Helkaldar á brjóstunum í hnattreisu.

_brokinni.jpgFrétt á visir.is

"Tvær léttklæddar og föngulegar stúlkur frá bandarísku dýraverndarsamtökunum PETA eru komnar til Íslands til þess að krefjast mannúðlegrar meðferðar á dýrum og hvetja fólk til þess að klæðast ekki dýrafeldi. Þær boðuðu fagnaðarerindi sitt á Lækjartorgi í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stúlkurnar verið á ferðalagi um Evrópu til að breiða út boðskap sinn og eru nú á leið til Bandaríkjanna"

Ég hefði gaman af því að sjá þessar rugluhænur ganga yfir Ísland og síðan Grænlandsjökul á ferð sinni til Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem segir mér það að þær yrðu ansi snöggar að þiggja loðfeld utan um sig eftir örfáar mínútur á þessu rölti sínu. Ætli það væri ekki alveg nóg að láta þær rölta Laugarveginn og fljótlega yrði loðfeldurinn sjálfsögð hlífðarflík fyrir þessar rugluhænur.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeim var svo kalt eftir þessi "mótmæli" sín að þær hafa farið beint til Eggerts feldskera og fengið lánaða pelsa.

Jóhann Elíasson, 28.11.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nákvæmlega Jói, hvenær verður þú næst á ferðinni fyrir norðan félagi?

Hallgrímur Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg viss, en ég á frekar von á að það verði í lok febrúar eða byrjun mars.

Jóhann Elíasson, 28.11.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er nokkuð sammála þessum konum. Það fer þeim betur að vera naktar en vafðar inn í sútað minkahræ. Bara spurning um  smekk.

Víðir Benediktsson, 28.11.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við sjáumst vonandi þá Jói.

Þær mega alveg vera berar mín vegna Víðir, ég hélt að nekt á almannafæri væri bönnuð. Það ættu kannski allir að mæta berir í næstu mótmæli á Austurvelli... Þá fyrst biði blygðunarkennd stjórnarliða alvarlegt hnekki.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Ingibjörg SoS

Ekkert ómannúðlegt við það að klæðast dýrafeldi í neyð. Stúlkurnar eru að mótmæla ómannúðlegu drápi á dýrum vegna m.a. loðfeldaframleiðslu í tískuheiminum, sem er í alla staði ónauðsynlegur.

Ingibjörg SoS, 29.11.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband