Enn syrtir í álinn

Þetta blessað kerfi sem er verið að dröslast með er löngu gjaldþrota. Nánast samstundis og frjálsa framsalið og veðsetning aflaheimilda var leyfð lauk þessu. Eins og staðan er í dag þá er algjörlega vonlaust að verðleggja leigukvóta á þorski hærra en 45 krónur kílóið, allt umfram það skilur eftir sig skuldir þegar allur rekstrarkostnaður hefur verið gerður upp.

Eru menn svo hissa að hlutirnir skulu vera komnir að endalokum. Þeir sem halda því fram að leiga upp á 230 til 260 krónur kílóið gangi upp, reka sig alvarlega á skuldarvegginn sem safnast upp að lokum. Ekki veit ég í hvað veröld Reynir Þorsteinsson er en hann segir meðal annars "Aflaheimildir í þorski hafi verið skertar um 33% og verðið hafi lækkað sem því nemur"

Hvernig hann fær þetta út er mér hulin ráðgáta, leiguverðið hefur verið hækkandi jafnt og þétt og um sölur á varanlegum heimildum er ekki hægt að tala um. Bankarnir búa til eitthvað verð þegar þeir hengja einn upp á löppunum og rétta öðrum skuldarpakkann. Svona gengur þetta fyrir sig því miður og á eftir að versna mikið.

Góðar stundir. 


mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tók einmitt eftir því að hann talaði um hvað verðið á leigukvótanum væri stöðugt í þorskinum.....Hvað eiga þeir að gera þessir ræflar sem eru að velta sér áfram í leigukerfi og eru að reyna að fiska bara ýsu, en fá þorsk sem meðafla? Ekki geta þeir hent ÖLLUM þorskinum?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Alveg frábært, eða þannig.

Víðir Benediktsson, 30.8.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Munið þið eftir stóra módelinu sem Gunnar talnafræðingur Hafró  kynnti á sínum tíma? Jón Kristjáns sagði mér að ferlíkið væri geymt ofaní kjallara.   Gaman væru nú að þeir drægju það fram.

Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Held það sé sama hvað þessir snillingar draga fram, það kemur bara vitleysa út. Það þarf bara að draga að þessu nýtt fólk, nýja strauma og nýja hugsun, þetta er búið að sanna sig galið, bæði ráðgjöfin og kerfið sem byggir á henni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.8.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg með á hreinu hvað verðið var á leigukvótanum upp úr 25 ágúst í fyrra en ég minnist þess ekki að það hafi verið frá 306 kr til 346 kr.  Það er ósköp einfalt að ef "lögmál framboðs og eftirspurnar" eru skoðuð, þá HÆKKAR verðið með MINNKANDI framboði, hvernig í ósköpunum það getur LÆKKAÐ, er mér og væntanlega fleirum, hulin ráðgáta.  Það er sagt að það sé til þrenns konar lygi: það er lygi, haugalygi og svo í þriðja lagi er tölfræði.  Þarna virðist vera um fjórðu tegundina að ræða, sem ég kann ekki alveg skil á, en ég kem til að reyna.

Jóhann Elíasson, 31.8.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband