sun. 24.8.2008
Þvílík væluskjóða
Var nokkuð að gaurnum? Ekki trúi ég því að liðið láti hann keppa hálfrænulausan. Einfaldast er bara að viðurkenna það að hann átti ekki möguleika í snillinginn Massa sem hafði þetta í hendi sér alla keppnina. Ekki vælir Massa og er þó talsvert fölari heldur en hinn....
Hvað Räikkönen er að pæla þessa dagana er ekki gott að segja en drengurinn er algjörlega úti að drulla. Mín skoðun er sú að Ferrari liðið sé betur sett án hans, það eru margir mikið betri gaurar í þessu sem vantar bara betri bíla. Sjálfsagt hafa margir tekið eftir því að ég hef aldrei verið hrifinn af Räikkönen, ég ætla bara að halda áfram að hafa það útaf fyrir mig.
Góðar stundir.
Hamilton hætti næstum við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér Halli, MANN á Fíatinn og það annað hvort núna eða strax.
Það er þarna ungur strákur með skammstöfunina VET og er á bíl með Fíat mótor, hvernig litist þér á hann?
Það fer ekki á milli mála að Massa er mun fölari og það er rétt ekki kvartaði hann.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.8.2008 kl. 23:02
já þ+u segir hann væla. En finnst ykkur Ferrari mönnnum ekkert athuga vert að Massa fengi ekki refsingu? Það fékk ökuþór í mótaröðinni á undan refsingu fyrir sama brot.
Ómar Már Þóroddsson, 25.8.2008 kl. 00:45
Er þarna komin skýringin á getuleysi Räikkönen? Hann er náfölur daginn út og daginn inn. Er sem sagt krónískt máttlaus af flensu???
Þetta er nú bara grín hjá mér, en það er áberandi hvað Kimi minnir mann ekki neitt á að hann sé heimsmeistari.
Schumacher var reyndar á mótsstað, það hefur hingað til verið ávísun á að Räikkönen myndi ekki sýna neinn árangur. Ótrúleg fylgni þar á milli.
Eftir tvö næstu mót, Spa og Monza, hlýtur Massa að verða settur á oddinn hjá Ferrari í titilslagnum. Þ.e.a.s. ef hann verður þar líka á undan Kimi.
Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 07:25
Ég man nú ekki betur en Massa hafi kvartað yfir flensu hér fyrr í sumar,og var spurning um það hvort hann gæti kept.Svo þið skuluð fara varlega í væluskjóðu tal.
Hjörtur Herbertsson, 25.8.2008 kl. 13:20
Það væri algjörlega sársaukalaust af minni hálfu ef að þessi hundleiðinlegi sjálfumglaði Breti hætti fyrir fullt og allt í formúlu 1.
Jóhann Pétur Pétursson, 26.8.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.