sun. 5.10.2008
Eins og æsilegasta spennusaga allra tíma
Hafi einhver efast í stöðunni 2 - 0 fyrir City þá er hinn sami ekki alveg með þetta á hreinu hvernig þetta Liverpool lið virkar. Hugsið ykkur til dæmis ef Liverpool hefði sett þessi þrjú mörk strax í fyrri hálfleik, hefði einhver nennt að horfa eftir það? Ég held ekki, þetta æðisgengna Liverpool lið er einfaldlega ekki þannig, spenna og fjör allt til enda það er aðalsmerkið og heldur áhorfendanum algjörlega í helgreypum spennunnar allt til enda...
Vinsælustu spennusagna rithöfundarnir nota til dæmis þessa aðferð með frábærum árangri, Liverpool hefur greinilega tileinkað sér tæknina einnig og uppskeran er frábær skemmtun í hverjum leik.
Smellið á myndina af Torres og njótið dýrðarinnar...
Hvað vilja menn hafa þetta betra? Ég var ekkert að spá fyrir þennan leik en sjá má hér að strákurinn var aldrei í nokkrum vafa hvernig þetta færi...
Verið góð hver við annað.
Góðar stundir.
Magnaður sigur Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju gamli. Þetta var vel að verki staðið.
Víðir Benediktsson, 5.10.2008 kl. 18:57
Takk fyrir það, ég hef sagt það áður og stend við það, að vera aðdáandi Liverpool jafnast á við æsilegustu rússíbanaferð. Leikurinn í dag stóð algjörlega öllum rússíbanaferðum framar...
Hallgrímur Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 20:20
Þetta ætti að kenna manni að horfa á leikina, ég rauk út í hálfleik bölvandi yfir þessum aumingjum :)
Ánægður með að þeir stungu svona upp í mig.
Björgvin S. Ármannsson, 5.10.2008 kl. 21:32
Áfram Liverpool, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 6.10.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.