Ég er eini sanni framsóknarmaðurinn

Það gefur augaleið að ég er langstórasti framsóknarmaðurinn og ætti í raun að vera formaður flokksins. Förum yfir þetta, pabbi var bóndi um árabil og að sjálfsögðu framsóknarmaður, ég hjálpaði pabba við búskapinn þegar við svo fluttum í kaupstað og pabbi hætti búskap þá hélt hann að sjálfsögðu áfram að vera framsóknarmaður. Svo langt gekk framsóknarmennska pabba að hann múraði ekki ófáa kofana fyrir flokksbræður sína með stórafslætti sem hugnaðist framsóknarmennsku flokksbræðranna, ég hjálpaði pabba oft við múrverkin fyrir flokksbræður hans.

Að sjálfsögðu fór pabbi að vinna hjá kaupfélaginu, það gera allir sannir framsóknarmenn og sætta sig að sjálfsögðu við launakjör sem framsóknarmennskan býður hinum almenna staurblinda framsóknarmanni. Til að undirstrika svo hinn dygga stuðning við framsóknarmennskuna þá bar pabbi Tímann út frítt í framsóknarbælinu sem kauptúnið var kennt við, ég hjálpaði pabba líka við að bera Tímann út frítt til flokksbræðra hans. Blessuð sé minning hans.

Maggi Stef má vera drulluspældur mín vegna, hann er ekki framsóknarmaður frekar en hundarnir mínir hafa hófa og hneggja. Nei Maggi Stef hefur ekki hundsvit á því hvað er að vera sannur framsóknarmaður enda hefur hann aldrei tekið þátt í því að bera Tímann út frítt og múra hús flokksbræðra sinna með flokkshollum afslætti.

Góðar stundir.


mbl.is „Bjarni móðgar framsóknarmenn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

....Tessa tegund thekki èg vel Halli, èg bar ekki ùt Timann ad visu, en svona Frammara er èg kominn af, alltaf tibùinn ad làta kaupfelagsskrilinn tradka à sèr og er svo "innmùradur" ad hann kys thà enn. Vid verdum sennilega ekki svo gamlir ad fà neinn botn ì svona thankagang. En thad er einmitt svona thankagangur sem rekur blàfàtækt fòlk til ad kjòsa Sjàlfgrædisflokkinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.11.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt félagi, þetta virðist vera ólæknandi farsótt. Ég sé að þú er kominn til Norge aftur, þú sendir okkur fréttir af þér.

Hallgrímur Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Framsóknarmaður og Sammvinnumaður er sko hreint ekki það sama þó þar sé óljós lína á milli. Sannir Sammvinnumenn gengu blint í Framsóknarflokkinn af blindri hollustu við SÍS veldið sem leynt (í fyrstu) og ljóst (hin seinni ár) arðrændi þá með bros á vör. Restin af þessum köppum komu fingrum í GIFT og komu öllum milljörunum í ló svo þeir þyrftu ekki að borga þeim til baka það sem þeim bar.

Ég bar aldrei út Tímann, hvorki frítt né fyrir laun, nema ef ég gat skift á Moggaútburði við Tímastrákinn hér og þar í hverfinu mínu, ekkert gert frítt enda Pabbi skrifstofumaður í Valhöll í den og gaf mér alltaf litla kók á sunnudögum úr Valhallarkókkælinum þegar farið var í bryggjurúnt með viðkomu í vinnunni hans pabba.

Þannig að ég er ekki Framsóknarmaður........það er það eina sem ég veit fyrir víst.

Maggi Stef getur þess vegna verið spældur mín vegna en það eru trúlega meiri Framsóknarmenn heldur en hann.

Sverrir Einarsson, 19.11.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband