lau. 23.8.2008
Bloggvinur í heimsókn
Í gærkvöldi kom Jói bloggvinur minn í heimsókn. Einhvern veginn þá er maður búinn að mynda sér skoðanir á því hvernig fólk lýtur út sem maður hefur verið að skiptast á skoðunum við á blogginu, nú eða verið í símasambandi við eins og ég og Jói, og reyndar margir fleiri af mínum bloggvinum, og trúið mér, hugmyndaflugið hjá mér er býsna fjölbreytt og frjótt í þeim efnum...
Það verður ekki farið út í þá sálma hvernig og hvaða mynd ég var búinn að teikna upp af Jóa í hausnum á mér, en ég get þó sagt það að hann lýtur eiginlega allt öðruvísi út sem sú mynd sem ég var búinn að framleiða... Ég veit að þú skilur þetta félagi...
Í stuttu máli þá áttum við saman frábæra kvöldstund og ræddum náttúrulega eitthvað aðeins um sjávarútveginn og margt fleira. Að sjálfsögðu var ekki nokkur vandi að leysa þau vandamál sem að sjávarútvegnum snýr, frekar en önnur vandamál í þjóðfélaginu. Ég held svei mér þá að við tveir ættum bara að fara á þing, þessir andsk..... aular sem þar eru hafa hvort sem er ekki hundsvit á því hvernig leysa á svona smámál sem eru að pirra okkur...
Um daginn fórum við hjónakornin örstuttan helgarrúnt. Vestfirðirnir voru tæklaðir á mettíma með litla fellihýsið hennar Huld í eftirdragi... Á þessum örstutta rúnti hittum við nokkra góða bloggvini, Níels vinur minn á Tálknafirði tók á móti okkur með miklum glæsibrag, þar sem mín ektafrú átti afmæli akkúrat þennan dag þá hengdi Níels á sig svuntuna og framreiddi þessa dýrindis veislu sem var að sjálfsögðu gerð góð skil og kunnum við honum bestu þakki fyrir.
Áfram var haldið og á Ísafirði hittum við Ásthildi Cesil sem tók á móti okkur með miklum myndarskap, þar var stoppað í kaffi og spjallað um heima og geyma eins og verða vil í fjörugum hópi. Nóttinni eyddum við svo í litla fellihýsinu hennar Huld í einhverjum dal sem gengur inn úr Bolungarvík...
Daginn eftir hitti ég enn einn bloggvin hann Berta, Berti á bát með enn öðrum bloggvini mínum sem heitir Páll, Það var gaman að hitta Berta og spjalla svona augliti til auglitis enda höfðum við eingöngu talað saman í síma, því miður hitti ég Palla ekki í þetta skiptið en það gerist bara næst. Ég held að Palli hafi verið að leita að veskinu sínu...
Í leiðinni fórum við upp á Bolafjall að dást af útsýninu sem var stórkostulegt enda var veðrið eins og best verður kosið. Þarna uppi sá ég ákveðna persónu og í hreinskilni þá voru ansi fjölbreyttar hugmyndir sem þutu um kollinn á mér hvað mætti helst gera við ónytjunginn. Ég að sjálfsögðu sagði minni ektafrú frá nokkrum af þessum hugmyndum og var eiginlega rétt að komast á skrið í frásagnargleðinni þegar mín harðbannaði mér að fara út úr bílnum meðan ónytjungurinn var á svæðinu. Já útsýnið á Bolafjalli er frábært (út um bílgluggann)...
Góðar stundir.
Athugasemdir
Helvíti vígalegir félagarnir. Það hefði nú verið gaman að slást í hópinn. Þó við höfum séð hvorn annan Halli, þá hef ég aldrei hitt Jóhann, bara verið í sambandi í gegnum netið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.8.2008 kl. 20:05
Það hefði verið flott að hafa þig með félagi. Það er alltaf gaman að hitta þá sem maður er að skiptast á skoðunum við og tala við í síma.
Hallgrímur Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.