Byrjað á því að hengja sveitarstjóra fyrir örfáar millur

og alvöru bófum er sleppt enda eins og oft er sagt þá borgar sig ekki að vera með eitthvað helvítis hálfkák, það á að gera hlutina almennilega og ekkert helvítis rugl. Taka nokkra milljarða það er málið og allir eru svo sáttir að fjölmiðlar sjá ekki nokkra ástæðu til að fjalla ýtarlega um málið.

Nei þá er það meira atriði að fjalla vel og vandlega um mannlegan harmleik sem átti sér stað á lítilli eyju lengst norður í ballarahafi yfir örfáum millum. 

Frétt af visir.is er hér fyrir neðan.

Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms.

mynd

Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa.

Stím keypti fyrir 16 milljarða í Glitni í nóvember á síðasta ári og átta milljarða í FL Group. Heimildir Vísis herma að Stím hafi keypt bréfin í báðum félögum að stærstum hluta af Glitni sem hafi á móti lánað félaginu tæpa 25 milljarða.

Stím seldi bréf sín í Glitni seinni hluta marsmánaðar á þessu ári með um fimm milljarða tapi. Kaupendur voru eftir því sem Vísir kemst næst Danske Bank og Glitnir. Jafnframt skipti Stím bréfum sínum í FL Group fyrir 0,87% hlut í Glitni þegar FL Group varð einkahlutafélag. Sá hlutur tapaðist þegar Glitnir var þjóðnýttur.

Heimildir Vísis herma að bankinn hafi ekki farið fram á neinar persónulegar ábyrgðir gegn þessu gríðarstóra láni heldur hafi aðeins verið tekið veð í bréfunum í Glitni og FL Group. Bankinn mun því væntanlega þurfa að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms-ævintýrisins.

Jakob Valgeir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir á Bolungarvík, hefur þráfaldlega neitað að tjá sig um málefni Stím þegar eftir því hefur verið leitað. Þórleifur Stefán Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital, var í stjórn Stíms með Jakobi Valgeiri þar til í lok ágúst á þessu ári þegar hann sagði sig úr stjórn. Þórleifur Stefán, sem var jafnframt prókúruhafi, vildi ekkert tjá sig um Stím þegar samband var haft við hann. Þórleifur Stefán sagðist vera bundinn trúnaði við viðskiptavini.

Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð ekki tjáð sig um málið þar sem það væri ekki á færi bankans að tjá sig um viðskiptavini hans á hverjum tíma. Frétt lýkur. Svo er aðeins meira um þetta einkennilega mál eða eigum við að segja rán hér.

Dæmi nú hver fyrir sig.

Góðar stundir.

 


mbl.is Fyrstu skrefin stigin út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Halli  þú varst á kolvitlausri hillu í útgerðinni, Var þetta ekki bara smá kvóti sem afi var búin að láta strákinn hafa. Mikið djö.... getur maður orðið reiður yfir allri þessari spillingu. Ég er sammála þetta er harmleikur í Grímsey.

Rannveig H, 20.11.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er svo sem eftir öðru að Már þessi Másson sem veitir svo greiðlega upplýsingar frá gamla og Nýja Glitni starfaði áður hjá Fjármálaeftrilitinu.

Sigurjón Þórðarson, 20.11.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Rannveig, maður segir bara úff, tekur þetta engan enda?

Svona er Nýja Ísland í dag Sigurjón..

Jón svona vinnubrögð þekki ég vel,  ég lenti í þessu sjálfur hjá ónefndri útgerð í eyjum á sínum tíma.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband