fös. 10.10.2008
Loksins eitthvað jákvætt
Og ég lík þessum degi á jákvæðan hátt að hætti hússins, þennan rakst ég á í netheimum.
Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu með elskhuganum. Allt í einu heyra þau sér til mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur lyklinum í skrána á útidyrahurðinni.
Konan reynir að finna eitthvað ráð í flýti. Hún tekur fram flösku af nuddolíu og púður. Hún hellir olíunni yfir elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að hann lítur út eins og stytta. Ekki hreyfa þig fyrr en ég segi að þú megir það, segir hún og klæðir sig í flýti. Stattu bara þarna grafkyrr.
Maðurinn kemur inn í svefnherbergið og spyr: Elskan hvað er nú þetta? Þetta, æji þetta er bara stytta, segir konan kærulaus.? Gunna og Jón fengu sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda mér einni líka, þetta er svo smart. Ekkert er rætt meira um styttuna, ekki einu sinni yfir kvöldmatnum.
En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og mjólkurglas og réttir styttunni. Gjörðu svo vel, segir hann. Ég stóð eins og hálfviti hjá Jóni og Gunnu í heila tvo daga og enginn bauð mér vott né þurrt.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Aðgerðaáætlun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha.
Brilljant saga.
Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 23:29
Hér koma nokkrir :)
Björn var í vandræðum, hann gleymdi nefnilega brúðkaupsafmælinu og kona hans var bálreið þegar hann kom heim án gjafar. Konan tók hann því í strangt tiltal.
-Það er eins gott að á morgun þegar ég vakni verði gjöf í innkeyrslunni, gerð úr járni og gleri og komist í 100 á innan við 6 sekúndum!
Morgunin eftir hvarf hann snemma í vinnuna en þegar konan hans vaknaði sá hún kassa í innkeyrslunni. Hann var ekki alveg eins stór og hún átti von á. Hún gekk út og opnaði kassann.
Á botninum var baðherbergisvikt!
Ekkert hefur sést til Björns undanfarna daga.
Ungur ísbjörn spyr pabba sinn hvort hann sé ekki örugglea 100% ísbjörn. Pabbi hans útskýrir fyrir honum að hann sé 100% ísbjörn, móðir hans sé 100% ísbjörn og allir ættingjar hans séu 100% ísbirnir. Hann spyr hann svo afhverju hann sé að spyrja. “Mér er svo kalt” svarar hann.
Sp: Af hverju standa Hafnfirðingar alltaf kyrrir þegar þeir tala í síma?
sv:Til að sleppa við skrefagjöldin.
Jóhann Kristjánsson, 11.10.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.