fös. 29.8.2008
Stórasta ekki frétt síðasta áratugar
Það einfaldlega tekur því ekki að ræða svona smámuni. Heimsins besta fiskveiðistjórnun með sínu himneska kvótakerfi knýr heiðarlegustu menn í margfalt sverari aðgerðir en þetta smotterí sem Svíarnir eru ákærðir fyrir.
Með aðstoð opinbers apparats er síðan blessunin lögð yfir ruglið með gæðastimpli merktum FISKISTOFA. Þar á bæ er forstjórinn í alvarlegri afneitun á meðan margir af eftirlitsmönnunum sem undir honum starfa eru komnir með megnasta viðbjóð á því hvernig hlutirnir eru.
Þeir sem eru hvað stórtækastir í fimleikunum við svindlið njóta þess heiðurs að horft er framhjá þeim með blinda auganu, hinir sem eru í því að fixa til örfá kíló eru hengdir upp og Forstjóraræfillinn lemur á brjóst sér hamlaus af gleði yfir árangrinum.
Það er einfaldlega ekki liðið að sannleikurinn komi í ljós, þá yrðu stjórnvöld og varðhundar kvótakerfisins að viðurkenna hverslags glapræði þessi stefna í sjávarútvegsmálum Íslendinga er.
Góðar stundir.
Sænskir sjómenn ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.