mið. 8.10.2008
Mjög sterkir í útlöndum, þessi orð voru
ekki sögð fyrir tveimur árum. Nei þau voru sögð í gær og þetta höfum við fengið að heyra í hvert einasta skipti sem Sigurður og Hreiðar Már tjá sig í fjölmiðlum. Eitthvað hafa þeir misreiknað sig smávægilega kapparnir því að það er ekki eins og þetta sé það eina sem gerst hefur í dag. Lokað var fyrir viðskipti með bréf Kaupþings í Svíþjóð í morgun þar sem Bankinn var í frjálsu falli og hafði fallið um ein 34% þegar lokað var fyrir viðskiptin.
Hvernig stendur á því að það er ekki einu sinni tekið viðtal við gaurana sem stjórna á þeim bæ, eða forsætisráðherra spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag? Eru þessir gaurar sem eru að mig minnir brautryðjendur í bónusgreiðslunum, ofurlauna og kaupréttarsamningunum skyndilega komnir undir verndarvæng stjórnvalda og Seðlabankans?
Það eru ekki mörg ár síðan að þessir frumkvöðlar ofurlauna, bónus og kaupréttargjörningar settu þjóðfélagið á annan endann og sjálfur Davíð Oddsson þá forsætisráðherra hraunaði yfir pjakkana af sinni alkunnu hógværð og endaði svo verkið með því að storma inn í Kaupþing og taka út allt það fé sem hann átti þar inni.
Rifjum þetta aðeins upp og hvað var sagt, byrjum hér. Hafa þessir menn ekkert vit á því sem þeir eru að gera? Strax þarna á þessum tíma var löngu byrjað að hrikta í og viðvörunarbjöllurnar hringjandi út um allt.
Höldum áfram hér. Af hverju þarf að lána þeim, það er jú allt í svo góðu lagi?
Það er hægt að halda svo áfram eins lengi og maður nennir, en nú spyr ég að einu í lokin. Hvað varð um alla milljarðana sem bankarnir voru búnir að hagnast um, var það kannski allt í plati líka?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Kaupþing í London í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef nú meiri áhuga á tjakknum en þessum gaurum. Var að pæla í hvernig maður dælir í hann.
Víðir Benediktsson, 8.10.2008 kl. 21:45
Ég tjái mig ekkert um það Víðir,,, konan les þessa bloggsíðu og heimilisfriðurinn gæti fengið stórhættulega slagsíðu ef ég gef hugmyndabankanum lausan tauminn í þeim efnum...
Hallgrímur Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.