fim. 4.9.2008
Það er að birta til á Breiðdalsvík.
Allar lýkur eru á því að þrælkunarbúðunum Kaffi Margrét verði lokað á næstunni og starfsemi búðanna hætt í það minnsta í þeirri mynd sem verið hefur.
Fossvík er að hætta starfsemi og lýkur þá væntanlega einokun og endalausu sukki með byggðakvóta sveitarfélagsins. Sá meira hér.
Nýir og að sögn fjársterkir aðilar hefja fiskvinnslu í húseignum byggðarstofnunnar sem Fossvík var með á leigu áður, en lauk á dramatískan hátt svo vægt sé til orða tekið.
Á Breiðdalsvík var opnað jarðfræðisetur 23. Ágúst síðastliðinn. Sjá allt um það hér.
Já það er að birta til í Breiðdalnum.
Góðar stundir.
Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli séu ekki margar svona þrælabúðir á Íslandi Halli sá grunur læðist nú að manni, byggðakvótinn sveitafélaganna það er nú meira ruglið i kringum þá víða. Fyrir nokkrum árum voru 2 togarar á Breiðdalsvík og öflugt frystihús.
Grétar Rögnvarsson, 4.9.2008 kl. 14:53
Heill og sæll Grétar, það er nokkuð líklegt að þetta sé ekkert einsdæmi því miður. Byggðarkvótinn er sérkapítuli í Íslandssögunni og víða er þetta ansi skrautlegt til dæmis sveitarfélagið sunnan við Breiðdalsvík, það sitja menn báðumegin við borðið og úthluta sjálfum sér pakkann, að sjálfsögðu hvað annað?
Jú mikið rétt þarna var öflug starfsemi sem hagræðingin í Íslenskum sjávarútvegi lék nokkuð grátt svo ekki sé fastar að orði komist. Sjálfsagt eiga þeir sem stjórnuðu á þeim tíma talsverða sök í því hvernig fór.
Ef ég man þetta rétt þá átti sameining og hagræðingin að redda öllu. En svona er útkoman og engin ber nokkra ábyrgð á því hvernig eignum sveitarfélagsins var komið fyrir kattarnef.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.