Bless Ísland

Eftir John Zufelt

Enskt máltæki segir: Ef þú narrar mig einu sinni þá skamm þér en ef þú narrar mig tvisvar þá er skömmin mín. Þetta virðist eiga vel við í núverandi stöðu lands ykkar því nú er verið að narra ykkur í annað sinn með því að skipta hinu fallna bankakerfi út fyrir nákvæmlega eins kerfi og brást svo hrapalega fyrr.

Ég fullvissa þig um að nýja kerfið mun bregðast því það er hannað til að bregðast, hannað til að framkalla fjöldagjaldþrot og vanskil húsnæðislána og hannað til að flytja sínar slæmu skuldir yfir á grunlausa skattgreiðendur eins og þig og mig. Skoðaðu sögu Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og allan þann fjölda af björgunaraðgerðum sem þurft hefur að grípa til þau 95 ár sem hann hefur starfað.

Til þess að geta búið til kerfi sem ætlað er að þjóna spillingu og til að mistakast þá þarf að ráða yfir seðlabanka sem prentar pappírspeninga sem vísa á ekkert nema getu stjórnvalda til að skattleggja þegna sína. Nýir peningar eru oftast settir í umferð sem ný skuld. Þetta er mjög auðveld leið fyrir stjórnvöld til að afla fé án þess að þurfa að leita samþykkis borgara sinna og eins til að auka eyðslu þeirra.

Það að prenta þessa fallegu lituðu pappírsmiða án nokkurs samhengis við framleiðslu efnahagslífsins veldur verðbólgu; í öllum grunnáföngum í hagfræði er það kennt að þegar peningamagn er aukið án jafnmikillar aukningar á vörum eða þjónustu þá er verðbólga sjálfgefin og óumflýjanleg.

Annar biti í púsluspilinu er spillt kerfi sem leyfir bankastarfsemi landsins að auka peningamagnið enn með útlánum samkvæmt því sem kallað er fractional reserve lending (FRL) á ensku. Flestir skilja ekki þetta mjög svo mikilvæga trix og þetta er líklega aðalástæðan fyrir því hvers vegna nýja bankakerfið á Íslandi, sem er byggt upp eins og það fyrra, á einnig eftir að bregðast.

Þetta virkar svona: Seðlabankinn ykkar prentar til dæmis 10 milljarða íslenskra króna og leggur þá inn í einhvern af bönkunum. Samkvæmt reglum FRL þá verður bankinn að halda eftir 10% og getur lánað út hin 90% sem virðist einfalt mál en nú fer afstað ein heljar svikamylla til að hylja sannleikann um galdur FRL.

Segjum, til einföldunar, að banki A taki við 10 milljörðum, hann heldur eftir einum milljarði og getur nú lánað út 9 milljarða. Nú getur það gerst að þessir 9 milljarðar verði lagðir inn í annan banka, banka B. Banki B getur nú beitt sömu reiknireglunni og banki A gerði. Hann heldur eftir 10% eða 900 milljónum og lánar síðan út 8,1 milljarð til banka C og aftur er sömu reiknireglunni beitt, bankinn heldur 810 milljónum og lánar út 7,29 milljarða og svona gengur þetta aftur og aftur 27 sinnum. Upprunalegu 10 milljarðarnir hafa þá nífaldast, eru orðnar að 90 milljörðum. Þetta er í raun peningaframleiðsla og þegar þið gerið ykkur grein fyrir því að upprunalegu 10 milljarðarnir voru í fyrsta lagi prentaðir á pappír án nokkurrar ávísunar á verðmæti og hafa síðan nífaldast með áslætti á lyklaborð tölvu þá ferðu að skilja það vald sem nútíma bankakerfi hefur.

Bankarnir A, B og C eru ekki skyldugir til að lána einstaklingum fyrir, til dæmis, bíl eða heimili. Satt að segja eru þeir ekkert sérlega spenntir fyrir svoleiðis smáræði. Þeir vilja stór lán og miklar fjárfestingar sem fær vextina til að flæða fyrir alvöru.

Í dag bíðið þið eftir nýju láni á Íslandi. Þetta er eins og að borga af VISA reikningnum með MASTER reikningnum. Ég skora á ykkur að athuga hve mörg lönd, af þeim sem hafa þegið lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hafi komist útúr skuldum sínum og um leið að skoða hve mörg þessara landa hafa verið neydd til að selja járnbrautir sínar, flutningakerfi, vatnsréttindi, lofthelgi til bandarískra stórfyrirtækja.

Er einhver annar möguleiki í stöðunni? Svo sannarlega! Sú lausn myndi gefa Íslandi einn sterkasta gjaldmiðil í heimi og hefði mjög litla verðbólgu í för með sér (sagan hefur sýnt minna en 1%) ásamt því að gjaldmiðillin myndi öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Lausnin er sú að snúa aftur að gullviðmiði og stöðva notkun bankakerfisins á FRL. Bankarnir eiga að snúa sér aftur að upprunalegu hlutverki sínu, að gæta raunverulegra verðmæta og að gefa út gjaldmiðil sem væri ávísun á þessi verðmæti. Bankarnir myndu fá þóknun fyrir þessa þjónustu sína og Guð veit að þeir elska þóknanir og það besta er að það myndu aldrei verða önnur bankakreppa.

Til að sýna fram á hversu lífsseigt slíkt kerfi er þá ætla ég að spyrja: Ef fjársjóður Egils myndi finnast í dag af grunlausum bónda nálægt Borgarfirði hefði fjársjóðurinn þá eitthvað verðgildi? Svarið er að sjálfsögðu já því fjársjóðurinn innihélt bæði silfur og gull sem hefur verðgildi í dag líkt og á tímum Egils og það hefur haldið verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu og er mikils virði enn í dag.

Allir þeir gjaldmiðlar sem hafa haft gott gengi í sögu mannkynsins hafa verið bundnir gulli. Mynt sem inniheldur gull hefur sjálfkrafa virði hvar sem er í heiminum og er ekki hægt að verðfella eða braska með. Besta dæmið er “Solidus” (sem hefur gengið undir gælunafninu Bezant) sem var slegin af Konstantín keisara í Konstantínópel á 5. öld e.Kr. Myntin innihélt 65 korn (grain) af gulli og var gjaldgeng hvar sem er í heiminum í 800 ár. Ef Bezant væri enn til þá hefði myntin enn raunverulegt verðgildi. 65 korn jafngildir 0,1369 troy únsum, margfaldað með gullverðinu 700 dali/únsu jafngildir 95,83 bandarískum dollurum. Þetta væri núverandi og óumdeilanlegt verðgildi eins Bezants í dag. Um hvaða annan fornan gjaldmiðil má segja það sama?

Það sem kom Íslandi í þessi vandræði og raunar mörgum öðrum löndum einnig er peningakerfi sem byggir á skuld og prentar einskisverða pappírspeninga og útdeilir þeim sem ávísun á skuld. Það var skuld sem kom ykkur í þessa stöðu og nú segja sérfræðingarnir að enn meiri skuld muni leysa málið. Ég trúi því að ástæðan fyrir því að svo margir íslendingar eru að hugsa um að yfirgefa Ísland er að þeir vita í hjarta sínu að þessi framtíðarlán og auknar skuldir mun binda allar ókomnar kynslóðir íslendinga í þrældóm um leið og þær þurfa að afhenda allar auðlindir sínar; fiskimiðin, orkuna, lofthelgi o.s.frv. til alþjóðabankakerfisins.

Mín tillaga er þessi: líkt og þegar einstaklingur verður gjaldþrota og byrjar á núlli (lög í BNA, ekki á Íslandi, athugasemd þýðanda) þannig á Ísland að fara að. Segið við umheiminn, “ okkur þykir það miður en þetta er það sem gerðist. Við munum reyna eins og við mögulega getum að borga skuldir okkar þegar við höfum komið undir okkur fótunum aftur”. Og til þess að komast á fætur aftur þá eigið þið að þiggja lán frá vinveittum ríkjum líkt og Noregi sem lýsti nýverið yfir vilja til að lána 650 milljónir dala og nota það til kaupa gull og taka upp nýjan gjaldmiðil byggðan á gullfæti. Líkt og Bezantinn getur myntin haft ákveðinn fjölda korna (grains) með 99,99% hreinleika og mun samstundis verða gjaldgeng um allan heim. Þegar þið hafið komið undir ykkur fótum þá borgið þið skuldir ykkar og endurvinnið illa sært stolt ykkar.

Til að mæta þessu þá verða nýju bankarnir á Íslandi að hætta að gefa út Fiat peninga (verðlausa peninga) og hætta að stunda FRL Bankarnir munu gefa út peningaávísanir studda af gulli og að hægt verði að innleysa þá fyrir gull. Á þennan hátt verður engin verðbólga til að minnka verðgildi gjaldmiðilsins og þar sem gull er viðurkennt allstaðar í veröldinni þá myndi hin nýja íslenska króna verða gjaldgeng allstaðar. Bankar eiga að hverfa aftur til þeirra upprunalega hlutverks að gæta raunverulegra verðmæta en ekki þess að prenta verðlausa pappírsmiða og braska.

Að sjálfsögðu munu allir núverandi “bankasérfræðingar” harðlega mótmæla öllu því sem ég hef sagt því þeir vilja halda skuldamaskínu sinni gangandi en ég efast ekki um að nýkróna bundin gulli mun halda uppi verði gjaldmiðils ykkar í framtíðinni og setja efnahagslífið af stað aftur sem og verslun við umheiminn. En það sem er mikilvægast er að þið haldið arfleifð ykkar og auðlindum til að miðla áfram til næstu kynslóða íslendinga.

Ég trúi því að þið standið frammi fyrir stórkostlegu tækifæri sem ekkert annað land hefur í dag og það er að byggja upp sanngjarnt, sterkt og öruggt bankakerfi sem mun verða fyrirmynd fyrir umheiminn. Ég tel mig heppinn að eiga marga yndislega íslenska vini. Maki minn og ég höfum upplifað innilega gestrisni, frábæran mat og stórkostlega náttúru og við óskum ykkur alls hins besta í framtíðarbaráttu ykkar við að lifa af.
 
Skrifað af John Zufelt starfsmanni fjárfestingarbanka áður en hann fór á eftirlaun.
 
Þýtt og tekið af vald.org af einhverjum sem ég man ekkert hver er á málefni.com
 
Góðar stundir.

mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær pistill

Sigurður Þórðarson, 22.11.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Landi

A+

Landi, 22.11.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ertu orðinn brjálaður? Ekki ætlastu til að ég lesi þetta allt?  Svo er bara Allinn á morgun.

Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samt athyglisvert þetta með Fiat (Ferrari)peningana.

Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Væri hægt að fá þetta í styttri útgáu......kannski ég lesi þetta í dag þegar ég verð búinn að sofa smá.

Hvað er þetta með Allann......er þetta einhver barbúlla?

Sverrir Einarsson, 22.11.2008 kl. 09:24

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nei Víðir ég er svona helvíti góður, Allinn verður að bíða það er bloggara hittingur kl 4 í dag á Karólínu þú ættir að drífa þig. Ég sé það félagi að þú ert algjörlega fallinn fyrir Ferrari, hvað næst Liverpool????

Sverrir þú verður bara að lesa þetta í áföngum,,, Allinn er höfuðvígi UTD aðdáenda er mér sagt, ég fór þangað um daginn og Víðir man sérstaklega vel eftir því, þetta er flottur staður sem flokkast sem bæði veitingastaður og bar. 

Hallgrímur Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband