Dómsmálaráðherra er ótrúlega hrokafull skrúfa

Það vekur furðu mína að Björn Bjarnason geti gengið um með yfirlýsingar og dóma um þá sem eru honum lítt þóknanlegir án þess að þurfa að taka afleiðingum þess með afsögn á ráðherradómi sínum. Margir hafa hrökklast frá af minna tilefni.

Grein á dv.is

Varla hlakkar í Birni

Föstudagur 12. september 2008 kl 16:42

Fróðlegt verður að sjá hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra færir inn viðlíka færslu á heimasíðu sína vegna gjaldþrots XL ferðaþjónustufyrirtækisins í Bretlandi og á dögunum þegar hlakkaði í honum vegna gjaldþrots Nyhedsavisen í Danmörku. Dómsmálaráðherra talaði um “Baugsmiðil” og var augljóslega skemmt yfir óförum fyrirtækis tengdu feðgunum í Baugi . Hann efaðist um viðskiptavit þeirra sem komið hefðu að útgáfunni og hneykslaðist á milljörðunum sem töpuðust vegna gjaldþrotsins. Sagist Björn undrast hvaðan peningarnir kæmu. Nú neyðast feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor til að hlaupa til og bjarga Landsbankanum frá stórtjóni með því að leysa til sín 25 milljarða lán bankans til hins breska félags. Þar með bjarga þeir hluthöfum Landsbankans frá verulegu áfalli en í þeirra hópi er fyrirferðamikill Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stórvinur Björns. Sjálfsagt vita kumpánarnir Björn og Kjartan hvaðan peningarnir koma í tilviki Landsbankans og Eimskipa og hljóta að hrósa happi fyrir hönd Kjartans og annarra hluthafa í bankanum. Undir þeim kringumstæðum er ástæðulaust að efast um viðskiptavit bjargvættanna. Hluthafar Eimskipa eru ekki eins heppnir því eigið fé fyrirtækisins hefur skroppið saman eftir gjaldþrot XL og er aðeins 5% samkvæmt nýjustu fréttum því félagið var í bakábyrgð fyrir láni Landsbankans til XL.

Höfundur: ritstjorn@dv.is Grein lýkur.

Eitthvað er minnið að hrjá Björn Bjarnason eða þá að hann treysti því að enginn muni nokkurn skapaðan hlut lengur. Það vil einfaldlega þannig til að Björn er ekkert öðruvísi en margur annar og telst bara venjulegur Jón að vísu full mikill hrokagikkur en sleppum honum með það. Björn Bjarnason á sér fortíð eins og allir aðrir sjá hér það bara muna það ekki allir.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband