Oft er þörf en nú er nauðsyn

að hugsa um framtíðina og hvað hún gæti haft upp á að bjóða. Eitt af því mikilvægasta sem gott er að hafa í rassvasanum inn í framtíðina er góð menntun. Jói og Siggi eru með það á hreinu, sjáum hvernig þeim tókst til.

Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í
lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram.

 
Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.

Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði. "Hvað er

rökfræði?" spyr Jói. Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi.

Áttu sláttuvél?" "Hana á ég," svarar Jói. "Þá geri ég ráð fyrir; og nota

rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn. "Mjög gott," segir Jói

hrifinn. Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú

átt garð, þá áttu líka hús." Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!" "Og

fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu." "Hana Mæju!

Þetta er ótrúlegt!" "Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera

ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn. "Það er alveg

hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki

beðið eftir að byrja í rökfræði."
hommi.jpg
 
Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá. "Hvaða fög tekurðu?"

spyr Siggi. "Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói. "Hvað í veröldinni

er rökfræði?" spyr Siggi. "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"

spyr Jói.
 
"Nei."
 
"Þá ertu hommi"

Hafsteinn bloggvinur minn sendi mér þennan. Takk félagi góður húmor er gulls ígildi.

Góðar stundir.

 


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Góður þessi

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.10.2008 kl. 12:53

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Góður þessi, ætli Davíð O og Geir H hafi aldrei lært rökfræði.

Grétar Rögnvarsson, 31.10.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nei Grétar enda báðir í myntbandalagi með Hannesi ásamt einhverju meira...

Hallgrímur Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband