Helvíti gott að stela stigi

af Norðmönnum á heimavelli. Þeir stálu Keikó af okkur með lævísum lúðabrögðum og steindrápu hann svo úr leiðindum....Devil Um leikinn hef ég akkúrat ekkert að segja enda horfði ég ekki á hann, ég eyddi seinni hluta þessa dags í bloggarahitting á kaffi Karólínu. Þar var ekkert steindautt jafntefli, nei öðru nær það var mikið fjör á fólkinu og enginn að spá í einhvern hundómerkilegan fótboltaleik, ég þakka fyrir frábæran dag.

Góðar stundir.


mbl.is Frábær úrslit í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Ester. Ég get ekki kallað þetta bloggvinahitting enda eru ekki allir bloggvinir mínir sem þarna voru. Við skulum segja að þarna voru nokkrir af ofurbloggurum Norðurlands og bara svona helvíti hressir allir saman....

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halli, það er ekki oft sem maður skellihlær af blogginu en það gerði ég núna þegar ég las þetta blogg þitt um Keikó og fótboltan. Alltaf gaman að lesa hressilegt bloggið þitt.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.9.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir Ester mér finnst það einnig nokkuð gott sjálfum og á vel við.

Sæll Simmi ég fór eitthvað á flug í dag og var að bulla eitthvað um Keikó ræfilinn þegar fréttin um eldsvoðann í Keikó kvínni kom á mbl í dag sjá hér...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki hægt að segja annað en að pistillinn er frábær, en takk fyrir síðast,
frábært að hittast svona og spjalla, fólk kynnist aðeins og fær nýja sýn á þá sem það er að bloggast á við.
Komið í kaffi sem fyrst, þið eruð bara 45 mín til Húsavíkur.
Kær kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 08:15

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ja-há, þeir áttu sko ekki von á þessu! En þetta var virkilega skemmtilegur leikur, mörkin okkar bæði mjög flott og ég hef ekki horft á landsleik okkar í fótbolta með eins mikilli ánægju lengi, missti smá hluta úr honum, það er í upphafi seinni hálfleiks, en þetta var bara flottur leikur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.9.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæl Milla og takk sömuleiðis, takk fyrir boðið það verur svo sannarlega nýtt þegar við verðum á ferðinni.

Anna ég sá ekki leikinn en þetta var flottur árangur hjá strákunum og vonandi fer að ganga betur hjá þeim.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband