sun. 28.9.2008
Ekki alveg minn dagur í Formúlunni
Þvílíkt klúður sem Massa lenti í og það verður að segjast alveg eins og er, svona á ekki að geta komið fyrir lið í þessum gæðaflokki. En hvað um það þá er þetta að ég held þriðja skiptið sem svona uppákoma verður hjá Ferrari. Að ekki hafi orðið stórslys þarna er ekki einhverju fagvinnubrögðum að þakka, æðri máttarvöl héldu verndarhendi yfir þessari atburðarrás.
Kimi Räikkönen hélt uppteknum hætti og fátt sem kom þar á óvart, enn einn veggurinn kysstur og árangurinn einungis fjáraustur í að mér finnst ofmetnasta ökumann formúlunnar frá upphafi staðreynd.
Ég náði ekki að horfa á keppnina til enda, ég þurfti frá að hverfa vegna fundar sem var töluvert mikilvægari en sjónvarpsgláp (segi frá því fljótlega) þannig að ég missti af síðustu 13 hringjunum. Ég held mig enn við það að Massa verði heimsmeistari.
Ég óska þeim til hamingju með sína menn sem komust á verðlaunapallinn. Það verður ekki annað sagt en þetta hafi verið ansi skrautlegt í það minnsta það sem ég sá.
Þetta gerist ekki oft, mynd af spanjólanum er á síðunni minni, ég er að mýkjast með árunum...
Verið góð hvert við annað, og mig líka ég þarf á því að halda...
Góðar stundir.
Räikkönen segir titilinn runninn sér úr greipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.