Frjálshyggjan fær það sem hún á skilið.

það er við hæfi að rifja upp skrif hugmyndasmiðs sjálfstæðismanna. Ég er ekki alveg viss um að menn séu sammála þessu núna með allt niður um sig og sjá ekki með nokkru móti yfir skuldahauginn sem fyrir framan þá liggur. Ætli Hannes Hólmsteinn sé til í að staðfesta þessa dýrð í dag?

Hannes Hólmsteinn skrifaði grein í WSJ sem var vægast sagt einkennileg og skorti eitthvað upp á að Postulinn sannleikurinn væri þar í fyrirrúmi í skrifum hans um kvótakerfið. 24 stundi birtu grein úr þessum skrifum Hannesar undir nafninu "kvótakerfið fjáruppspretta"

Þar segir meðal annars " Fjármagnið sé í fyrsta lagi til komið vegna kvótakerfisins, þar sem eignarréttindi hafa orðið til, fiskistofnarnir séu orðnir skráð, framseljanleg og veðsetjanlegt fjármagn"  Takið eftir þar sem eignarréttindi hafa orðið til.

Svo mörg voru þau orð. Nú vaknar sú spurning hjá mér og sjálfsagt mörgum öðrum, hefur Hannes Hólmsteinn ekki lesið lögin um stjórn fiskveiða. Tilvitnun í lögin "I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Þetta er jafn skýrt og að ég heiti Hallgrímur. Hvernig má það vera að prófessor við Háskóla Ísland
kemst upp með það að blaðra svona rakalausan þvætting út yfir heimsbyggðina. Síðan eru að berast upplýsinga héðan og þaðan úr þjóðfélaginu um aðfarir bankanna að fiskvinnslu og útgerðum vegna þessarar frábæru fjáruppsprettu (kvótakerfinu) sem Hannes er að boða um heimsbyggðina. Það er hrár veruleikinn sem ekki verður litið framhjá.

Góðar stundir.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Manni hefur fundist skrif Hannesar "jaðra" við barnaskap og vitleysan sem hann hefur sett fram í skrifum sínum, án nokkur rökstuðnings, svo uppskrúfuð og út úr kortinu að maður getur oft ekki skilið hvernig stendur á því að maðurinn er ekki "stoppaður" af vinnuveitanda sínum!

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 06:51

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú mundir nú eflaust lenda í stælum við þennan snilling um að þú hétir Hallgrímur. Svo gersamlega er hann úti á túni, eins og fleiri úr því bræðralagi. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er ekkert vandamál á þessum bænum að láta prelátann sitja þægan og viðurkenna það fúslega að ég heiti Hallgrímur. Það ertu til allskonar hjálpartæki sem fá bæði menn og konur til að segja og viðurkenna hina mögnuðustu hluti...

Er ekki útsala í Adam og Evu núna?.. Ég heyrði að prelátinn væri ansi hrifinn af ýmsu sem er þar á boðstólum,,, ég tek það skýrt fram að mér var sagt þetta....

Hallgrímur Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hann hefur stundað ritstuld, hagrætt sannleikanum líka, tekur einhver mark á svona manni. Svo hefur hann aldrei lifað í veruleikanum heldur eftir einhverjum kenningum og veit því ekkert hvað það er að lifa.

Hann hefur mært einkaframtakið eftir einhverjum kenningum en verið sjálfur allann sinn starfsaldur á ríkisjötunni tryggur með sitt.

Jú hann prófaði einkaframtakið (í formi ritstuldar) og rann á rassgatið með það, eins og margar hans kenningar hafa gert.

Hvað margir af talsmönnum einkaframtakstins á þingi hafa prófað það í raun sjálfir? ég held enginn.

Þá eru stelpurnar búnar að sanna það að þær eru mikklu betri en strákarnir í fótboltanum. Góður árangur hjá þeim.

Eigðu svo góðann dag og horfðu á Liverpool vinna Tottana á morgun hehe. 

Sverrir Einarsson, 31.10.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband