Þegar maður les pistil sem Björn Ingi skrifaði og birtist á visir.is mætti halda að hann sé á leiðinni í pólitíkina aftur. Þessi skrif minna meira á framboðsræðu frekar en eitthvað annað. Það má vel vera að svo sé og þá er spurning hvar ber Björn Ingi niður, í borgarmála eða landsmálapólitíkinni?
Eitt verk er enn óunnið og mætti alveg hugsa sér að það sé eitthvað að trufla Björn Inga, Orkuveituna á enn eftir að gefa vildarvinum og við það geta menn ekki unað. Það er einfaldlega þannig að það sem þessi jakkafatahjörð byrjar á algjörlega óháð því hver borgar fötin, klárar hún á endanum bara spurning um tíma.
Eitt er það sem hefur síðan flogið um toppstykkið á mér og tengist Þættinum Markaðurinn sem er á Stöð 2 og umræddur Björn Ingi stjórnar. Hringir Björn Ingi í vin sinn Halldór Ásgrímsson og fær uppgefið hvaða spurninga má spyrja þegar ákveðnir menn eru við borðið hjá honum?
Íslendingar eru einfaldlega orðnir háðir því að láta jakkafatahjörðina taka sig í ósmurðan afturendann, í kaupbætir er síðan troðið gróflega á mannréttindum þegnanna. Stofnun sem heitir mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna er hreinlega ekkert að marka enda ekki skipuð af íhaldinu, Framsókn, Samfylkingunni eða mannréttindanefnd Líú.
Góðar stundir.
Baráttan neikvæð og ódrengileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.