru allir tilbúnir í að skoða það

kv. Ragnar

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:59

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég er með hugmynd um kvótakerfið. Banna það samkv. lögum! Setja ekkert í staðin nema ákörðun um hversu mikið má veiða. Púnktur.

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 15:06

18 identicon

Sæll Óskar

Mig langar þá að spurja þig; Hver verður þá hagkvæmnin í veiðum. Það verður að vera hagkvæmni í veiðunum. Ef það yrði bara sett lög um hvað mikið mætti veiða yrði kvótinn okkar allur veiddur á fyrstu dögum opnun kvótakerfisins okkar. Fæstir myndu vilja taka þátt í svoleiðis kerfi. Það er allavega mín skoðun.

Kv. Ragnar

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:13

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skjóta alla hvali og veiða sel eins og hægt er. Henda bara kjötinu eða gefa matin til fátækra landa. ´Hvalir éta 20 sinnum það sem fiskiflotinn fær leyfi til að veiða. Ég kalla það að vernda nytjafisk. Það myndi strax auka tekjur landsins. Hreinsa þessi skrýmsli ca. 100,000 hvali innan 200 mílnanna. Getur ekki verið einfaldara nema fyrir þá sem sleikja upp útlendinga, og það er nóg til af fólki sem gerir það. Hætta að láta Paul Eatson stjórna fiskveiðum á Íslandi..

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 15:24

20 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég vil byrja á því að þakka fyrir þessar athugasemdir, allar eru þær góðar og eiga fullan rétt á sér. Mest um vert finnst mér þó að umræðan hefur verið nokkuð málefnaleg og enginn misst sig í skítkast sem svo oft vill verða.

Það væri í sjálfum sér of langt mál að svara öllum hér en þó langar mig til að biðja Ragnar að benda mér á hagkvæmnina sem er í sjávarútvegnum í dag. Við skulum átta okkur á því að atvinnuvegur sem gerir ekkert annað en auka skuldir sínar getur varla talist hagkvæmur.

Að reyna að kenna hruni bankakerfisins og falli gjaldmiðilsins um það er afneitun á mjög háu og alvarlegu stigi. Löngu fyrir hrun krónunnar og fall bankanna voru skuldir sjávarútvegsins tröllvaxnar og nánast borðleggjandi að þær væri aldrei hægt að borga.

Annað kerfi en kvótakerfið má alveg taka upp og hefur verið á það bent, þeir sem áhuga hafa ættu að lesa þetta hér til enda. Þeir sem eru helst á móti þessu eru oftar en ekki þeir sem geta ekki hugsað þá hugsun til enda að brasklaust kerfi sé stórhættulegt og aðför að græðgis og auðvalds - aðlinum. Nánari rökfærslur fyrir svona kerfi get ég auðveldlega sett upp í nýrri færslu.

Auðvitað á að mótmæla en er ekki rétt að vita nákvæmlega hver er raunveruleg rót vandans sem við eigum í, veðsetning aflaheimilda mætti líkja við húsnæðisvöndlana sem eru að setja Bandaríkin á hliðina, hér köllum við þetta kvótavöndla og svo bættu við um betur, það voru gefnir út eins og enginn væri morgundagurinn húsnæðisvöndla. Einfalt en svona er þetta því miður.

Kisulóra, hvað hef ég gert af mér sem vert er að mótmæla?

Hallgrímur Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 15:45

21 identicon

ég hef nú lesið yfir þessa grein Hallgrímur, og eins og mitt álit kom fram hér áðan þá erum við ekki sámmála um sóknadagakerfið og verði svo að vera ... ég get ekki séð hvernig þetta kerfi yrði meira kerfi fyrir þjóðina. Þarna erum við að tala um sömu úthlutanir frá stjórnvöldum sem myndi skapa alveg sama skítkast og mótmæli frá þjóðinni eins og núverandi kvótakerfi. Eini munurinn er sá að menn sem hafa fjárfest í bátum myndu búa við þvílík óöryggi um hvort þeir myndu fá úthlutað sóknadaga það árið. Ég held og það er mín skoðun að þetta kerfi myndi bjóða upp á mikla spillingu frá stjórnvöldum við úthlutun. Nema að úthlutunin væru þannig að allir fengju þessa kvótadaga sem menn myndu sækja um, og ef þetta yrði hagkvæmt myndi allt fyllast hér af bátum og menn myndu berjast um að veiða síðustu fiskana sem væru hér við strendur. Menn myndu keyra verðið niður hver frá öðrum og hagkvæmni yrði sama og á veitingahúsum hér í Reykjavíkurborg. Menn myndu selja svart og hirða laun svart og svo fram eftir götunum.

Í sambandi við mannréttindanefndina sem sagði að þetta væri brot á mannréttindum þá sagði þessi nefnd að þetta væri brot á stjórnarskránni hjá okkur þar sem það stendur í stjórnarskránni að hverjum sem er ætti að vera kleyft að stunda þá atvinnu sem hann óskar sér. Eins skrítið og það megi hljóma þá gæti ég skráð mig sem læknir og ef einhver ætlaði að mótmæla því þá gæti ég kært það til mannréttindarnefndarinnar sem myndi fá út nákvæmlega sömu skýrslu og þeir gerðu við kvótakerfið okkar. Það sem þeir skylja ekki í þessari mannréttindarnefnd í brussel eða hvar það nú er sem hún situr, er að við búum við takmarkaðar auðlindir, öllum mönnum er leyft að veiða fiskinn í sjónum, bara ef sá einstaklingur hafi aflaheimildir til að veiða hann.

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:33

22 Smámynd: Víðir Benediktsson

90% af kvótanum okkar hefur skipt um eignaraðild

Ef þetta væri nú svona einfalt. Kvótinn er að mestu leiti enn í höndum þeirra sem fengu hann gefins. Hins vegar hafa þeir verið að selja hver öðrum og veðsetja til að fá peninga í braskið. Kaupa STOKE CITY og annað álíka gáfulegt. Svo hafa fyrirtæki verið dugleg við að skipta um kennitölu sem getur varla talist kvótasala þó svo  komi þannig fram í opinberum gögnum. Það átti engin kvótasala sér stað þegar HB og Grandi sameinuðust en til varð nýtt fyrirtæki HB Grandi. sömu eigendur. Þeir sem "eiga" kvótann eru búnir að veðsetja hann út úr eyrunum á sér og gera sjávarútveginn að skuldsettustu atvinnugrein í landinu. Allt til að eignast banka, þyrlur, einkaþotur og Range Rovera. Þetta er nú hagkvæmnin við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þá er ótalið að þessi aðferðafræði hefur haft  í för með sér að við erum að veiða þrisvar sinnum minna af þorski en í meðalári fyrir kvótakerfið.

Víðir Benediktsson, 29.11.2008 kl. 17:20

23 identicon

Jæja Víðir

Þeir sem fengu kvótann "gefins" voru þeir sem voru búnir að vera að veiða 3 árum áður en honum var útlutað. Svo það var ekki eins og "góðvinir" ríkisstjórnarinnar hafi fengið kvótan. 

Og þó að menn eigninst nú pening af atvinnu sinni þá er nú algjör óþarfi að stimpla heila atvinnu grein þó einhverjir hafi farið út í eitthvað brask að kaupa stoke og aðrar eignir. Talandi um þyrlur einkaþotur og range rovera. Þá veit ég ekki betur en að það sé einn ágætur maður úr vestmannaeyjum sem keypti sér þyrlu, sá maður átti líka Toyota umboðið á Íslandi. Það tel ég bara vera ríkan mann og vel af því kominn sjálfur. Einkaþotur, veit ekki til um að neinn sjávarútvegsrekandi eigi einkaþotu. Held reyndar að mest af þessu hatri sem þú ert að reyna að skapa á sjávarútvegsfyrirtækjum sé tilbúningur í hausnum þínum og öfund. Flest allir af þessum mönnum hafa veðsett húsin sín og allar eigur sínar til að kaupa kvóta. Það verður þá frábært ef þín sjónarmið kæmust í stjórn að þá yrðu stærstu eignum þessara fyritækja kippt undan þeim og þeir yrðu gjaldþrota. Mikið af fólki myndu missa atvinnu sína og það er eitthvað sem ekki er þörf á ofan á núverandi atvinnuástand.

þú talaðir um að við værum að veiða þrisvar sinnum minna af þorksi en í meðalári fyrir kvótakerfið. Afhverju ætli að það sé?? kanski út af því að allt í einu tókum við upp ábyrgt fiskveiðistjórnunarkerfi sem passaði að við gengjum ekki alveg frá kvótanum okkar. Þá er líka alveg hægt að stjórna nákvæmlega hversu mikið er veitt. Annað heldur en í sóknardagakerfi þar sem ENGA stjórn væri hægt að hafa hversu mikið yrði veitt.

Svo veit ég ekki betur en svo að þú hefðir alveg eins getað skuldsett þig til að kaupa banka, þyrlu, einkaþotur og Range Rovera þó þú hafir ekki átt kvóta.

En frábær röksemdarfærsla hjá þér... Allt kvótakerfinu að kenna...

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:33

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mig rámaði í þátt með Hannesi Hólmsteini Gissurasyni þegar hann var að lofa og prísa kvótakerfið. Man sérstaklega eftir því þegar hann talaði um þau undur og stórmerki að núna væri hægt að veðsetja kvótann og taka lán út á hann til að fara út í aðrar fjárfestingar. Núna eru skuldirnar greinarinnar um 800 milljarðar og söluverðmæti aflans á ári um 75 milljarðar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 18:01

25 Smámynd: Kommentarinn

Þessar pælingar eru svo sem ágætar.. Annars er ég ekki sammála þeirri hugmynd að við munum lifa á fiski um ókomna tíð. Ég vil þvert á móti halda því fram að við getum lifað alveg jafn góði lífi hérna á þessu skeri þó við hefðum engann fisk. Og með fullri virðingu fyrir landsbyggðinni þá er ekkert nauðsynlegt að hafa þar neina byggð - það yrði þó hræðilegt ef sú yrði raunin. Það hefur bara sýnt sig að þjóðir sem búa yfir náttúruauðlindum hafa það almennt ekkert mikið betur en þjóðir sem hafa engar.

Kommentarinn, 29.11.2008 kl. 18:01

26 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þeir sem fengu kvótann "gefins" voru þeir sem voru búnir að vera að veiða 3 árum áður en honum var útlutað. Svo það var ekki eins og "góðvinir" ríkisstjórnarinnar hafi fengið kvótan.

Rangt: Útgerðarmenn fengu kvótann. Sjómennirnir sem sáu um veiðarnar fengu ekki neitt. (Humynd Kristjáns Ragnarssonar fyrrum LÍÚ bossa) Hins vegar lentu þeir í klónum á LÍÚ sem hafði fyrirvaralaust öll tromp á hendi og margir innan raða þess neyddu sjómenn til að borga sér leigu fyrir kvótann.

Svo veit ég ekki betur en svo að þú hefðir alveg eins getað skuldsett þig til að kaupa banka, þyrlu, einkaþotur og Range Rovera þó þú hafir ekki átt kvóta.

Rangt: Ég hef ekki fengið gefins veð frá ríkinu til að skuldsetja mig eins og kvótakóngarnir.

Einkaþotur, veit ekki til um að neinn sjávarútvegsrekandi eigi einkaþotu

Rétt: Fáir eða enginn á en ekki feimnir við að taka á leigu.

þú talaðir um að við værum að veiða þrisvar sinnum minna af þorski en í meðalári fyrir kvótakerfið. Af hverju ætli að það sé?? kanski út af því að allt í einu tókum við upp ábyrgt fiskveiðistjórnunarkerfi sem passaði að við gengjum ekki alveg frá kvótanum okkar.

Þvæla: Það hefði verið hægt að standa mun betur að stjórnun en nú er gert. Þykist vita sitt hvað eftir meira en þrjátíu reynslu á miðunum við Ísland. Gætum veitt í dag 350 Þús. tonn af þorski með ábyrgri stjórn. (án brottkasts)

Víðir Benediktsson, 29.11.2008 kl. 18:11

27 identicon

En það er ekki mitt, þitt, né ríkisstjórnarinnar að ákveða hvað mikið er veitt. Það er hafró sem ræður því (eða leggur drög að því hversu mikið sé veitt sem eðlilegt sé að sjávarútvegsráðherra fari eftir), en ekki sjómenn eða útgerðarmenn sem vilja auðvita halda því fram að það sé endalaust af fiski í sjónum.

Auðvitað fengu þeir sem ráku bátana kvótan en ekki starfsmenn þeirra. Áttaru þig ekki á hversu fáránlegt það hefði verið ef starfsmönnum fyrirtækisins hefðu fengið úthlutaðan kvóta en ekki sá sem átti bátinn? Og er það þá ekki rétt hjá mér að það voru fyrirtækin sem voru að veiða fiskinn, eða nýta hann þó að starfsmenn þess á sjó hafi gert að honum. Hefðu þá fiskvinnslukonurnar á landi ekki alveg eins mikin rétt á að fá kvóta. 

Þú verður að hugsa þetta aðeins betur en þetta. En auðvitað hefði ríkið átt að selja kvótan en ekki úthluta honum.

og ég er alls ekki að segja að allt hefði verið gert gallalaust og fullkomið, enda hefði verið óeðlilegt ef allt hefði gengið 100% upp.

Þú segir líka að þeir séu ekki ófeimnir að taka þær á leigu. Áðan fullyrturu að þeir ættu, nú dreguru úr því og segir leigja... Veit ekki til þess að þeir hafi eitthvað verið að leigja og fljúga, enda eru þetta ódýr skot hjá þér og þú veist það sjálfur...

kv. Ragnar

Ragnar (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:48

28 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ragnar. Í guðanna bænum halt áfram að réttlæta þessa svikamyllu sem kvótakerfið er en ég mæli samt með að þú gerir fulla grein fyrir þér áður en þú hraunar yfir skoðanir annarra. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að skjóta ú launsátri. Burtsé frá því virðist ég vita meira um ferðamáta sumra útgerðarmanna en þú. Kannski eðlilegt.

Víðir Benediktsson, 29.11.2008 kl. 19:06

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg furðuleg umræða með tilliti til þess að hér eru margir sem vita eitt og annað um fisk! okkar dýrmætustu auðlyndir.

Svo er feimnismál að koma þessum afætum úr sjónum, hvölum og sel, kannski vegna þess að það er búið að hræða íslendinga til að veiða þá.

Hvað er að fólki sem veit eitthvað um sjávarútveg? Geta þeir ekki áttað sig á svo einfaldri STAÐREUND að hvalir éta meira enn 200 sinnum það magn sem má veiða? Er ekki allt í lagi með sjávarýtvegsmálasnillinga?

Noregur verur tilbúin eftir 2 - 3 ár með þorskfiskeldi sem verður tvöfalt stærra enn Ísland má veiða. Enn Ísland þarf að halda úti 200 mílna fiskaburi með hvalaskrýmslum, og sel. Ég er farin að halda að útvegsbændur sé andskananum heimskari enn þessi kvótalýður sem er búin að eyða öllum peningum hér.

Norðmenn ætla ekki að hfa hvali og seli með innan um þorsk sem þeir rækta. Enn það gera Íslendingar. Ég á engin orð til, að lýsa þessu nema verða orðljótur. Er engin að skilja hvað fiskivernd er? Kann engin neitt hérna?

Hversu margir af ykkur háu herra, eru búnir að standa við rúlluna og sjá bara þorskhausa koma á kverjum krók, kílómeter eftir kílómeter af línu? Er þetta gaman. Veiða fisk og gefa launin sín til selsins?

Mér finnst þetta ekkert fyndið! Ég fór ekki í róðra til að gera seli feita. Hvalir éta 20 sinum afla sem leyfi er til að veiða!

Það á að setja fallbyssu á hvern einasta andskotans fiskibát og skjóta þessu kvikindi sem eru að setja landið á hausinn. Það þarf ekkert að dekstra fólk til að kaupa hvalkjöt. Bara sökkvaþeim.

Þekkiði marga kjúkjlingabændur sem eru með friðaða minka í búunum sínum? Ef svo er, vil ég vita hvaða bú það eru...meira andskotans ruglið...

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 19:22

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

þþ20 sinnum átti það að vera , ekki 200...sorry

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 19:23

31 Smámynd: Pax pacis

Þegar rætt er um kvótakerfið gleymist oft að við úthlutun kvóta misstu sjávarpláss forræði yfir eigin bjargálnum. Fólk sem hafði afkomu sína beint eða óbeint af fiskveiðum var þannig bannað að stunda sjómennsku nema því hefði fengið úthlutað kvóta. Þegar kvótinn var svo seldur frá plássinu var þessu fólki allar bjargir bannaðar. Þessu fólki hefði þurft að bæta þau takmörk sem sett voru á atvinnufrelsi þeirra.

Í "gamla" kerfinu hefði fiskverkafólk og aðrir íbúar sjávarplássa getað keypt sér bát og gert hann út ef útgerðarmaðurinn hefði ákveðið að hætta starfsemi í plássinu.

Ég er þó ekki að segja að kvótakerfi séu vond, heldur aðeins útfærsla þess og innleiðing á Íslandi. Það átti að sjálfsögðu að tryggja að þau byggðarlög sem byggðu afkomu sína á fiskveiðum myndu ekki tapa atvinnu sinni. Þetta hefði t.d. verið hægt að gera með því að úthluta hluta kvótans sem byggðakvóta í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Restina hefði átt að bjóða til leigu t.d. til 10 ára í senn til hæstbjóðanda. Afnotagjaldið hefði átt að nota eins og hvern annan tekjustofn ríkisins. Síðan hefði mátt stuðla að hagræðingu í greininni með því að minnka hluta byggðarkvóta í heildarkvóta niður í t.d. 10% eða jafnvel 0% á 50-100 árum. Það er ekki hægt að stuðla að heilbrigðri atvinnu- og byggðaþróun með því taka atvinnuna frá byggðum á örfáum árum.

Um frjálst framsal í núveranti kerfi hef ég það að segja að ég get ekki séð neitt heilbrigt í því að menn geti öðlast rétt byggðan á veiðireynslu og svo hætt að róa en haldið áfram að hagnast með því að leigja kvótann til annarra. Ef menn vilja halda áfram að fá úthlutað kvóta þá skulu þeir veiða fiskinn sjálfir og þannig viðhalda veiðireynslunni. Það er lágmarkskrafa.

Pax pacis, 29.11.2008 kl. 19:30

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Það er eins og maður sé með klámkjaft ef minnst er á hvala og seladráp!.. Er einhver heilabilun í gangi á Íslandi? Tek það fram að ég bý ekki þar og mun aldrei gera aftur. Enn mér stendur ekki á sama um landið og fullt af fólki sem býr þar!

Menn tala um kvótan eins og það sé eitthvað kerfi! Kvótakerfið erþað sama og fara í bankan með voðn og stela peningum.! Þetta er ekkert kerfi! HAFR'O er óþarfi og kvótakerfið er glæpakerfi...og þar fyrir utan búið að úrskurða það ólöglegt, enn mafíurnar á Íslandi hlýða ekki dómum frá samtökum sem þeir sjálfir eru í.

Er ekki vandamálið bara Íslendingar sjálfir?

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 19:51

33 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Bentu okkur vesalingunum á lausnir halli minn Simmi kokkur

Sigmar Ægir Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 21:22

34 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ragnar þú verður að lesa þetta aftur það er ljóst, til þess að fá veiðileyfi verður einfaldlega að uppfylla ákveðin skilyrði í þessu kerfi nákvæmlega eins og með lækna bílstjóra eða flugmenn, þessi upptalning getur verið nokkuð löng en látum þetta duga.

Þú segir einnig að það sé Hafró sem leggi drög að því hvað skuli veiða mikið og enginn annar komi þar að, nú ertu annað hvort í afneitun eða hreinlega veist ekki betur. Hvað er Hafró og hverjir stjórna þar? Skoðum málið og Bingó hvað kemur í ljós hér má sjá stjórn Hafró, hver segir svo að stjórn Hafró sé hlutlaus?

Örlítið meira um þetta fyrirbrigði sem heitir Hafró og sumir vilja kenna við vísindi og þeirra störf. Ég tók saman togararallið í vor og reiknaði þetta út á mannamáli hvað þeir eru í rauninni að rannsaka stórt svæði sem svo stóridómur er kveðinn upp út frá, það væri ágætt Ragnar að þú læsir þetta líka og hér komum við að trúverðugleika mælinga. Höldum aðeins áfram og sjáum hvernig stofnstærðarmælingar á þorski ganga fyrir sig, þetta reiknaði ég einnig út og setti þetta upp á því sem ég vil kalla útreikningur á stærð þorskstofnsins á mannamál og flestir ættu að skilja.

Óskar það flokkast ekki undir klámkjaft á þessum bæ að tala um hval og selaveiðar. Ég ólst upp við selaveiðar og sakna þess að þær skuli nánast tilheyra fortíðinni, hvalveiðar eigum við að stunda annað er óábyrgt.

Hallgrímur Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 21:28

35 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Simmi kokkur eru einhverjir vesalingar hér? Ég er ekki alveg að átta mig á því hvað þú ert að fara með þessu kommenti. Ég til dæmis benti á ákveðna tillögu sem ágætis byrjun og um hana má lesa hér.

Hallgrímur Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 21:36

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég las tillögu þína Hallgrímur og fannst hún óþarflega flókinn.  Enn hvað með að settja upp alþjóðlegt uppboð á sela og hvalaaveiðum við Ísland? Gera það sem þarfvað gera.

Miðin í kringum Ísland er eins og fjós sem ekki hefur verið mokað í heila viku! Kallaður sóðaskapur þaðan sem ég kem. Hvali burt, seli á að selja veiðileufi á eða gefa verðlaun fyrir hvern veiddan sel eins og var gert við minkaskott í gamla daga.

Ég kalla þetta alvöru fiskivernd... 

Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 23:19

37 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er greinilega verið að reyna að ná sér í comment.

hilmar jónsson, 30.11.2008 kl. 00:04

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

'utskýrðu þetta nánar Hilmar Jónsson! Nú er ég virkileka forvitinn!

Óskar Arnórsson, 30.11.2008 kl. 02:59

39 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Jón, hér er ekkert á hliðinni ég henti fram örfáum sárasaklausum spurningu, sem ótrúlega margir vildu endilega taka þátt í... Það eru aldrei allir 100% sammála mikið djöfull væri þetta boring ef svo væri. Við höfum því miður langflestir látið fara með okkur eins og þræla fyrir einhvern annan og er ég enginn undantekning á því. Það er alveg rétt allir áttu að standa upp og mótmæla, þú manst væntanlega hvað um þá varð sem það gerðu. Það voru margir sem ekki mættu en hefðu mátt mæta því mótmæli ég ekki.

Þetta dæmi sem þú kemur með um Sigurvíkina þá get ég frætt þig á því að við tókum þátt í þessu fram í ágústlok og ég get ekki sagt að ég sé neitt sérlega stoltur af því frekar en að hafa tekið þátt í því að henda þúsundum tonna af fiski í sjóinn. Það er ástæða fyrir því að ég hætti á stóru bátunum og þetta eru meðal annars tvær af þeim.

Því miður þá er þetta að hluta til okkur sjálfum að kenna hvernig komið er og svo merkilegt sem það nú er þá hefur þetta lítið lagast frá því að þessi frægi fundur var haldinn. Í dag er þetta að stórum hluta gert með aðstoð nefndar sem kallast verðlagsstofa skiptaverð, sorglegt en því miður satt.

Ekki vil ég meina að ég sé að drulla yfir einhverja sérstaka eða yfir höfuð að drulla yfir einhvern, við erum öll að taka þátt í þessu á einn eða annan veg. Færslan er sett að hluta til upp í spurningum og það er góð ástæða fyrir því, hitt er svo annað mál að á öll orð sem sögð hafa verið um þetta kerfi og á kerfið hallar hafa því miður fallið i mjög grýttan farveg. Mér skilst að það sé að breytast sem er mjög gott.

Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að mæta þarna með ykkur og það máttu vita að því myndi ég ekki sleppa ef ég væri á svæðinu.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 09:19

40 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við leggjum lið í þeirri baráttu, ég tek aldrei aftur þátt í kvótaleigu eða láta einhvern andskotans drullusokk segja mér að henda fiski í hafið aftur af því hann smellpassar ekki inn í kvótakerfið.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 18:29

41 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það má alveg koma fram hér að ég er enn að bíða eftir því sem ég bað Ragnar um að svara. Það var einföld spurning sem varla er hægt að misskilja, hver er hægkvæmnin í sjávarútvegi í dag?

Hallgrímur Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 07:39

42 identicon

Þetta er skrítið sauðfé hérna á flatlendinu.   Skrifaði þessa grein um það svona uppá húmorinn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:05

43 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svolítið öðruvísi sjónarhorn á þetta og góður húmor í þessu. 

Hallgrímur Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 12:24

44 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Útgerðin er í raun gjaldþrota eins og mun koma í ljós fljótlega, þjófar eru farnir með gróðanna í annað brask og/eða stinga undan. Útvegurinn situr eftir með skuldirnar, er svo sem eftir öðru. Þý hefur verið við stjórnvölinn alltof lengi, það verður mótmælt þar til pakkið er farið frá og þýfinu skilað.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 17:11

45 identicon

Georg ertu nokkuð með 5 háskólapróf ???

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:52

46 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Háskólaítroðslan er ekki áhugaverð. Hefur skemmt margan góðan mann. Þarf svo sannarlega ekki gráður til að vita þetta um sjávarútveginn, aðeins að hugsa sjálfstætt...en það er nú eitthvað sem öfgatrúarfólk getur engan veginn

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 18:22

47 identicon

Mótmæltir þú einhvern tímann fyrir hönd landsbyggðarinnar eða horfðirðu bara bitur á hana verða að engu? Ég er utan að landi og veit um hvað þú ert að tala; ég var áhorfandi. Sú bitra staðreynd breytir því ekki að fólk má vakna og láta heyra í sér. Það er gott mál, þó fyrr hefði verið.

EÓ (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:30

48 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég er alveg sammála Georg, það þarf akkúrat enga háskólagráðu til að sjá þetta.

EÓ ég get alveg viðurkennt það að ég byrjaði allt of seint að láta í mér heyra. Sorglegast af öllu er að bæjar og sveitarstjórnir taka beinlínis þátt í því að láta drepa sig með þögninni. Það verður að teljast ótrúleg meðvirkni að steinþegja á meðan lífsbjörgin er flutt frá þeim.

Hárrétt hjá þér Andri og góð greining.

Hallgrímur Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 20:46

49 identicon

Sæll kallinn:-) fjör á mínu þessa dagana;-)

                      kv.Dúddi

Guðmundur Erlendsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:16

50 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er ein hlið á þessu Lárus og alveg með ólíkindum hvernig þetta apparat vinnur.

Það er alveg laukrétt Jón ég skil þessa hagkvæmni ekki, enda er hún bara til í Excel sem búið er að hræra duglega í þangað til niðurstaðan er viðunandi.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 12:59

51 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta var undurfurðulegt, athugasemdin þín Dúddi birtist hér seinnipartinn í dag. Já já það er alltaf fjör hjá mér enda lítt þekktur fyrir það að hafa lognmollu í kringum mig....

Hallgrímur Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 23:42

52 Smámynd: Óskar Arnórsson

 Erlendar alvöru greiningardeildir REKJA bankahrunið til kvótakerfissins. Af hverju? Er ekki búið að úrskurða kvótakerfið ólöglegt fyrir löngu síðan?

Hvað er málið? Eru sjómannaverkfö0ll ekki í tísku lengur? Eða eru þeir hræddir við að missa plássin? Þá er bara að berja kallinn í spað. Á hverjum báti fyrir sig. Enn nú er þýðir orðið lýðræði eki það sama og áður.

Við förum aftur ígamla daga. Smákóngar um allar trissur. Útnefndir af einhverju misvitru fólki.

Má ekki kippa þessu kvótakerfi burtu, banna það og taka burtu verðtryggingu í leiðinni? Hvað er flókið við það?

Mætti kalla þessa aðgerð "félagsmálapakki" eða björgunnar eitthvað...

Hannes Hólmstein mikill vitringur að eigin mati, sagði sumt rökrétt og svo fléttaði hann inn ruglið. Snillarlega vel gert hjá honum! Hann gæti keppt við Gunnar í Krossinum.. Hannes er svona "akademiskur fáviti" sem engin getur tekið mark á...

Einu sinni urðu útgerðarmenn æfir yfir breytingu á launareikningi sjómanna. Maður byrjaði stundum 5 jan á netaveiðum. Uppgrert var einu sinni í mánuði. >Þar gat maður lesið hversu miklu maður tapaði þann mánuðinn. Svo var maður ráðinn í mars seint í mámuðinum, og hann hafði jafnmiklar tekjur og við sem vorum búnir að vinna síðan 5 jan. Svo var hætt 15.maí hvers árs. Af hverju?, ég bara veit það ekki.  

Óskar Arnórsson, 5.12.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband