þri. 21.10.2008
Einn er sá maður sem veldur meiri skaða
en hann nokkurn tímann gagnast þjóðinni af einhverju viti að mínu mati. Í gær mætti þessi gapuxi í fjölmiðla og boðaði fagnaðarerindið alveg eins og vel innvígt íhaldsnaut gjörsneitt öllum tengslum við raunveruleikann, sjá hér. Ekki er gott að segja hvað er boðið uppá með kaffinu á þessum blessuðu fundum sem þessir hálf dauðu frjálshyggjupostular sitja.
Ljóst má þó vera að mæla mætti með einhverju talsvert heilsusamlegra bakkelsi því árangurinn er enginn og yfirlýsingargleðin í hæstu hæðum. Við höfum lent í algjöru afhroði og álitin hin sverustu fífl, kennitöluflakkarar og svikarar sem enginn hlustar á lengur og trúverðugleikinn minna virði en sorphaugur. Frjálshyggju kapítalistinn hefur hrunið á feikna hraða þráðbeint í hausinn á boðberunum og útförin ein er eftir. Hroðalegasta við þetta er að þessum boðberum hefur tekist að draga með sér heila þjóð sem hafði alla burði til að lifa góðu og friðsælu lífi á meðal annarra siðmenntaðra vestrænna ríkja.
Góðar stundir.
Ríkisstjórnarfundi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki bara verið að finna leið út úr Seðlabankanum fyrir Dabba svo hann geti sagt "ég var ekki rekinn, ég sagði ekki upp" og labbað út með feitann starfslokasamning uppá vasann.
Eitthvað stendur "skilyrðislausa" rússalánið í þeim líka.
Spyr sá sem ekki veit.
Horfum á björtu hliðarnar ég er ekki búinn að fá uppsagnarbréfið enn.
Og vonandi kemur það aldrei.
Sverrir Einarsson, 21.10.2008 kl. 20:12
Gapuxi úr Gaukshreiðrinu. Sorglegt að þessi töffari skuli vera ráðherra.
Víðir Benediktsson, 21.10.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.