Rætt hefur verið um að auka þorskkvótann

Ég er með tillögur í þeim efnum.

1. Úthluta skuli jafnt á alla sem hafa veiðileyfi þeirri aukningu sem til kemur.

2. Veiðar á ýsu, ufsa og steinbít verði gefnar frjálsar.

3. Ekki verði heimilt að framselja eða leigja þessa úthlutun.

Nú er lag að fara eftir, virða og taka tillit til álits manréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.

Á dv.is var fjallað um þetta mál.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Fundað um lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Af hverju á ég ekki að fá að veiða þorsk líka, alveg eins og hinir????????

Spyr sá sem ekki veit.

Sverrir Einarsson, 5.10.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hafirðu til þess bát og veiðileyfi þá mættir þú alveg eins og hinir veiða þorsk. Það eru bara ekki alveg allir sammála þessu, ekki ennþá en ég hef trú á því að það komi skilningur fyrir þessu á endanum.

Fjöldagjaldþrot blasa við mörgum í sjávarútvegi og þeir sem eru á leigumarkaðnum fara fyrstir, síðan fylgja margir á eftir þar sem leigutekjurnar eru ekki til staðar og rekstrarféð skortir. Þetta er í sjálfum sér ekkert torskilið hvernig þetta gerist.

Hallgrímur Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband