fös. 26.9.2008
Þjóðfélag í ánauð hægrisinnaðra öfgamanna
Þeir spretta fram hver af öðrum og lýsa því yfir að hægrisinnuð öfgaöfl eigi að setja þráðbeint í skammakrókinn. Ekki ætla ég að mótmæla þessum mönnum enda hefur það verið mín skoðun lengi að Seðlabankinn eigi ekki að vera elliheimili eða hæli fyrir aflóga pólitíkusa. Þar eiga að vera skilyrðislaust menn sem vita hvað þeir eru að gera.
Einnig á skilyrðislaust að hafa mann í stöðu fjármálaráðherra sem hefur einhvern smá grun um hvernig þar og þeim málaflokki skuli stjórnað, en því miður er því ekki fyrir að fara í núverandi ríkisstjórn.
Góð grein Guðmundar Ólafssonar hagfræðings á visir.is er um sama mál og einnig er það athygliverður punktur sem hann bendir á og er í sambandi við Tryggvi Þór ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Tilv. í fréttina "Guðmundur Ólafsson segir að orð Tryggva Þórs séu mjög undarleg og honum komi á óvart að Tryggvi Þór sé orðinn einhverskonar blaðafulltrúi eða talsmaður ríkisstjórnarinnar. Ég hélt að hann ætti að vera ráðgjafi stjórnarinnar og leiðbeina henni um efnahagsmál," segir Guðmundur. Og ef þetta er ráðgjöfin þá er illt í efni fyrir þjóðina svo vægt sé til orða tekið." Tilv. lýkur. Þarna er á ferðinni alkunn leið íhaldsins við að fría sjálft sig við óþægilegum spurningum.
Einnig er sandkorn á dv.is með ágætan pistil um þetta sama mál sem ber þá skemmtilegu fyrirsögn Hitnar undir Davíð, nema eins og þeirra er von og vísa þá er ekkert verið að skafa utan af hlutunum sem er að mínu mati algjör óþarfi, um hlutina á einfaldlega að ræða á tungumáli sem allir skilja.
Nú er ekkert annað að gera fyrir ríkisstjórn þessa lands en að afnema eftirlauna ólögin í hvelli og senda þá í skammakrókinn sem þar eiga heima, þeir eru búnir að kosta okkur skattborgarana nóg. Þessir prelátar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að komast upp með það að halda áfram að blóðmjólka samfélagið eftir hroðvirknisleg vinnubrögð framkvæmd með hroka og ofbeldi í ellinni.
Jafnt skal yfir alla ganga, gaman væri að sjá þessa gaura lifa af á þeim ellilífeyri sem þeir hafa skammtað hinum almenna borgara.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Ólafur Ísleifsson: Setja á stjórn Seðlabankans af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.