Af hverju bara þrjá mánuði?

gu_jon_a_702105.jpgGuðjón Arnar vil að verðtrygging lána verði stöðvuð í þrjá mánuði, þetta kemur fram í grein hans í mogganum í morgun. Af hverju bara þrjá mánuði spyr ég? Getur maður leitt lýkur að því að í undirbúningi sé að setja verðtryggingu á laun almennings í landinu og það taki þennan tíma? Ekki held ég að það sé líkleg skýring á þessum tímamörkum hjá Guðjóni.

Verðtryggingu lána á að afnema strax og mönnum ætti aldrei að detta til hugar að setja hana á aftur. Fólkið í landinu er arðrænt hægri vinstri sparnaði sínum, ekki nóg með það þá er fólk einnig hneppt í ánauð í sinni heimabyggð og vandlega séð til þess að ræna það hungurlúsinni sem því er skammtað í laun með verð og vísitölutryggingu á þau lán sem það tekur. Einhverjum hefur dottið það til hugar að þetta sé það sem heldur þjóðfélaginu gangandi. Ég vil þá á móti segja, það er eitthvað mikið að í stjórn þessa lands ef þetta er það sem heldur öllu á floti.

Verð og vísitölutrygging lána heldur þjóðinni gangandi, eru þetta ekki glæpsamleg rök fyrir einni ruddalegustu þrælastefnu sem heilli þjóð er boðið upp á? Hvernig sem ráðamönnum kom það til hugar að ræna samlanda sína svona er óskiljanlegt. Þetta getur ekki leitt til neins annars en fólksflótti komi til með að stóraukast frá landinu bláa sem hefur alla burði til þess að vera eitt af eftirsóttustu löndum heims.foringinn_702106.jpg

Við höfum öll heyrt talað um ógnarstjórnir víðsvegar um heiminn og harðstjóra sem uppi voru á síðustu öld. Við höfum og sorglegt er til þess að vita mátt þola ógnarstjórn og harðstjóra sem eins og allar aðrar ógnarstjórnir og harðstjórar eiga sameiginlegt, boða glæsta tíð og tíma eina sem þarf er að trúa á boðskapinn. Þessi friðelskandi þjóð lét hneppa sig í ánauð og þrælkun harðstjórnar, staurblind á boðskapinn sem nú hefur hrunið með hroðalegum afleiðingum fyrir framtíð almennings.

hitler.jpgEitt er þó ólíkt með harðstjórn og harðstjóra þessa friðelskandi þjóðar og öðrum álíka, hér er þjóðin hneppt í ánauð og þrælkun til æviloka. Hjá öðrum viðlíka stjórnum er einfaldlega farið í þjóðernishreinsanir og þeir sem hugsanlega teljast hættulegir stjórninni eru og voru hreinlega skotnir. Ekki ætla ég að leggja neinn sérstakan dóm á hvor aðferðin telst betri, báðar eru hroðalegar, það er þó samt ákveðin hreinskilni fólgin í því að hreinlega skjóta þá sem teljast ógn við ógnarstjórnina og harðstjórann.

Nú dettur mér til dæmis HITLER í hug, margir aðrir svipaðir hafa farið þessa leið með sínar þjóðir. Eitt eiga þeir þó sammerkt þessir harðstjórar, það molnar undan þeim og flestir fá þá dóma sem þeir eiga skilið. Þessi þjóð var rænd sjávarauðlindinni í boði stjórnarinnar, þjóðin var rænd stolti og sjálfsmyndinni í boði stjórnarinnar, reynt var að ræna orkugjöfunum í boði stjórnarinnar, þessi þjóð var rænd möguleikanum á einkaframkvæmd harðduglegs fólks í boði stjórnarinnar, þessi þjóð var féflett í boði stjórnarinnar og lengi mætti telja upp af afrekalistanum.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, mín bjargfasta trú er sú að fólkið fái uppreisn æru sinnar og kemur til með að standa uppi sem sigurvegari, þeir sem hnepptu þjóðina í ánauð og þrælkun fái á endanum þá dóma sem þeir eiga skilið.

Góðar stundir.


mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er viðunandi byrjun allavega.

Víðir Benediktsson, 18.10.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband