Hvenær kemur að okkur, almenningi í landinu?

Hvort er réttara;  18 % vextir eða 0 % ?

Yfirhagfræðingur Alþjóðasjóðsins "IMF", Olivier Blanchard, sagði í viðtali við þýskt fréttablað, (22, nóvember 2008), að verstu efnahagsþrengingarnar, versti skellurinn eigi enn eftir að koma, og að ástandið muni fara versnandi allt fram til ársins 2010, og að það muni taka um ár eftir það fyrir hagkerfi heimsins að ná jafnvægi á ný.


     Þá er haft eftir honum, að öllum til undrunar þá hafi svissneski seðlabankinn lækkað vexti um 1 prósent, síðastliðinn fimmtudag. (20, nóv.)

     Samkvæmt töflu frá svissneska bankanum, þá voru vextirnir fyrir breytinguna 2,31 prósent, en voru lækkaðir niður í 1, 31 prósent síðasta fimmtudag.

     Olivier Blanchard hvatti til þess, - mjög eindregið og ákveðið, -í framhaldi af þessari lækkun í Sviss, að seðlabankar víðsvegar um heiminn skildu lækka vexti, helst ef mögulegt væri, sem næst niður undir "núll" prósent.

     Þetta virðist skjóta æði mikið skökku við þá ákvörðun Seðlabanka Íslands, fyrir stuttu, að hækka sína vexti upp í 18 prósent. Í nýlegri frétt í Mbl. segir að þetta sé beinlínis gert vegna ákveðinnar kröfu frá Alþjóðasjóðnum "IMF".

     Hverju eiga Íslendingar að trúa ? Þetta stangast nokkuð hastarlega á við álit Olivier Blanchard yfirhagfræðingsins hjá þessum sama sjóði, þ.e. "IMF". Samkvæmt hans áliti, þá ættu vextir Seðlabanka Íslands að vera minni en 1 prósentustig, - eða sem næst "0" prósent.

     Þá segir í frétt í "Telegraph.co.uk" að kínverski seðlabankinn hafi í gær lækkað vexti í fjórða skipti á tíu vikum, - nú meira en einn af hundraði.

     Þessi lækkun í Kína var 1,08 %, (mesta lækkun í einu, á síðastliðnum 10 árum), og vextirnir settir við 5,58 %. Þessar lækkanir eru sagðar tengjast ótta um vaxandi kreppuástand og atvinnuleysi í Kína.

     Seðlabanki Póllands lækkaði í gær sína vexti um 0,25 %, niður í 5,75 %. Þetta kom öllum á óvart þar í landi, þar sem ekki var reiknað með neinum breytingum fyrr en á næsta ári.

     Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), frá því í fyrradag, er hvatt til þess að aðildarlöndin lækki bæði vexti og skatta, til þess að hamla gegn kreppuástandi í löndunum. Var ástandið í Bretlandi talið einkar slæmt. Þar í landi er einnig talað um að stórlækka söluskatta.

     Vextir breska seðlabankans voru í september 5%, í október 4,5 %. Þann 6, nóvember 2008 voru vextir seðlabankans lækkaðir um 1,5 %, og settir niður í 3 %. Kom þessi mikla lækkun sem reiðarslag yfir Breta, enda fáir sem engir búist við þessu. Hagfræðingar þar telja jafnframt líklegt, að vextirnir eigi eftir að lækka fljótlega niður fyrir 2 %, og á næsta ári niður fyrir 1 að hundraði.

     Seðlabanki Saudi Arabíu lækkaði vexti úr 4 % niður í 3 %, síðastliðinn sunnudag.

     Í Úkraínu er áformað að lækka vexti úr 12 % niður í 8%, í þessari viku.

Ólíkt hafast þeir að í samanburði við ráðamenn og seðlabankann á landinu bláa, hvað veldur?

Góðar stundir.


mbl.is Frumvarp um gjaldeyrisviðskipti lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir Auðmenn í heiminum gera sér grein fyrir stöðunni

að það sé ekki hægt að mjóka almenning jafn mikið og áður

En heyst hefur á íslandi búi þjóð sem mjókar alltaf sama hversu fast er togað

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nokkuð góð greining hjá þér Æsir og sennilega alveg hárrétt.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 20:47

3 identicon

Bíddu... ertu að bera saman hagkerfi Kína, Sádí Arabíu og Íslands? Kína með einn mesta hagvöxt heims síðari ára, Sádar með olíuframleiðslu, þar sem ekki eru greiddir skattar og hagvöxtur er útópía... og svo Ísland, þar sem hagkerfið var útblásið og 12 sinnum stærra en þjóðarframleiðsla.

Það fer í taugarnar á mér hvað fólk heldur að það þurfi bara korter til að laga ástandið, ef viljinn væri fyrir hendi. Þetta er múgæsing af verstu sort.

Offi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hallgrímur þú mátt ekki gleyma því að "stundum" er Ísland bara eitt í veröldinni það sem er þar fyrir utan "er eitthvað annað" og þvi gætum við jafnvel þurft að sjá Dabbavextina hækka enn meira.

Kýs að kalla þetta Dabbavexti þar sem ég hef ekki séð skilmálana frá AGS enn, kanski er hægt að finna þá einhverstaðar á prenti í seðlabankanum, það getur enginn vitnað í þetta samkomulag nema Dabbi (þegar hann þarf að gera eitthvað sem hann getur ekki útskýrt).

Af hverju er AGS samkomulagið ekki birt opinberlega þýtt og útskýrt fyrir mörlandanum svo við skiljum þegar Dabbi er að "vitna" í það?

Af hverju fáum við aldrei að vita neitt.

Afhverju kemur enginn og lætur fólk sjá svart á hvítu að það sé samkvæmt samningi Íslendinga við AGS að plaggið skuli vera leyndarmál sem seðlabankastjórinn einn má lesa..................hættur í bili (orðinn of pirraður þú skilur)

Sverrir Einarsson, 27.11.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við hvað viltu miða við Offi, Argentínu, eða eitthvað af verst stöddu þjóðum heims?

Hvað höfum við haft hér á þessu landi? Jú mikið rétt höfum við ekki verið mötuð á því að á Íslandi sé landsframleiðsla hvað mest miða við höfðatölu í heiminum? Og hvernig hefur svo tekist til?

Það er vægast sagt til skammar hvernig til hefur tekist með allt sem heitir stjórn efnahagsmála hún hefur algjörlega mistekist, þú ert kannski á öðru máli?

Hvernig stendur á því að það má alls ekki reyna aðrar aðferðir svo sem lækka vexti, lækka virðisaukaskatt, lækka skatta og afmá verðtryggingu? Sú stefna sem verið hefur hrundi algjörlega, hvað mælir á móti því að önnur stefna sé tekin upp?

Ef einhverjir benda á eitthvað annað en áframhaldandi þrælastefnu á almenning og hryðjuverkastarfsemi á fyrirtæki í landinu þá fara sumir gjörsamlega yfir á límingunum. Hvað veldur og hver segir það að óbreytt stefna sé sú eina rétta?

Eru ekki nokkuð margir virtir hagfræðingar sem bent hafa á allt annað? Þeir einu sem vilja viðhalda áframhaldandi níðingshætti á almenning og knésetja nánast allt atvinnulíf í landinu eru þeir sem eru á spena ríkisins með þokkalegustu laun og í öruggu skjóli ríkisstjórnar sem hefur ekki lengur umboð almennings hvað þá heldur traust til áframhaldandi níðingsverka.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er spurning Sverrir af hverju enginn má vita neitt, hvað er verið að fela? Þú ert ekki einn um að vera pirraður félagi, það eru ansi margir pirraðir já ef ekki bara fjúkandi vondir.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 22:02

7 identicon

Við skulum allavega EKKI miðað við eitt af stærstu hagkerfum heims, Kína. Þar er verið að verja 586 milljörðum dala næstu 2 árin til að viðhalda hagvexti, atvinnustigi og framkvæmdum.

Við skulum heldur ekki miða við Sáda, þar sem olían vellur úr jörðinni og skapar alveg ótrúlegar tekjur á degi hverjum.

Við skulum anda rólega. Það gerist EKKERT hraðar þó við öskrum og æpum. Sú hystería sem hefur átt sér stað að undanförnu er í besta falli vanhugsuð og einskisnýt og í versta falli stórskaðleg. Það að sjá 6-8 ára börn með krassandi mótmælaspjöld horfa á jafnaldra sína kasta eggjum og klósettpappír í Alþingi er bara sorglegt. Það að sjá Hörð Torfason stofna samtök gegn Davíð Oddssyni (fyrsta fréttatilkynning hópsins beindist eingöngu gegn honum) er sorglegt... maðurinn er búinn að grenja yfir einelti í hverjum einasta fjölmiðli á Íslandi. Það að sjá ákveðna mosfellska fjölskyldumeðlimi slagandi í pontu er líka sorglegt... greinilegt að skinkuhorn og nokkur vodkaskot eru ekki góður morgunverður!

Ég held að fólk ætti bara að hætta þessari endalausu besserwissku á blogginu. Þetta eru örfáir aðilar sem hafa sig mest í frammi, með jákór hvers annars í athugasemdunum. Því miður mun fólk ekki hætta... en það verður bara gramara og gramara með hverjum degi, sniðgengnara og sniðgengnara með hverjum degi (að eigin mati) og það hefst ekkert gott út úr þessu. Allir bloggarar sem lesa þetta: Hættið að blogga, þið eruð hvort eð er besserwissandi fífl sem eruð almennt tiltölulega óhæf til að hafa skoðanir sem ekki sýna ykkur ekki í réttu ljósi: sem besserwissandi fífl. Gerið öllum greiða... þegið!

Offi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og hvað ert þú Offi, það væri ágætt að fá smávægilega útskýringu á því þar sem þú ert búinn að skilgreina mig ásamt mörgum öðrum sem besserwissandi fífl.

Næsta athugasemd þín mætti fjalla um það hvernig þú skilgreinir sjálfan þig takk.

Það hlýtur að fara agalega í taugarnar á þér að fólk fái almennt tækifæri til að tjá sig án ritskoðunar, vertu kurteis þú vilt ekki að aðrir upphrópi þig einhverjum ónöfnum eða eru eingöngu að leita eftir leiðindum? Sýndu svo sóma þinn í því að nota þitt rétta nafn hér, það er frekar aumt að fela sig á bak við dulnefni og moka úr skálum reiðinnar.

En þar fyrir utan þá er ekki verið að miða við eitt eða neitt, það er verið að benda á fréttir frá öðrum löndum, hversu háir vextir séu annarsstaðar, - svo sem 3 % í Bretlandi og 1,31 % í Sviss, - eða í Kína eða Saudi Arabíu. Stærð landa kemur þessum samanburði ekkert við.

Þá er fyllilega eðlilegt að benda á þetta til samanburðar við þá vexti sem eru hér á landi, og krefja yfirvöld um svör við þessum mismun.

þú er sá eini sem röflar og þvælir um alls kyns hluti sem hvergi er minnst á í greininni, - og kemur þessari grein ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hefur þú hugleitt það? Ef ekki lestu þá greinina aftur.
 

Hallgrímur Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband