Skipbrotsmenn með sært stolt, eftir hverju er beðið?

Fréttablaðið, 22. ágú. 2008 04:00

mynd
Á þurru landi Það fjaraði undan bátnum og eigendur biðu eftir flóði til að draga hann til hafnar.MYND/HALLDÓR sveinbjörnsson

 

Þrír þýskir ferðamenn komust í hann krappann í gær. Þeir voru að veiðum við Skarfasker, undir Óshlíðinni Ísafjarðar megin, þegar skrúfan rakst í sker með þeim afleiðingum að hún varð óvirk. Vélarvana bátinn rak í land og þaðan fjaraði undan honum.

Ekkert amaði að ferðamönnunum þremur og gátu þeir gengið þurrum fótum í land. Fínasta veður var þegar óhappið varð, nánast blankalogn. Báturinn er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar á Súðavík.
Vilborg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sumarbyggðar, segir atvikið hafa verið minni háttar.

„Þeir voru einhverja 2-300 metra frá landinu og skrúfan fór í sker sem þeir sáu ekki á kortinu. Klettanefið stendur svo langt út hér þar sem þeir voru. Þeir gátu í raun ekkert gert þar sem skrúfan fór og hringdu eftir hjálp," segir Vilborg.

Hún segir ekkert vera að bátnum, en annar var sendur til að draga hann á flot. „Hann stendur hins vegar alveg á þurru núna þannig að við bíðum bara eftir næsta flóði og drögum hann þá í höfn. Það er bara skrúfan sem hefur farið."

Þýsku ferðamennirnir voru heldur niðurlútir þegar þeir komu í land og ekki laust við að stoltið hefði beðið smá hnekki.- kóp Frétt lýkur.

Hvar fengu þessir menn nám í siglingarfræði? Hvernig stóð á því að Landhelgisgæslunni var meinað að reka í land þessa svo nefndu frístundabáta fyrir vestan sem þeir fóru um borð í á dögunum? Í skoðun Gæslunnar gat enginn af þeim sem um borð í þessum bátum voru, framvísað siglingarréttindum, jafnvel ekki einu sinni persónuskilríkjum. Eftir hverju er verið að bíða? Er í alvörunni verið að bíða eftir stórslysi?

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef þetta hefðu verið Íslendingar hefðu þeir fengið sekt. Kunningi minn var hirtur um daginn og hann á von á sekt upp á 20.000 eftir því sem hann sagði mér í morgun. Var að biðja um kennslu í siglingaqfræði því hann ætlar að taka próf.

Víðir Benediktsson, 22.8.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þarna er andskotans ruglinu rétt lýst. Hægri höndin veit aldrei hvað sú vinstri er að aðhafast. Endemes rugl.

Annars eru þessi réttindamál okkar alveg sér kapítuli sem er búið að hræra skemmtilega í, eða hitt þó heldur, án þess að maður hafi gáð að sér.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er allt í tómu bulli. Við megum ekki yfirgefa vettvang í fimm ár án þess að missa réttindin.

Víðir Benediktsson, 22.8.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nei,nei, lenti í tómu tjóni með þetta í vor. Fékk einhvern nýjan"stýrimannspassa". Tók líka með mér gamla skírteinið og Norinn sagðist ekki sjá að það renni nokkurn tíman út svo það væri miklu betra..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við þurfum ekki lengur að endurnýja skírteinin okkar, hvað þá heldur að eyða ómældum tíma í skóla miða við afgreiðslu þessa máls. Á ekki jafnt yfir alla að ganga?

Hallgrímur Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 00:30

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú einmitt mergurinn málsins Halli minn, þeir halda á við að sekta okkur ef svo ber undir, en útlendingarnir sigla sinn sjó.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.8.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband