Samfylkingin pólitísk naðra og Sjálfstæðisflokkurinn

í ólgusjó. Í grein sem tímaritið Þjóðmál birtir fyrir nokkru eftir Óla Björn Kárason um stöðu Sjálfstæðisflokksins undir heitinu Flokkur í ólgusjó kemur meðal annars fram að Samfylkingin sé pólitísk naðra. Þar er einnig sett fram hörð gagnrýni á störf og stefnu flokksins. Bent er á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi við innri og ytri vanda að glíma. Því er haldið fram að tækist flokknum ekki að leysa vandann sé líklegt að hann verði ekki lengur stærsta og áhrifamesta stjórnmálaafl landsins.

Nú veit ég ekkert um það hvort ég megi setja þetta hér inn eða ekki, ég tek áhættuna á því og ef einhver hefur eitthvað við það að athuga þá mun ég að sjálfsögðu fjarlægja þetta. Þessi grein er hér í þessu pdf skjali í heild sinni.

Ekki græt ég það þótt sjálfstæðisflokknum yrði gefið frí og aðrir koma að stjórn þessa lands Á tímum hamfara sem yfir þjóðina ganga efnahagslega eins og við erum nú vitni af þá er einmitt rétti tíminn til að lýta um öxl og skoða gangverkið sem stýrt hefur þjóðarskútunni í algerri afneitun inn í þessa hamfarir.

Tiltektin eftir frjálshyggjuna og einkavinavæðinguna sem nú hefur beðið algjört afhroð og í rauninni risavaxið gjaldþrot er ærið verkefni. Þennan flokk þarf að setja til hliðar að í rauninni þyrfti að ráða  sérstaka öryggisgæslu á þetta lið svo þeir valdi ekki meiri skaða en komið er, reyndar þykir mörgum nóg um stöðuna eins og hún er í dag.

Hvernig við komum út úr þessu hroðalega afhroði afleiðinga frjálshyggjunnar er vandasamt að segja til um, raunveruleg staða er falin fyrir fólkinu með orðagljáðri spunameistara stjórnarinnar og kóngar bankanna sitja sem fastast á stólunum enda eru þeir líklegastir til að steinhalda kjafti um eigin afglöp sem frjálshyggjan setti á stað með afleiðingum sem enginn sér fyrir endann á.

Verið góð hvert við annað, það er það sem er mikilvægast af öllu.

Góðar stundir.


mbl.is Lánakjörin eiga ekki að versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Þorgerður Katrín hefur óbeint viðurkennt að Sjallarnir hafi lent í áfalli, og ef einka(vina)væðing Sjallanna hefur orðið til þess að þessi staða í dag er mun verri en ella ... af hverju má þá ekki kalla til ábyrgðar? Auðvitað stingur maður ekki sökkvandi skútu af, en að vera ábyrgur. Það er það lofsverðasta við stjórnmálamenn stundum.

Af hverju segir Geir ekki af sér? Af hverju sjá menn ekki sóma sinn í því að láta öðrum um þessar björgunaraðgerðir...?

Á tímum sjóræningja hefðu sumir verið hengdir fyrir minna...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég bara hreinlega treysti því að menn verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna. Það stóð ekkert í þessum gaurum að réttlæta ofurlaunin, kaupréttarsamningana og bónusgreiðslurnar vegna þeirra gríðarlegu ábyrgðar sem þeir bæru, nú skulu þeir axla hana punktur.

Sjálfstæðisflokki á að setja í heild sinni í sóttkví og öll hans afsprengi sem búið er að planta út um allt í samfélaginu. Manni hryllir við því hvernig þessi svo kallaða frjálshyggja er búin að grafa sig inn í alla þætti og innviði samfélagsins.

Á mannamáli mætti líkja þessu við það að heil þjóð er hneppt í ánauð með hrikalegustu útfærslu á nútíma þrælahaldi og mannréttindi þegnanna minna virði er úrgangurinn úr þrælahöfðingjunum.

Þetta er mín skoðun, hafa einhverjir aðra skoðun á þessu?

Hallgrímur Guðmundsson, 7.10.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Athyglisverð lesning.

Víðir Benediktsson, 7.10.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það má með sanni segja Víðir.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.10.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband