Hluturinn varð til eftir að hann varð til !!!

Þvílík speki og er þetta ekki lýsandi dæmi um hverslags froðuhnakki þessi gaur er? Tilvitnun í roparin_655267.jpgfréttina. "Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann.W00tTilv. lýkur. Þvílíkt rugl, gat hluturinn orðið til áður en hann varð til?Woundering

Fréttin er síðan í heild sinni hér. Það er allt í þessu fína hjá þessum gaur og engin ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur, allt tal um þrengingar,yfirvofandi kreppu, fjöldauppsagnir og gjaldþrotahrinu einstaklinga og fyrirtækja er bara ímyndunin ein, það staðfesti slæðudrottningin með eftirminnilegum hætti rétt áður en hún flaug á vit ævintýranna með öðrum kengbeygðum slæðudrottningum í Betlehem sjá hér. Restin af hirðinni samþykkir þessi orð svo með algjöru aðgerðarleysi og ferðagleði.

Nú er freistandi að setja mynd af slæðudrottningunni með þessum skrifum en ég ber slíka virðingu fyrir þessari síðu að þannig risamistök verða aldrei gerð aftur...Cool En látum (með trega) mynd af .............. fylgja  þessari færslu...Sick

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann má nú eiga það að hann er alveg einstaklega klaufskur þegar hann svarar fyrirspurnum og á alveg einstaklega auðvelt með að koma með alveg ótrúlegar "ambögur", sem ekki ná neinum hæðum, því þær eru of vitlausar til að vera fyndnar.  Ekki sel ég það dýrara en ég keypti, en það er sagt að hann detti nú ekki um vitið og sumir hafa gengið svo langt að segja að ef hann þurfi að telja upp að 11 þá þurfi hann að opna buxnaklaufina.

Jóhann Elíasson, 29.8.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hlýtur þá að vera helsta verkefni aðstoðarmanns hans að minna á buxnaklaufina.... Því ekki kannaðist hann við að þau orð sem hann sagði 2005 ættu við í dag.

Siðferðið hjá þessu hyski er í svo stórum mínus að engin orð fá því lýst.

Hallgrímur Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Aldeilis ótrúlegur gæi, það er stórkostlegt rannsóknarefni hvernig þjóð sem á að teljast þokkalega upplýst lendir í að fá svona dekurdýr sem ráðherra. Ekki bara það, heldur að þurfa að sitja uppi með slysið árum saman, löngu eftir að ljóst er hverslags ónýti er á ferðinni.

Þetta viðtal er allt í hans anda, ekkert sem kemur á óvart þar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er sagt að sjálfsumglaðir hrokagikkir eiga það sameiginlegt að vera mjög svo aumlega vaxnir niður, ég man ekkert hver sagði þetta en þá er það alveg á hreinu að hann telur aldrei ofar en 10,25......

Hallgrímur Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Drakk einu sinni með kallinum, hann er aðeins skárri fullur.

Víðir Benediktsson, 29.8.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi var sterkur      

Jóhann Elíasson, 29.8.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef heyrt þetta áður Víðir. Sennilega á hann þá að vera fullur. Þá telur hann kannski uppá...10.50?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband