sun. 23.11.2008
Þetta var góður dagur
hjá mér. Ég sleppti algjörlega að horfa á þennan leik og gerði hlut sem var mikið skemmtilegri. Ég fór á bloggarahitting á Kaffi Karólínu í gær. Það segir sig að sjálfsögðu sjálft að þarna kom saman hópur stórsnillinga sem eru með hjartað á réttum stað og réttlætiskenndina á hreinu.
Einhver sagði að þessi hefði ekki hugmynd um hvað mikið kynlíf væri stundað heima hjá honum...
Flottar mæðgur...
Hress hópur...
Víðir að fræða mig á því hvernig UTD kjöldregur andstæðinga sína, það fór öðruvísi...
Allir vinir...
Takk fyrir góðan og skemmtilegan dag kæru vinir....
Góðar stundir.
Benítez: Slæmur dagur hjá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Og ég sem hélt alltaf að Víðir vissi sínu viti,en annað kom í ljós
Gaman hjá ykkur og flottar myndir,bið að heilsa þér og þínum.
Rannveig H, 23.11.2008 kl. 14:20
Slæmt að vera bloggari utan af landi núna. (ég er í reykjavík). Hefði sko vel þegið að vera á Karólínu í kaffi með ykkur. Boða bara sérstakt bloggara kaffi þegar ég verð á Norðurlandinu.
það er þitt verkefni að sannkristna Víðir bara. Það er að vísu erfitt verkefni. Fólk skiftir um kyn, þjóðerni, maka, bíla, hús, búsetu en ekki um lið í enska boltanum. Þannig að þú átt verðugt verkefni fyrir höndum.
Sverrir Einarsson, 23.11.2008 kl. 15:02
Svo var það konan sem þekkti mig ekki að því ég leit svo vel út. Fékk mann til að hugsa.
Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 15:16
Segðu Víðir, good looking og í öllum fötunum það fékk mig til að hugsa....
Um leikinn sem var í gangi, hvað annað?????
Sverrir þú verður að láta vita af þér þegar þú ert á svæðinu...
Takk Rannveig, Víðir er flottur gaur, reyndar á það við um allan hópinn sem þarna var.
Hallgrímur Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.