Að hugsa, tala og hreinlega vinna með rassgatinu

er orðatiltæki sem oft kemur fyrir í tali manna (kvenna) á milli. Það er ótrúlega oft sem þessu orðatiltæki er hent fram og þá oft á tíðum í mjög svo fjörlegum umræðum um hin ýmsu málefni eða hreinlega um einhvern sérstakan einstakling...Woundering

Ég persónulega nota þetta frekar lítið mín lýsingarorð eru, við skulum segja svolítið meira brútal og það allra fínasta í Íslensku tungumáli er sett á hóld meðan hamfarirnar ríða yfir og menn og málefni fá sem snöggvast réttnefni að mati síðuritara...W00ttala_me_afturendanum.jpg

Hvað sem því líður þá eru þó nokkuð margir sem hreinlega geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut öðruvísi en með rassgatinu. Sem aftur leiðir það af sér að verkin eru í besta falli algjörlega misheppnuð skítaverk...Shocking

Ekki ætla ég að nefna neinn sérstakan af þeirri einu ástæðu að eiga það á hættu að verða stefnt fyrir herlegheitin og sparkað út af moggablogginu. En myndin með þessari færslu á vel við nokkuð marga sem ég hef gagnrýnt hvað mest...Halo

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Maður verður nú sem bogamaður að láta heyra frá sér. Veit ekki af hverju mér datt strax í hug Össur Skarp og Kristján Möller þegar ég las pistilinn. Ef þetta hugboð hjá mér er rangt verður fólk að leiðrétta það annars verður þögnin tekin sem samþykki.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með þína menn í kvöld.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.9.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki ætla ég að mótmæla þessu hugboði þínu Víðir og gott ef það er ekki bara alveg við hæfi....

Takk fyrir Högni en tæpt var það maður. En svona er boltinn, aðalmálið er að skora meira en andstæðingurinn og það geri þetta frábæra Liverpool lið... Marseille er frábært lið og líklegt til að gera góða hluti...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Úpps. Gleymdi hamingjuóskum, biðst velvirðingar. kanínurnar eru á skriði þessa dagana.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir félagi, ég geri passleg ráð fyrir því að þú hafir setið þrælspenntur á Allanum nagandi neglurnar, öskrandi og alles yfir leiknum..... Gott ef þú ert ekki hreinlega kominn með inngöngubann á Allann fyrir stóla, borða og dyravarðakast í hamlausum æsingnum...

Við þessir sallarólegu Liverpool aðdáendur tökum þessu aftur á móti með stakri ró enda hundvanir svona rússíbanaævintýrum sem þetta stórbrotna fótboltalið býður uppá...

Þetta eru engir venjulegar kanínur karlinn minn.... Þetta eru fullhlaðnar Duracell RABBITS...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Nú hefurðu staðfest grun minn. Nú skil ég þessa skítlykt sem leggur frá austurvelli.

Jóhann Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband