mán. 3.11.2008
Stjórn og framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hljóta að vera himinlifandi yfir fréttum á borð við ÞETTA og þessa FRÉTT HÉR og meira HÉR. Þetta eru sjálfsagt bara brot af því sem gert hefur verið. Aðrir hugsanlegir lánveitendur hljóta einnig að hugsa sinn gang í framhaldi af þessum fréttum. Hver býst við að trúverðugleiki íslenskra stjórnvalda aukist þegar svona fréttir æða yfir heimsbyggðina? Það eru jú stjórnvöld sem þagað hafa yfir þessu og halda mætti að þeir beinlínis styðji við þessar aðgerðir.
Hvernig í ósköpunum datt ríkisstjórninni og Seðlabankanum í hug að lána Kaupþingi risaupphæð rétt fyrir gjaldþrot bankans? Þetta þarf að rannsaka ásamt fjölmörgum öðrum hlutum.
Myndin hér til hægri segir eitthvað um það hvar ég vil geyma þetta lið á meðan rannsókn fer fram.
Góðar stundir.
Íslandslán rætt á föstudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Athugasemdir
„Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti“
Bara svona til öryggis svo ég verði ekki dæmdur eins og Hannes Hólmsteinn þá minnir mig að þessi setning sé úr Íslandsklukku Halldórs Laxness og eignuð Jóni Hreggviðsyni. Man ekki á hvaða bls. en mér verður örugglega fyrirgefið það.
Víðir Benediktsson, 3.11.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.