Í Apríl sagði Geir Haarde okkur

að allt væri í þessu fína lagi. Það var gengið svo langt að halda því fram að hvergi á byggðu bóli væri betra að vera en á Íslandi. Ísland er eftirsótt og í rauninni öfundsvert að vera ábúandi í allri dýrðinni. Við höfum verið höfð gróflega að fíflum, þessi skælbrosandi ónytjungur (forsætisráðherra okkar) er staðinn að því að segja þjóð sinni ósatt nánast daglega. Er það boðlegt, erum við í alvörunni slík úrhrök að við eigum ekki betra skilið?

Ég persónulega vil halda því fram að við eigum betra skilið og séum alveg ágætis fólk svona upp til hópa, langlundargeði landans hlýtur að fara að ljúka og krafan um nýja stjórnendur hellist yfir með góðu eða illu. Að lokum þá vil ég koma því á framfæri að ég er enn með ógeð eftir að hafa horft á Kastljós í gærkvöldi, hvað er verið að dúkka upp á Hannes Hólmstein? Þessi sjálfsumglaði frjálshyggju postuli er hreint með ólíkindum, veður úr einu í annað og svarar ekki því sem hann er spurður um án þess að hafa vit á því að skammast sín. 

Ef þetta kvikindi væri barnið mitt myndi ég afneita honum snarlega með skömm og skipta síðan um ríkisfang. Mín skömm myndi vara ævilangt vitandi það að ég bæri ábyrgð á svona meinsemd.

Góðar stundir.


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ice save, byrjaði það ekki í apríl eða maí?  Af hverju var það ekki stoppað?

Af hverju vorum við ekki vöruð við. 

Þetta er lágkúra.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 07:14

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það verður fróðlegt að heyra hvernig hann ætlar að afsaka þessar lygar maðurinn, hafi maður haft eitthað álit á þessum kvislingi er það endanlega farið, brosandi lygara er ekki hægt að hafa í embætti forsætisráðherra lengur. Enda nær svikabrosið alldrei til augnanna.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.11.2008 kl. 07:15

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað kemur okkur þetta við. Við eigum að borga Geir og félögum góð laun og halda kjafti. Sem betur fer var Eiginkona Geirs að fá smá sporslu svo þau eigi fyrir salti í grautinn. http://eyjan.is/blog/2008/10/31/forsaetisradherrafru-verdur-stjornarformadur-listahatidar-thykir-virduleg-stada-og-ahrifamikil-i-menningarlifinu/

Víðir Benediktsson, 1.11.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ágætlega farið yfir feril lyga og ósanninda forsætisráðherrans í DV núna. Ekki það að maður hafi ekki fylgst með bullinu, en þarna er þetta dregið saman.

Það er ekki hægt að sitja uppi með lygara sem forsætisráðherra, ekki einu sinni þó ekki fari af smettinu brosið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband