lau. 6.9.2008
Hver fjárinn, ég sem var algjörlega
handviss um að minn maður tæki þetta í dag. En ég hugga mig við að þetta sé væntanlega lævís leikur Massa og morgundagurinn færi okkur, (mér og Massa).. enn einn sigurinn í safnið... Hvað rækjuna varðar þá nenni ég ekkert að tala um hann, en ljóst má vera að drengurinn er í alvarlegri krísu og fyrir Ferrari liðið er það bagalegt ástand þegar horft er til baráttu bílasmiða um titilinn.
es. það geta reyndar enn þá gerst kraftaverk, þau hafa gerst áður og geta gerst aftur... Eða eins og einhver sagði, það sem hefur aldrei gerst, getur svo sannarlega gerst aftur... (Þvílíkur flækingur á tungu þessa vitrings sem aulaði þessu út úr sér)
Góðar stundir.
Hamilton vann fyrsta einvígið við Massa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held bara að Kimi sé alls ekki ánægður hjá Ferrari,og dauð sjái eftir því að hafa farið frá McLaren.
Hjörtur Herbertsson, 6.9.2008 kl. 14:12
Það hefur oft hvarflað að mér líka, en er þá ekki heiðarlegra að hreinlega hætta?
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 14:17
Nei, nei það gleymist enginn það veður allsherjar Ferrari partý á landinu á morgun....
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 14:39
Ég ætla að vona að þú haldir haus Halli minn þó hann Hamilton hafi þetta, sem hann gerir? Annars gæti Massa litli gert eitthvað ef Fíat-tíkin lafir út daginn?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 18:16
Fiat hvað? Við erum að tala um Ferrari og þeir gerast ekki betri eðalvagnarnir sjáðu til... En svona þar fyrir utan þá kæmi mér ekki á óvart að úrslitin yrðu mjög óvænt.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.